Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 9

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 9
skrifræði og kaupskap að baki. Að vísu þykir í lagi að kvelja tóruna úr villtum dýrum sé það fínt og skemmtun að. Selurinn var verð- laus ger gegnum svona vorkunn og er nú meindýr. Sama hrekkinn á sömu forsendum er nú unnið að að gera hvalnum. Hvort er það ekki sami hrekk- urinn sem sjómenn gera ýmsum fuglategundum og sjálfum sér með því að nenna ekki að gera annað við slógið en að henda því fyrir borð á úthafsveiðum? Bjargfuglsveiðar lögðust mikið af vegna áhættu. En við sem stát- um af hugviti sem útflutningsvöru ættum að geta bætt aðbúð til þeirra og nýtt þessi föng, líkt og hefur verið gert fyrir aðrar veiðar. Við viljum hafa fugl á borðum og ölum hann á innfluttu fóðri, einnig svín. Þannig myndast neysluvenjur, en bragðlaukarnir eru temjanlegir þó að gikksháttur- inn ríði nú að jafnaði ekki við einteyming. Ég vona að það teljist ekki atvinnurógur þó að ég segi að mér bragðast betur átan af villtum fugli en búröldum. Svínakjöt er kallað hátíðarréttur. Ég hef hins vegar étið sel hvunndags alla mína tíð enda þykir mér hann betri. Margföld reynsla er komin á það að æðarvarp spillist þar sem ekki er stöðug búseta. Að búa á afskekktum stöðum sem bjóða upp á gagn til heima- nota eins og ég hefi verið að nefna hér er ekki neitt fyrir einyrkja. Gagnið verður ekkert nema nóg sé lið til verkaskiptingar og sam- vinnu. Það verður heldur ekki gagn nema að því sé búið. Það verður ekki að því búið nema fleiri störf séu með sem binda fólkið. Það þarf líka markaðsvöru. Nútíminn vill fleira en skapað verður heima þó að vel sé nýtt. Hlunnindi kalla á búsetu, önnur störf þarf til að festa hana. Það gera hefðbundnu búgreinarnar, þetta herjans vandamál nútímans. En fleira kann að geta orðið til Selskinn að þorna milli þvottar og spýtingar. (Ljósm. Anna Guðrún Pórhallsdóttir). Eysteinn G. Gíslason í Skáleyjum og Jens Valdimarsson, kaupmaður hans, að spýta selskinn. (Ljósm. Anna Guðrún Pórhallsdóttir). þess. Það verður ekki að því búið nema af fólki sem finnur sig í starfinu. Með heimskuna að akkeri eða gróðafrekjuna að afl- gjafa verður ekkert. Auðn lands veldur oft eignar- hald á því. Þeir sem eiga og ráða hafa gaman af því og nokkurt gagn þó að spillt sé og láta ekki laust þó að aðrir vildu búa að. Þeir tor- velda þannig nágrönnum búset- una eða að orðið geti nokkurt samfélag. Ellegar þá að setið er af vana og áhugaleysi heimskunnar. Þó að ég mæli ekki með stað- festuleysi er það oft svo að fólk vill skipta um og það þarf að auðvelda svo að maður geti komið í manns stað frekar en að eyða land. Ég verð þó að horfast í augu við þá staðreynd hve torvelt er að hafa verðmæti í almennings eign. Veldur það mest sú árátta landans Frh. á bls. 614. Freyr 601

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.