Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 32

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 32
\ Ritfregnir Hrossaræktin, 1. árgangnr. Út er komið ritið Hrossaræktin 1. árgangur, útgefandi er Búnaðarfé- lag íslands en ritstjóri er Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunaut- ur félagsins. í formála ritsins segir: „Stjórn Búnaðarfélags íslands ákvað fyrir nokkrum árum að færa birtingu á skýrslum um búfjárrækt úr Búnaðarritinu í aðgreind rit og hafa 2—3 árbækur komið út und- anfarin ár um sauðfjárrækt og nautgriparækt. Um hrossarækt hefur fátt verið ritað í Búnaðarrit- ið um langt árabil, en efni verið birt í búnaðarblaðinu Frey. Frá árinu 1961 hefur mestur hluti ættbókar komið út í tímarit- inu „Hestinum okkar“ sem Lands- samband hestamanna gefur út. Á síðasta ári var ákveðið að tölvufæra tölfræðilegt efni hrossa- ræktar svo sem skrá yfir ættbók- arnúmer og kynbótadóma, sem auðveldaði útgáfu og frekari vinnslu og rannsóknir á þessu sviði. Áður hefur dr. Þorvaldur Árnason, búfjárfræðingur, tölvu- sett kynbótadóma frá árinu 1961—1985, er hann vann að doktorsritgerð sinni og formúlu þeirri er kynbótaspá reiknast eftir. Er nú hugmyndin að í framtíðinni verði árlega birt í ritinu auk nýrra dóma, kynbótaspár fyrir ungu hrossin en kynbótaeinkunnir fyrir þau eldri. Auk þessa mun birtast annað efni hvers árs og jafnvel eldri ritgerðir og fróðleikur í öðru formi, viðkomandi hrossaræktar- starfinu." Meðal efnis ritsins að þessu sinni eru: „Forskoðun kynbóta- hrossa vorið 1986“. Greinargerð um hryssusæðingar", eftir Þor- stein Ólafsson dýralækni. „Stóð- hestaeign hrossaræktarsambanda og einstaklinga". „Kynbóta- einkunnir hrossa 1985“, eftir Guð- mund Birki Þorkelsson. „Hrossa- ræktun 1985“, starfsskýrsla hrossaræktarráðunautar til Bún- aðarþings. Upplýsingar um stóð- hesta til leigu og leigutaxta, frá Stóðhestastöð. „Framlög til hrossa- ræktarsambanda, félaga og búa“ og að lokum má nefna það efni sem tekur mest rúm í ritinu en það er nafna- og númeraskrá yfir ætt- bókarfærð kynbótahross frá árun- um 1961—1985, 67 síður alls. Með þessu riti hefur starfsemi Búnaðarfélags íslands í hrossa- rækt stofnað til sinnar eigin útgáfu til jafns við sauðfjárrækt og naut- griparækt og er það fagnaðarefni. Ritið kostar kr. 250 í áskrift en kr. 300 í lausasölu og fæst hjá Búnað- arfélagi íslands. M. E. Vothey, fræðslurit B.í. 624 Freyr Út er komið ritið Vothey, fræðslu- rit Búnaðarfélags íslands, nr. 7, 1986. Höfundar þess eru þrír ráðunautar félagsins, þeir Jón Árnason fóðurráðunautur, Magn- ús Sigsteinsson bútækniráðunaut- ur og Óttar Geirsson jarðræktar- ráðunautur. Ritinu er skipt í eftirfarandi kafla: Hvers vegna vothey? Verk- un votheys. Hráefni til votheys- gerðar. Hirt í vothey. Votheys- geymslur. Tækni við slátt og hirð- ingu í vothey. Losun votheys úr geymslum og flutningur til grip- anna og Votheysfóðrun. Margar myndir eru í ritinu. Fræðsluritið Vothey hefur að geyma mikinn fróðleik fyrir alla þá sem verka og fóðra með vot- heyi og ekki síður fyrir þá sem hyggjast taka upp þá verkunarað- ferð. Ritið er 38 síður og kostar kr. 200. Það fæst hjá Búnaðarfélagi íslands og öllum búnaðarsam- böndum á landinu. M.E.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.