Freyr - 15.04.1986, Blaðsíða 35
Skúli Skúlason.
Um mitt sumar 1973 undirrituð-
um við í stjórn SÍL, en ég var þá
ritari hennar, samkomulag við
Norges peldyravlslag a/1 um
tæknileg mál og sölumál. Nokkur
bú sendu þangað skinn árin 1974
og 1975 og síðar var sent þangað
eitthvað af refaskinnum 1980—
1981. Einnig hafa verið reynd við-
skipti við IFA (International Fur
Association) í Kaupmannahöfn.
Hefur þeim verið sent nokkuð af
skinnum við og við, en ekki neitt
viðvarandi.
Arið 1981 var undirritaður sam-
starfs- og sölusamningur við
Dansk Pels Auktioner í Kaup-
mannahöfn. Hefur það fyrirtæki
selt talsvert fyrir íslenska loðdýra-
bændur síðan.
Verðsveiflur á
loðskinnum
Hvað viltu segja um
verðsveiflur þær sem eru á
loðskiimamarkaði?
Síðasti áratugur var okkur óhag-
stæður. Pó komu góð ár inni á
milli með gott verð, sem nægði til
að koma búum á réttan kjöl.
Verðsveiflur eru tíðari á refa-
skinnum en á minkaskinnum.
Ástæðan er að minkurinn hefur
meðal hárlengd, refurinn er lang-
hærður, lambskinn (Karakúl,
Bukhara, Suakar) og selskinn eru
stutthærð og sveiflan er á milli
þessara tveggja póla, stutthærðra
og langhærðra skinna. Minka-
skinn lenda því helmingi oftar í
sveiflunni heldur en hin skinnin.
Síðasta lægð eða lágmarksverð
á refaskinnum var fyrir tveimur
árum. Þar áður árið 1979 og nú er
sú þriðja. Svo hækkar verðið upp
úr öllu valdi, stundum tvöfaldast
það.
Staðan á markaðinum er nú
þannig að Vesturlönd og Austur-
lönd fjær geta tekið við um 30
milljónum minkaskinna, Sovét-
blokkin um 7 milljónum, en fram-
leidd eru um 44 milljón skinn, ef
allt er tekið með.
Ganga þá um 7 milljónir
minkaskúuia af?
Já, í haust eða var voru enn óseld
allt að 5 milljónum minkaskinna
þegar vetrarvertíðin byrjaði.
Þó að ekki sé offramboð á blá-
refa- og skuggarefaskinnum, þá
verkar offramboðið á minka-
skinnum þannig að verð lækkar á
refaskinnum. Konur kaupa frekar
minkapels en refakápu að öðru
jöfnu. Ég held þrátt fyrir allt að
ekki sé ástæða til svartsýni og það
eigi að halda áfram uppbyggingu
hér af fullum krafti.
Mörgum þótti gott verð á refa-
skinnum upp úr miðjum síðasta
áratug. Þá fengust t.d. 70 sterl-
ingspund fyrir skinn af refaaf-
brigðinu pólsk sírena. Það er um
4300 kr. á núverandi gengi.
Þeir greiddu götu
loðdýraræktar.
Ég vil minnast á nokkra menn sem
voru mjög hjálplegir við að koma
refarækt á fót á ný hér á landi. Þar
má nefna Englendinginn Cyril
Fullaway, Sigurjón Bláfeld,
Skotann Blake Mundell, Stein-
grím Hermannsson, þáverandi
landbúnaðarráðherra, Hákon Sig-
urgrímsson þá aðstoðarmann hans
og Hauk Jörundarson skrifstofu-
stjóra. Þessir menn stuðluðu allir
að framgangi refaræktarinnar hér.
Síðast en ekki síst er svo vert að
geta þeirra fjögurra loðdýrabúa
nyrðra sem tóku þátt í tilraun
þeirri sem hófst fyrir 6—7 árum til
að endurreisa refaræktina. Ég var
hálfhræddur um að fyrsta gotið
árið 1980 mundi misfarast hjá
refnum eins og hjá minknum ára-
tug fyrr.
Sumarið 1980 voru margir
áhugasamir um að stofna ný refa-
bú. Sú þróun hefur haldið stans-
laust áfram síðan hvort sem hyggi-
legt hefði verið að láta þessi 4 bú
sem hófu refarækt halda áfram ein
sér og sjá hverju fram yndi, eins
og upphaflega var ætlunin.
Félagsstarf og þjónusta Sam-
bands íslenskra loðdýraræktenda
hefur gengið mjög vel. SÍL hefur í
þjónustu sinni starfsfólk sem fylgir
málum vel eftir.
Freyr 315