Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 4

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 4
Vitnisburður Vernharðs í Holti um Hey-Taddana okkar Ný, hagkvæmari tækni við heyverkun. Vernharður Sigurgrímsson, Holti II, Stokkseyrarhreppi, segir: „Ég notaði Hey-Tadda (heyrúllupoka) í fyrrasumar og tel þetta mjög hagkvæma heyverkunaraðferð. Hún er alls ekki dýrari en aðrar aðferðir, t.d. súgþurrkun en heyið verkast mun betur. Eitt sinn hirti ég hólfþurrt hey af sama teig í Hey-Tadda og i súg- þurrkun. Pokaheyið reyndist lystugra, kýrnar ótu það langt- um betur. Besta verkun næst, fói heyið að þorna einn dag." Hey-Taddarnir öruggir. „I fyrra tók ég 200 Hey-Tadda frá Plastprenti. Aðeins einn Taddi ónýttist, fyrir slysni. Ég reyndi einnig útlenda poka, þynnri gerð, en það komu myglublettir við saumana. Taddarnir eru alveg lausir við slíkt. Við lofttæmum alla pokana með ryksugu það auðveldar lokun og flýtir fyrir verkun." Taddi er fornt heiti á poka. Plastprent vill nú gæða petta ágæta orð lífi að-nýju. Stórminnkuð áhrif ótíðar. „Ég hef ekki pokað mjög blautt grasen tilraun sýndi að ekki sak- aði þótt grænfóðurværi pokað blautt í Hey-Tadda. Pokarnir geta staðið úti fram eftir vetri, varðir vindi og skepnum. Það sparar hlöðurými. Hjó mér stóðu úti 20 Taddar með þurrkuðu byggi fram að jólum. Ég er þess fullviss að pokun er verkunaraðferð framtíðarinnar. Hey þarf aldrei að hrekjast. Þurrhey má poka á svipstundu, byrji að rigna. Ég geri ráð fyrir að pakka í 400 Hey-Tadda í sumar." f Plastprent hf. Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf. Höfðabakka 9. Sími 685600. ARGUS/SÍA

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.