Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1990, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.1990, Blaðsíða 16
hafið útflutning á jógúrt og mjólkurís til Kanada. Kanadamenn brugðust hart við þeim innflutningi en fá ekki rönd við reist. Innan GATT var sá úrskurður felldur að hér væri farið að reglum sem aðilar hefðu gert sam- komulag um. ísland er aðili að GATT og stendur að viðræðum við bandalagið með öðr- um Norðurlöndum. Reglur GATT gera ráð fyrir ýmsum sérþörfum aðildarþjóða, t.d. varðandi framleiðslu til sjálfsþurfta og vernd- un byggðar. Mikilvægt er að samningamenn okkar gæti hér framtíðarhagsmuna lands og þjóðar. Um þessar mundir eru einnig í ganpi miklar samningaviðræður EFTA, þar sem Island er aðili, og Efnahagsbandalags Evrópu. Þessar viðræður hafa vart farið fram hjá almenningi hér á landi þar sem ísland hafði með höndum forystu þeirra f.h. EFTA á nýliðnu ári. I þessum viðræðum eru viðskipti með búvörur ekki á dagskrá. Hins vegar ber nokkuð á tortryggni meðal bændasamtaka á Norður- löndum um að hagsmunum landbúnaðar þess- ara þjóða verði fórnað í samningum um við- skipti með aðra vöruflokka. Þó að undirstaða búvöruframleiðslu séu gæði náttúrunnar; jarðvegur, vatn, andrúms- loft, varmi o.fl., er þannig ástatt um þessar mundir að reglur um samskipti manna og milliríkjasamningar hafa þar mikið að segja. Þar geta vindar snúist fljótt ekki síst þar sem náttúrleg framleiðsluskilyrði hafa síðasta orð- ið og þeim hefur verið ofboðið víða um heim á síðustu áratugum. Út frá horfum sem við blasa í nánustu framtíð er ekki unnt að boða að undanhald landbúnaðar og byggðar í dreifbýli á síðustu árum sé að snúast í sókn. Út frá fyrirliggjandi gögnum er botninum ekki náð. Þegar til nokkru lengri tíma er litið eru horfur á hinn bóginn bjartar. Ýmsir þeir þættir íslenskrar náttúru sem léku þjóðina grátt um aldir eru að verða dýrmætar auðlindir; hin ósnortna víð- átta, fallvötnin sem tóku sinn toll og voru farartálmar og eldvirkni sem þjóðin kynntist lengst af nær eingöngu í eldgosum en er einnig undirstaða þess jarðhita sem nú er nýttur. Það er þungt fyrir fæti víða í sveitum um þessar mundir. Úr þeirri stöðu þarf að spila eins og tilefni gefast til meðan beðið er betri tíma. M.E. Til áskrifenda Freys Eins og Freyr hefur borið með sér að undan- förnu hefur orðið verulegur samdráttur í auglýs- ingum í blaðinu. Pað hefur að sjálfsögðu áhrif á afkomu þess. A fundi útgáfunefndar blaðsins í lok sl. árs var ákveðið að draga úr útgáfukostnaði með því að slá saman júlíblöðunum annars vegar og ágústblöðunum hins vegar, þannig að út komi 22 blöð á árinu 1990 í stað 24 árlega áður. Akveðið var að síðufjöldi júlí- og ágústblaða ráðist af því efni sem þá bíður birtingar, þ.e. verði e.t.v. meiri en 40 síður. Með þessu fetar Freyr í fótspor ýmissa hlið- stæðra búnaðarblaða á Norðurlöndum sem koma út tvisvar í mánuði en sleppa tveimur tölublöðum á sumrin. Ritstj. írskur leiðtogi ber að svikum með kvóta Formaður Landbúnaðarfélags Ir- lands, Tom Clinton, varð að segja af sér eftir að upp komst um pretti hans með mjólkurkvóta að því er Landsbladet hermir. Kvóti Clint- ons var ekki nógu stór svo hann „leigði“ nágranna sínum nokkrar kýr. En kýrnar voru áfram á búi Clintons, og það samrýmist ekki reglum EB. Ennfremur braut hann reglur félagsins um að laus mjólk- urkvóti gangi til smærri bænda. Auk formannssætisins kostaði þetta uppátæki írann 1.260 þús. króna sekt. Þungtfyrirfæti hjá FAO Það var á hangandi hári að FAO, Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna yrði ekki gjaldþrota sl. ár, en því tókst að forða á síðasta fundi stofnunarinn- ar á sl. ári í Rómaborg. Mörg ríki í Sameinuðu þjóðunum standa ekki í skilum með gjöld sín til stofnunar- innar og er það til stórra vandræða fyrir hana. 8 Freyr 1, JANÚAR 1990

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.