Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1986, Blaðsíða 29

Freyr - 15.04.1986, Blaðsíða 29
Lokunarbúnaður. Reynir lokar hvolpahúsum með þessum römmum á veturna. hreiðurkassinn settur inn í búrið. Hins vegar er búr sem er 2,40 m á lengd, + 0,90 m, þar sem hreiður- kassinn er hafður við hliðina á búrinu og búrið sjálft er tveir metrar. Munurinn á þessu við daglega hirðingu er þannig í stuttu máli, að þegar hvolparnir byrja át- ið, er reynslan sú að þeir sóða kassann út og það er fyrirhafnar- samt að halda honum hreinum, þ. e. a. s. þeim búrum sem eru 2,40 m. Þá þarf að fara inn í kassann með stafinn og hreinsa hann upp. Aftur á móti þar sem búrið er 1,20 m og kassinn er settur inn í búrið, þá er kassanum bara hvolft við og þá hætta dýrin að sóða hann út. Þetta er feiki- mikill vinnusparnaður. Síðan er peningahliðin, það virðist vera nóg að hafa læðuna í búri sem er einn og tuttugu til þess að hún komi upp sínum hvolpum, sem segir blátt áfram það, að búr sem er tveir og fjörtíu er helmingi of stórt. Það er líka kostur við minna búrið að læðan getur þar farið upp á kassa og hvílt sig fyrir hvolp- unum.“ Ertu farinn að nota minni búrin? Við smíðuðum þessi búr fyrir tveimur árum eftir finnskri fyrir- mynd, þannig að við höfum látið fara fram tvö got í þessum búrum. Og ef ég ætla að búa með ref sem ég býst við að ég geri, þá kem ég til með að breyta öllum mínum búrum þannig. I húsi sem er ætlað hundrað og fimmtíu læðum get ég með þessu fyrirkomulagi haft tvö- hundruð og fimmtíu læður. Ég tel fyrirkomulagið með móðurhús (eldishús) og hvolpahús eiga ekk- ert síður við refi heldur en minka. Fóðurstöðin skapar mikil verðmæti Reynir Barðdal er forstöðumaður fóðurstöðvarinnar í Melrakka hf. Skagfirskir loðdýrabændur stofn- uðu fyrirtækið árið 1983 og keyptu þá hús og vélar af Loðfeldi hf. Fóðurstöðin framleiðir fóður fyrir bændur í héraðinu og víðar, og skapar mikil verðmæti að sögn Reynis. Þar er nýttur fiskúr- gangur, selkjöt og alls konar inn- matur. Fiskurinn kemur daglega frá frystihúsunum á Sauðárkróki, þau Hvolpahús byggt eftir landslagi. Opnar hliðar og opinn mcenir. Á veturna er hliðunum lokað með plastklœddum trérömmum. Freyr 309

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.