Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 25

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 25
Uppskera Uppskera 1983 1984 Tafla 1. tonn/1000m2 hlutfall tonn/lOOOm2 hlutfall Viðmiðun.............................. 1,98 ■ 100 1,88 100 2kgOsmocote .......................... 1,96 99 2,01 107 4kgOsmocote .......................... 2,12 107 1,82 97 ókgOsmocote .......................... 2,17 110 1,82 97 8kgOsmocote .......................... 1,91 96 1.58 84 2kgNutricote ......................... 2,18 110 1,97 105 4kgNutricote ....................... 2,04 103 2,20 117 ókgNutricote ......................... 2,34 118 2,38 127 8kgNutricote ......................... 2,11 107 2,18 116 raun og hámarksuppskera fæst bæði árin með notkun 6 kg í hvern rúmmetra. Þess má geta að sænskt fyrirtæki sem framleiðir torfmold fyrir upp- eldi, „Svenska Torv, Kronmull“ framleiðir torf, íblandað Nutri- cote. Talsverð reynsla er komin á þessi efni og þau hafa m. a. verið reynd við eftirfarandi ræktun. Tómstundaræktun: Þar hefir notkun verið nokkur og svo að sjá að árangur hafi verið góður og áhrif langvinn þótt úr- koma hafi á stundum verið mikil. Matjurtarrækt: Þar kemur bæði til greina að nota þeirra áburð við uppeldi, eða dreifa áburði samhliða plöntun. Ef notaðar eru plöntunarvélar eru þær búnar sérstökum dreifara sem fellir áburð niður samhliða plönt- un. Fer þá áburður í rás samhliða plöntunum. Ræktun matjurta í gróðurhúsum: Á þessu sviði hefir notkun einkum beinst að salatræktun og er svo að sjá að þessar áburðartegundir henti þar einkar vel. Pottaplöntur: Þar er notkun þessara efna einkar hentug, bæði sökum þess að hægt er að fækka gjöfum í ræktun veru- lega og þess að vænta að plöntur standi Setur hjá kaupanda og minni hætta á útskolun og næring- arskorti um alllangt skeið. Sumarblóm og fjölærar plöntur: Þessar áburðartegundir hafa verið notaðar í verulegum mæli við plöntuuppeldi og með næsta góð- um árangri. Hætta á of miklum grunnáburði er miklu minni en með hefðbundnum áburði og plöntur hafa nokkurn forða á endanlegum vaxtarstað. Trjáplöntuuppeldi: Langmest magn þessara áburðar- efna er notað á þessu sviði, ekki síst þegar plöntur eru ræktaðar í allstórum pottum, en sú aðferð ryður sér æ meir til rúms erlendis. Hefir árangur yfirleitt verið mjög góður, og kemur ekki síst til góða ef veðurfar er úrkomusamt og útskolun venjulegra tilbúinna áburðarefna er mikil, en hér leysast efnin upp smám saman og koma plöntum þá fremur að gagni. Grasfletir: Við sáningu eða þakningu gras- flata koma þessi efni sterklega til greina. Ef sáð er snemma er t. d. Nutr- icote (140 daga) mjög athugandi. Beð með trjám og runnum: Þar hefir notkun þessara efna reynst mjög vel. Það fer eftir því hvaða tegundir eru notaðar og hvernig ræktun er háttað, hvaða gerð áburðar er notuð. Svipuðu máli skiptir um aldin og berja- rækt. Þetta yfirlit er engan veginn tæmandi en gefur vonandi hug- mynd um hvað er á ferð og hverjir eru kostir þessara efna umfram hefðbundin efni. Freyr 617

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.