Freyr - 15.04.1986, Blaðsíða 25
ingu minka. í refnum hjá mér
sparar hún heilan mann.
Sama máli gegnir með fóð-
urgjafavélar. Með fóðurgj afavél
afkastar einn maður á hálftíma til
klukkutíma dagsverki duglegs
manns án vélar.
Þetta ættu þeir að hafa í huga
sem hyggja á loðdýrarækt og
hanna húsin þannig að þeir geti
komið við vélvæðingu.
Hvað ert þú með stórt
loðdýrabú?
Ég er með tvö þúsund og eitt
hundrað minkalæður og tæplega
sex hundruð refalæður.
Hvað viltu segja um núverandi
stað loðdýrabúsins?
Búið á Böggvisstöðum er of ná-
lægt Dalvíkurbæ og grunnurinn er
óhentugur, djúpt niður á fast.
Hvemig var útkoman á
loðdýrabúinu á Böggvisstöðum
á sl. ári?
Hún var mjög góð, nema ég varð
fyrir áfalli í refaræktinni, eins og
allir aðrir loðdýrabændur hér á
eyfirska fóðursvæðinu.
Útkoman á minkabúinu varð
4,6 hvolpar á læðu að meðaltali og
það telst gott.
Ég er ekki að öllu leyti sammála
því að litlu fjölskyldubúin séu hag-
kvæm. Að vísu er það rétt að
menn fylgjast efalaust vel með
dýrunum og betur en á stórum
búum. Það er stundum vitnað í
einn og einn sem er með lítið
loðdýrabú, hvað hann hafi góða
útkomu. En ég get kannski tekið
gang í búinu hjá mér þar sem eru
hundrað eða tvö hundruð læður
og útkoman á þeim hluta getur
verið á heimsmælikvarða. Ef ég
hinsvegar deildi búi mínu upp í
tuttugu bú, fengi ég kannski þrjú
— fjögur léleg og einhvern fjölda
miðlungs og í þriðja lagi talsvert
mörg framúrskarandi bú, þannig
að þarna er margs að gæta.
Minkaskinn frá Böggvisstaðabúinu.
Leiðbeiningaþjónustu þarf að
auka.
Það vantar meiri leiðbeininga-
þjónustu. Við vitum um og fylgj-
umst með aðilum í loðdýrarækt,
sem einangra sig og leita ekki
fræðslu. Heimsækja ekki eða ræða
við aðra starfsbræður og fara mjög
flatt á því. Það er ekki til fyrir-
myndar. Það er mikilvægt að þeir
sem eru að byrja loðdýrarækt ræði
við hina sem eru byrjaðir og fylg-
ist með þeim, eða leiti til leiðbein-
enda. Én ráðunautar í loðdýra-
rækt eru ekki á hverju strái. Nú
eru hér á landi tveir ráðunautar í
greininni og það er of lítið. Það
þarf að fylgjast vel með öllum
loðdýrabændum á hverju svæði úr
því verið er að leyfa mönnum að
fara út í þessa búgrein.
Sumir bændur hafa farið út í
loðdýrarækt án þess að hafa
reynslu í henni og þá jafnframt
hætt við hefðbundinn búskap. Það
þarf að fylgjast með þessum
mönnum, leiðbeina þeim og grípa
inn í, ef eitthvað er að. Við vitum
um bú sem eiga í vandræðum.
Þessum mönnum er ekki sinnt
nóg.
En hvað um héraðsráðunauta?
Þeir leiðbeina sjálfsagt eitthvað,
og sem betur fer standa margir
loðdýrabændur sig vel.
Svo við víkjum að öðru, þú varst
með þína eigin fóðurstöð til að
byrja með. Hvemig gekk það?
Þegar við byrjuðum, urðum við að
byrja með stóra einingu, því við
þurftum að framleiða fóðrið og
verka skinn sjálfir. En þá stóð
hnífurinn í kúnni, þegar ég vildi
stækka búið enn meir. Stjórnvöld
reyndust á öðru máli, þar rak ég
mig á vegg. í Danmörku er talið
lágmark að vera með 4000 minka-
læður til þess að geta rekið fóð-
urstöð. Ég byrjaði með þúsund
læður og sótti fljótlega um að
fjölga í tvö þúsund og fimm
hundruð læður. Mér var neitað.
Ég var svo hægt og bítandi að
baksa þessu upp í 3000 læður
næstu tíu árin, og þurfti jafnframt
að reka fóðurstöð, þó óhagkvæmt
væri.
Ég hef aldrei skilið þessa tregðu
yfirvalda, sérstaklega þegar þess
er gætt hve mikils gjaldeyris loð-
dýraræktin aflar.
Freyr 305