Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 28

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 28
Tafla 2. Paraðar en geldar blárefalæður: Meðalfjöldl bletta hjá öllum geldlæð- um, meðalfjöldl bletta hjá geldlæðum með bletti og hundraðshluti geldlæðna með bletti. Hundraðshluti Meðalfjöldi bletta Meðalfjöldi bletta geldlæðna Bú nr. hjá öllum geldlæðum. hjá geldlæðum með bletti með bletti. 1 3,7 (21) 8,7 (9) 42,9% 3 5,7 (11) 9,0 (7) 63,6% 4 4,7 (77) 9,6 (34) 44,2% 5 7,7 (24) 11,5 (16) 66,7% 6 4,4 (13) 8,1 (7) 53,8% 7 8,1 (10) 11,6 (7) 70,0% 8 3,8 (19) 9,1 (8) 42,1% Meðaltal 4,9 (175) ( ) = fjöldi læðna 9,8 (88) 50,3% Tafla 3. Meðalfjöldi bletta og hvolpa og fósturdauði eftir 17. meðgöngudag hjá flnnraccoonlæðum sem gutu. Fjöldi bletta hjá: Fjöldi hvolpa hjá: Fósturdauði hjá: Bú nr. 1 árs læð. Eldri læð. 1 árs læð. Eldri læð. 1 árs læð. Eldri læð. 1 9,2 (9) 5,2 (9) 43,4% 2 9,0 (6) — 5,5 (6) 38,9% Meðaltal 9,1 (15) 5,3 (15) 41,6% ( ) = fjöldi læðna Fósturdauðinn var mestur hjá unglæðunum (44,9%) sem sýnir sömu tilhneigingu og fram kom í norskum rannsóknum (Einarsson, 1982), en þar reyndist vera 25,2% fósturdauði eftir 17. meðgöngu- dag hjá ungum læðum en 14,2 hjá þeim eldri. Þess skal getið að í norsku rannsókninni voru dauðfæddir hvolpar ekki taldir með í fóstur- dauðanum og talning hvolpanna er sennilega nákvæmari en í þess- ari dönsku rannsókn. Uppgjör á fjölda fæddra hvolpa í dönsku rannsókninni byggðist á efnivið sem var ekki valinn í til- raunaskyni. Það skýrir e. t. v. að hluta þann mikla mismun á fjölda fæddra hvolpa sem fram kemur milli refabúanna fjögurra og einnig hinn mikla fósturdauða. Þessu til stuðnings skal bent á að á refabúum nr. 2 og 3 er fóstur- dauðinn mjög lítill, sem kenna má talningu mjög fljótt eftir fæðingu. í töflu 2 sést uppgjör yfir par- aðar en geldar blárefalæður á samtals 7 búum. Frá búi nr. 2 voru eingöngu rannsakaðar læður sem höfðu gotið og eru því ekki með í töflu 2. Alls voru rannsakaðar 175 geld- ar læður sem höfðu að meðaltali 4,9 legbletti. Betri upplýsingar gefur þó fjöldi bletta hjá þeim geldu læðum sem á annað borð höfðu legbletti. Hjá þeim voru blettirnir 9,8 að meðaltali sem er nokkru færra en hjá þeim læðum sem fætt höfðu hvolpa og getið er í töflu 1. Vegna þess hvernig læð- urnar völdust í rannsóknina var ekki lagt eiginlegt tölfræðilegt mat á niðurstöðurnar en ef mismunur á fjölda bletta er raunverulegur, annars vegar hjá læðum sem gutu og hins vegar geldum læðum með bletti, hafa geldlæður með bletti annað hvort færri frjóvguð egg og/ eða missa fleiri fóstur fram að 17. meðgöngudegi heldur en blárefa- læður sem fæða hvolpa. Tafla 2 sýnir einnig að helming- urinn (50,3%) af þeim geldu, en pöruðu, læðum sem rannsakaðar voru, hafa verið með fangi í meira en 17 daga. Þetta er samhljóða norsku niðurstöðunum. Athugað var hvort blettir dreifðust jafnt á hægra og vinstra leghorn. Hjá einstaka dýri var munur á en þegar á heildina er litið reyndust blettirnir jafn- dreifðir á bæði horn. 23,1% af þeim höfðu verið með fangi lengur en 17 daga. Þessar þrjár læður höfðu 6 legbletti að meðaltali. Umfjöllun og niðurstöður. Rannsóknin var framkvæmd hjá bændum og gaf til kynna að hjá ársgömlum blárefalæðum væri fósturdauði eftir 17. meðgöngu- dag 44,9% og hjá eldri læðum 41,0%. Alls voru þessar læður 162. Blettir í legi, sem nota má sem mælikvarða á fjölda fóstra frá 17. degi meðgöngu, voru að með- altali flestir hjá ársgömlu blárefa- læðunum (13,4) en voru 12,0 hjá eldri læðunum. Enginn munur var á fjölda bletta í hægra og vinstra leghorni. Niðurstöðum um fóstur- dauða verður að taka með fyrir- vara þar sem mikill munur var bæði milli búa og einstakra læðna. 175 geldar og paraðar blárefa- læður voru rannsakaðar. 50,3% af þessum geldlæðum voru með bletti í legi, þ. e. a. s. helmingur þeirra hafði gengið með fóstur í 17. daga eða lengur. ^ ^ ^ Finnraccoon. Eins og áður er nefnt voru rannsakaðar nokkrar finnraccoon- læður. Alls urðu það 15 læður sem fætt höfðu hvolpa (sjá töflu 3) og 13 sem höfðu parast en reynst geldar. Vegna þess hve fá dýr þetta eru og aðeins frá tveimur búum verður að taka niðurstöðun- um með nokkurri varúð. Að meðaltali var fjöldi legbletta hjá finnraccoonlæðum sem fætt höfðu hvolpa 9,1, fjöldi hvolpa 5,3 og fósturdauðinn 41,6%. Eins og hjá blárefunum var mikill mun- ur á læðum. Eins og sést í töflu 3 fengust eingöngu 1 árs læður til rannsóknar. Af geldu læðunum 13 voru 3 með bletti í legi, þ. e. a. s. 620 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.