Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 15
Fyrsta hreiður œðarkollufrá uppeldisárgangi 1982. Á myndinni eru Ágúst Á. Jónsson
til vinstri og Árni G. Pétursson til hœgri. (Ljósm. Guðný Ágústsdóttir).
voru blikar með kollum sínum á
vatninu hluta dags, og eitt sinn sá
ég kollu kl. 2.30 að nóttu fylgja
maka sínum áleiðis frá vatni til
sjávar, en snúa við og fljúga sjálf
til varps.
Hinn 15. júní leiddi fyrsta ali-
kollan út, fór á vatnið með ungana
sína fjóra í heiðursfylgd 23 vinkoll-
na sem dáðust að framtaki hennar
og myndarskap. Hún var vör um
sig á vatninu fyrir okkur heima-
fólki og kom ekki heim á hlað að
sýna ungana fyrr en á öðrum degi
frá útleiðslu. Eins og áður greinir
er vatnið sem næst lífvana af æð-
arfóðri, og hefur kollan að líkind-
um leitað heim í von um að ungar
hennar fengju sömu umönnun og
viðurværi og hún fékk í uppeldi
1982, en heima mætti henni mikill
ófögnuður, hlaðið þéttsetið unga-
hjörð og nokkrum kollum. Hún
var vonsvikin og vildi ekki þýðast
heimafólk, var á varðbergi, tor-
tryggin, neytti aðeins smávegis af
því sem fram var borið og hvarf til
sjávar samdægurs. í aðra röndina
þótti mér vænt um að hún skyldi
láta sjálfsbjargarhvötina ráða
áður en í óefni var komið.
Mig furðaði sú launung og felur
sem þessar uppeldiskollur mínar
höfðu á tilhugalífi sínu, varpsetu
og útungun. Kona mín sagði að
þær væru hræddar um að ég
mundi ræna frá þeim ungunum.
Aðrar kollur sem voru ekki í varp-
hugleiðingum sýndu allt aðra
hegðun. Ekki var vitað til að blik-
ar af alistofni hefðu viðlegu á
Vatnsenda, en á sjávarlóð við
íbúðarhús á Raufarhöfn var bliki
sem hegðaði sér óvenjulega.
Hann hélt sig þar allt sumarið með
kollu og átta unga. Hann var móð-
urskip fyrir ungana svo lengi se,n
þeir komust fyrir á baki hans, og
mætti í varnarhug fólki sem nálg-
aðist fjöruborðið.
Ungauppeldi
Ungar og ábrotin egg voru tekin í
hreiðrum í varplandi 5. og 7. júní
og tveir eftirlegu ungar, Matti
minnstur og Hólmaskítur, í varpi
14. júní, samtals 37 ungar. Fjórir
hurfu úr stíu á öðrum sólarhring,
einn var aflífaður 21.júní og einn
týndist 30. júní og var því 31 ungi
er uppeldi lauk. Sjö gæsarungar
voru teknir í hreiðri 5. júní, einn
þeirra hvarf á öðrum degi, en
hinir sex voru í byrjun fóðraðir
með æðarungunum. Ungamir vom
settir í útistíu sólarhringsgamlir og
komu ekki til dvalar inn í hús úr
því. Stían var einangruð í hólf og
gólf með 2ja tommu þykku piasti.
Engum vandkvæðum var bundið
að halda góðum aðbúnaði í stíu án
hitagjafa.
Að þessu sinni var m. a. gerður
samanburður á vali unganna á
byrjunarfóðri, sem þeir gengu
frjálst að fyrstu vikurnar. Fóð-
urtegundir sem þeir gátu valið um
var danskt laxaseiðafóður, danskt
vaxtarfóður andarunga, byrjun-
arfóður lífkjúklinga frá MR og
karfamjöl. Einnig höfðu þeir að-
gang að vítamínblöndu (premex),
sem ætluð var til íblöndunar í
gæsarungafóður, og mulið heil-
hveitibrauð fengu þeir fyrstu dag-
ana á meðan þeir voru að læra
átið. Skeljasandur var notaður í
undirburð. Danska fóðrið var
kögglað, en MR-fóðrið og að
sjálfsögðu karfamjölið í mjöl-
formi.
Ungarnir völdu kögglaða fóðrið
í flestum tilvikum fremur en mjöl-
ið, laxafóðrið var þar áberandi
vinsælast. Því miður reyndust
kögglar í lágmarki og varð því að
breyta yfir í annað fóður fyrr en
skyldi. Síðar urðu oftar fóður-
skipti en ég hefði kosið, og leiddi
það af sér óánægju hjá ungunum
hverju sinni. Ungar eru mjög ná-
kvæmir varðandi daglega um-
gengni, rétta fóðrun og að ekki
séu oft fóðurbreytingar. Rysjótt
tíð og ógæftir orsökuðu að ung-
arnir fengu ekki nægilegt fiskmeti
áður en þeir voru fluttir til sjávar,
og ekki næga þjálfun í köfun eftir
æti á dýpi. Af vangá varð þurrð á
fótmerkjum frá Náttúrufræði-
stofnun íslands, og voru ungar því
fluttir til sjávar 7—10 dögum síðar
en átti að vera. Engin búseta var á
Oddsstöðum um þær mundir, sem
hefði verið betra til að samhæfa þá
breyttum aðstæðum fyrstu dagana
eftir flutning. Framantalin atriði
tel ég að hafi haft áhrif á þróun
mála við uppeldi æðarunga á
Vatnsenda 1985.
Vikugamlir fengu ungarnir að
sulla í vatnsbala. Hálfsmánaðar-
gamlir iðkuðu þeir sund og köfun
á Fremravatni að vild og undu þar
öllum stundum. Þeir voru þá
orðnir vatnsþolnir, sumir urðu
Freyr 607