Freyr - 01.01.1990, Page 10
Mjólkurframleiðsla
eykst á
heimsbyggðinni
Ársfundur Alþjóðasambands
mjólkuriðnaðarins (IDF) var hald-
inn í septembermánuði í Kaup-
nrannahöfn. Rúmlega 500 fulltrúar
frá 33 þátttökulöndum sátu fund-
inn.
Samtök afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði á íslandi gengu í IDF ekki
alls fyrir löngu og sátu íslenskir
fulltrúar fundinn í Kaupmanna-
höfn í fyrsta sinn, þeir Oskar H.
Gunnarsson, framkvæmdastjóri,
Þorsteinn Karlsson, matvælafræð-
ingur og Sævar Guðmundsson,
mjólkurbústjóri í Neskaupstað.
Mörg mál voru lögð fram á fund-
inum og ræddi í nefndum. Einnig
voru fluttir fjölmargir fyrirlestrar
um málefni mjólkuriðnaðarins.
Aðalfundurinn er æðsta stjórn IDF
og aðildarríki hafa þar jafnan at-
kvæðisrétt, en sérstök nefnd fer
nreð framkvæmdavaldið milli
þessa.
Þar kom fram á fundinum að
mjólkurframleiðsa í heiminum hafi
aukist og muni vaxa um 1-2% á
árunum 1989-1990. Hún fer
minnkandi í löndurn Efnahags-
bandalagsins en eykst í Bandaríkj-
unum og þróunarlöndum. Kúm
fjölgar í heiminum, aðallega í þró-
unarlöndunum. Næsti fundur IDF
verður haldinn í Montreal í
Kanada 1.-5. október n.k.
Heimild: Mjólkurfréttir.
Rafstýrð sauðfjárbeit.
Svíar undribúa að stjórna beit
sauðfjár með rafmagni. Rafstreng-
ur er lagður á jörðu kringum beit-
arhólf og á féð verður sett heyrnar-
tæki, sem gefur frá sér hljóð þegar
kindin nálgast kapalinn. Féð lærir
þá fljótt að forðast hljóðgjafann.
Norsk landbruk.
BÆNDASKÓLINN HÓLUM
í HJALTADAL
Námskeið við Hólaskóla
janúar - maf 1989
Hrossarœkt: Dagsetning:
Járningar 13. jan. og 14. jan.
Kynbótagildi og þjálfun hrossa 12-14. febr. og 5.-7. mars
Byggingardómar hrossa 19.-21. mars
Hœfileikar hrossa 2.-6. mars
Fiskeldi og veiðar:
Fiskeldi, grunnnám 29.jan.-l O.febr.
Veiði og vatnanýting 5.-8. febr.
Bleikjueldi 28.-30. mars
Sjókvíaeldi 23.-25. apríl
Silungsveiði 5.-8. mars
Hafbeit 14.-16. mars
Ýmis námskeið:
Bœndabókhald 14.-16 febr. og 12.-14. mars
Skattskýrslugerð 19.-21. febr.
Virðisaukaskattur 2. febr. og 9. febr.
Tölvunotkun 1 26.-28. febr.
Tölvunotkun II 2.-4. apríl
Heyverkun 26.-28. mars
Félagsmál landbúnaðarins 28.-31. mars
Málmsuða 4.-6. apríl
Skógrœkt 16.-18. maí
Námskeiðin munu verða auglýst nánar síðar. Skráning þátt-
töku er á skrifstofu skólans í síma 95-35962.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins tekur þátt í kostnaði þátt-
takenda.
Skólastjóri.