Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 11
Tafla 2. Meðalfóðureyðsla á á.
Fóður Taða FE í kg. Fiskimjöl Fóðurbl. FE á FE á
Mánuður ....................... dag kg/dag af töðu g/dag g/dag dag mán.
Nóvember .......................... 18 0.97 0.36 0.35 63
Desember ............................. 31 1.38 0.53 45 0.77 23.9
Janúar ............................... 31 1.36 0.45 50 0.66 20.3
Febrúar .............................. 28 1.39 0.40 42 0.59 16.6
Mars .............................. 31 1.41 0.39 . 51 0.60 18.5
Apríl................................. 30 1.55 0.44 16 156 0.85 25.6
Maí................................... 31 1.61 0.50 25 253 1.08 33.5
Júní................................... 7 0.40 0.57 9 192 0.43 3.0
Samtals á á 207 284.2kg 7.02kg 13.9kg 0.71 14.77
0,36—0,40 FE í hverju kg.
Kjarnfóðurnotkun var nú minni
en oftast áður. Fiskimjöl, 50—80
g á kind, var gefið í Mávahlíð til
aprílbyrjunar enda var hey þar
lélegt, og einnig ám á annan vet-
ur. Fóðurblanda var eingöngu gef-
in síðustu 4 vikurnar fyrir burð svo
og á sauðburði. Eftir að sauðburð-
ur hófst var óbornum ám gefið
1,5—1,6 kg af töðu og 300 g af
fóðurblöndu (KB-146) en bornar
tvílembur á innstöðu (2—7 dagar)
fengu 500 g fóðurblöndu og um
2,2 kg af heyi daglega. Eftir að
lambær komu út var þeim gefin
taða eftir daglegu áti. Tvílembur
fengu 500 g af fóðurblöndu en
einlembur, sem hafðar voru í mýr-
arhólfi fengu, auk töðu að vild,
100 g af fiskimjöli.
Afurðir ánna.
Af 547 ám, sem lifandi voru í
byrjun sauðburðar báru 502 ær
850 lömbum, 42 ær urðu algeldar,
3 létu fóstrum, 159 urðu ein-
lembdar, 5 þrflembdar og 338 tví-
lembdar. Tví- og þrflembdar urðu
343 ær eða 68,3% sem er 4,9%-
stigum hærra hlutfall en 1984.
Hlutfall algeldra áa var nú 7,7%
og hefur það aldrei orðið eins hátt
í sögu Hestbúsins. Erfitt er að
finna haldbæra skýringu á þessum
mikla geldieika, þar sem ekki var
um lambalát að ræða. 4 ær, sem
notaðar voru í tilraunum með
flutning á frjóvguðum eggjum
milli áa, urðu algeldar þar sem
eggjaflutningurinn mistókst. Þetta
mun vera í fyrsta skipti sem slíkt er
reynt á sauðfé hér á landi, og enda
þótt það hafi nú mistekist, er full
ástæða að reyna að ná tökum á
þessari tækni, þar sem hér er um
að ræða mjög fljótvirka aðferð við
kynbætur í búfjárrækt. Dýralækn-
arnir Þorsteinn Ólafsson og
Gunnar Ö. Guðmundsson sáu um
aðgerðina.
I aprílbyrjun var hrútur settur
til 20 geldra áa og fengu þá 6 ær af
þeim og báru þær í fyrstu viku
september. 4. maí var settur
svampur í 25 geldær og þær
sprautaðar með frjósemisvaka
(PMS) þann 17. og haldið síðan
19. og 20. maí. Af þessum ám
báru 9 ær í október. Ætlunin var
svo að slátra lömbunum undan
þessum ám fyrir páska 1986. Þess-
ar haustbæru ær eru allar taldar
með geldu ánum í afurðauppgjöri.
Af 850 lömbum fæddum, voru
43 lömb dauð fyrir rúning, þar af
13 lömb sem fæddust dauð og 6
sem dóu í fæðingu. Eftir rúning og
til haustvigtunar glötuðust 32
lömb, 28 vantaði á heimtur, en
vitað var um dauða 4. í heild
misfórust því 75 lömb eða 8,8%,
sem er svipað og árið áður. Til
nytja komu 775 lömb eða 141,7
lömb eftir hverjar 100 ær sem
lifandi voru í byrjun sauðburðar.
Öll lömb, sem vegin eru að hausti,
eru talin til nytja. Við haustvigtun
vógu lömbin á fæti (svigatölur frá
1984)
310 tvfl. hr............ 36,6 kg (36,4)
287 tvfl. g............ 34,0 kg (33,4)
87 einl. h............ 44,1 kg (42,1)
91 einl. g............ 40,1 kg (39,3)
Veginn meðalþungi 775 lamba á
fæti var 36,9 kg sem er 0,4 kg
meiri þungi en 1984. Með ein-
lembingum eru taldir 32 tvílemb-
ingar og 3 þrflembingar, sem
gengu einir undir (14 hrútar, 21
gimbur). Með tvflembingum telj-
ast 11 þrflembingar (8 hrútar, 3
gimbrar) og 9 móðurlaus lömb.
Sett var á vetur 181 gimbur, þar
af eitt gemlingslamb og 19 lamb-
hrútar. Þau vógu sem hér segir:
(Svigatölur frá 1984)
15 tvfl. hr........ 44,0 kg (39,8)
139 tvfl. g........ 36,2 kg (36,1)
4 einl. hr...... 53,0 kg (44,0)
42 einl. g......... 40,8 kg (41,7)
Auk þess seldi búið sauðfjár-
sæðingarstöðvunum 7 lambhrúta,
5 tvflembingshrúta er vógu 39,0 kg
og 2 einlembingshrúta er vógu
47,0 kg að meðaltali.
Af ásetningsgimbrunum sem
taldar voru einlemingar voru 12
fæddar tvflembingar og 1 þrflemb-
ingur en gengu einar undir. Af
tvflembingsgimbrunum var ein
fædd þrílembingur.
Slátrað var 569 lömbum, sem
vógu 36,4 kg á fæti og lögðu sig
með 15,31 kg falli, 3,30 kg gæru
og 1,66 kg mör. Öll föll voru vegin
mörlaus. Þau flokkuðust þannig:
80 fóru í stjörnuflokk (14,1%),
455 fóru í I. flokk (80,0%), 17
fóru í II. flokk (3,0%), 2 fóru í III.
flokk (0,3%), 15 í II. flokk O
(2,6%).
Af 569 sláturlömbum var 416
slátrað beint af úthaga, 60 lömb-
um var beitt á kál með aðgangi að
úthaga í 4—5 vikur. Voru það
Freyr 603