Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 27
Blárefalœða sem var pöruð en hefur ekki
bletti á legvegg. Læðan hefur annað
hvort ekki frjóvgast (ófrjór högni?) eða
hefur misst fóstrin á fyrstu 16 meðgöngu-
dögunum.
sömu reglum með talningu og út-
reikninga hjá báðum dýrateg-
undum.
Hvað minkunum viðkemur má
nefna að síðustu 23 daga með-
göngutímans mynda fóstrin greini-
lega bletti en þeir sjást þó aðeins í
fáar vikur eftir fæðingu eða áætl-
aðan fæðingartíma. Þess vegna er
ekki unnt að greina bletti hjá
mink eftir feldun að hausti. Rann-
sóknir á fósturdauða hjá minkum
verður því að framkvæma í maí og
snemma í júní.
Niðurstöður þessara rannsókna
hafa ekki verið metnar tölfræði-
lega heldur eingöngu reiknuð ein-
föld meðaltöl. Við nákvæmari
rannsóknir síðar meir verður að
beita tölfræðilegum uppgjörsað-
ferðum.
Framkvæmd rannsóknariimar.
í október 1982 var haft samband
við hóp refa- og finnracconbænda
svo hægt væri að rannsaka læðu-
skrokkana eftir feldun í nóvem-
ber-desember í leit að ummerkj-
um fósturdauða eftir 17. með-
göngudag. Til endanlegs uppgjörs
voru teknar niðurstöður frá 8 blá-
refabúum og tveimur finnraccon-
búum. Nokkrir silfurrefir voru
rannsakaðir en ekki teknir með í
Blárefalœða sem var talin hafa parast en
reyndist geld. Lœðan hefur þó verið
hvolpafull í a. m. k. 17 daga og misst
samtals 15 fóstur.
uppgjöri vegna þess hve fáir þeir
voru.
Blárefir.
Læðurnar sem teknar voru með í
töflurnar hér á eftir voru allar ein-
til fjórparaðar og annað hvort
gutu eða voru skráðar geldar.
Þegar paranir voru tvær eða fleiri
voru nær alltaf notaðir fleiri en
einn högni, þ. e. a. s. krossparað.
Þær læður sem skráð var að hefðu
látið voru ekki teknar með í upp-
gjöri. Sömuleiðis voru útilokaðar
þær læður sem bóndinn vissi að
höfðu gotið en höfðu misst undan
sér alla hvolpana þegar að endan-
legri talningu kom.
Hvolparnir eru yfirleitt taldir á
fyrstu 3—4 sólarhringunum eftir
gotið. Hvolpadauði frá goti fram
Blárefalœða sem gaut 11 hvolpum. Sjá
má 8+9=17 bletti sem þýðir að læðan
hefur misst 6 fóstur frá 17. meðgöngudegi
fram að goti. Fósturdauði eftir 17. rneð-
göngudag telst því 35% hjá þessari lœðu.
að talningu eykur reiknaðan fóst-
urdauða og verður að minnast
þess þegar niðurstöðurnar eru at-
hugaðar, bæði á einstökum búum
og við samanburð milli búa.
Hvolpar sem skráðir voru
dauðfæddir en fullburða eru tekn-
ir með í fjölda fæddra hvolpa.
I töflu 1 sjást niðurstöður frá
fjórum refabúum sem lögðu til
162 blárefalæður sem allar höfðu
gotið. í töflunni sést að ársgömlu
læðurnar höfðu að meðaltali fleiri
legbletti og áttu fleiri hvolpa en
eldri læðurnar. Það að eldri læð-
urnar áttu í þessari rannsókn færri
fædda hvolpa en þær ársgömlu
getur verið vegna þess að tiltölu-
lega fleiri fyrstaárslæður voru
feldaðar og þar með lentu hlut-
fallslega margar ungar læður með
stór got með í rannsóknina.
Tafla 1. Meðalfjöldi bletta og hvolpa og fósturdauði eftir 17. meðgöngudag, hjá
blárefalæðum sem gutu.
Fjöldi bletta hjá: Fjöldi hvolpa hjá: Fósturdauði hjá:
Bú nr. 1 árs læðum. Eldri læðum. 1 árs læðum. Eldri læðum. 1. árs 1. Eldri 1.
1 ........ 13,6 (25) 11,5 (15) 7,4 7,0 45,7% 40,0%
2 ........ 15,6 (5) 14,3 (15) 1.0,2 12,2 34,6% 14,5%
3 ........ 12,9 (13) 11,5 (4) 9,5 9,0 26,8% 21,7%
4 ........ 13,3 (43) 11,7 (29) 6,5 4,2 51,2% 63,9%
Meðaltal: 13,4 (86) 12,0 (76) 7,4 7,1 44,9% 41,0%
( ) = fjöldi læðna
Freyr 619