Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1990, Side 17

Freyr - 01.01.1990, Side 17
Hrossum hefur fjölgað ört Búfjártalningin sl. vor leiddi í ljós að hross í landinu eru nú orðin álíka mörg og nautgripir eða um 72 þúsund. Hefur þeim fjölgað mjög mikið hin síðustu ár eða um eitt til tvö þúsund á ári og um þrjú þúsund 1987. Árið 1971 voru 36 706 hross í landinu og árið 1986 voru þau orðin rösklega 56 þúsund en sl. vor töldust þau vera eins og áður sagði um 72 þúsund. Á sama tíma hefur sauðfé fækkað um 24%. Mikill munur Pað er næstum ókleift að tala um sameiginlega landbúnaðarstefnu í Evrópubandalaginu. Munur á löndum er svo gríðarlega mikill. Meðal kúabú í Grikklandi er 3 kýr en 100 í Englandi. Um 71% af öllum bændabýlum í EB eru í Suður-Evrópu, þ.e. Grikklandi, Italíu, Spáni og Portúgal. Þar er víða að finna bú með framleiðni eins og tíðkaðist í afskekktum sveitum á Norðurlöndum milli 1920 og 1930 segir í Bondebladet. Námskeið í grisjun og viðhaldi skóga Námskeið í grisjun og viðhaldi skóga var haldið á Fljótsdalshéraði í nóvember sl. Þátttakendum var kennt að fara með þau tæki sem notuð eru til að grisja skóg og einnigfengu þeir leiðsögn í að þekkja hvað skal grisja og hvað ekki. Skógrækt ríkisins hafði yfirumsjón með grisjuninni og tóku skógar- bændur á Héraði þátt í henni. Héraðsskógar veittu sex milljónir króna til þessa verkefnis. Fénu var varið til að kaupa verkfæri, hlífðarfatnað og annars kostnaðar við námskeiðið. Mjólkurbúum fækkar í Danmörku Mjólkurbúum í Danmörku hefur fækkað um meir en 200 síðustu 10 ár. Nú eru starfandi þar í landi 73 mjólkurfélög sem reka 135 mjólkurstöðvar. Fyrir tíu árum voru 255 mjólkurfélög í Danmörku og 353 mjólkurstöðvar. 33 af þeim mjólkursamlögum sem nú eru í rekstri eru samvinnufélög en 40 eru í einkarekstri. Búrlaus hænsnabú Þær vistarverur, sem henta best á búrlausum hænsnabúum fyrir varphænur eru klefar eða skálar á mörgum hæðum með fóðrun og brynning- amippla í miðju en hreiður út með veggjum. Af samanlögðum gólffleti á a.m.k. fjórðungur að vera autt svæði með undirburði. Frá þessu segir í sviss- nesku tímariti um alifuglarækt. í Sviss verða varpbúr bönnuð frá 1991. Búrlaus hænsnabú þurfa meira eftirlit til þess að halda góðu hreinlæti og forðast þannig tjón af völdum sníkla og sýkla segir m.a. í blaðinu. Votheysverkun vaxandi í Vestur-Evrópu Votheysverkun jókst um 60% á árunum 1975 til 1985 í Vestur-Evrópu eða úr u.þ.b. 47 milljón tonnum af þurrefni í u.þ.b. 78milljón tonn. Þróun votheysverkunar í rúlluböggum hefur án efa átt sinn þátt í þessari þróun, en einnig hafa verið settir kvótar á mjólkurframleiðslu og það hvetur bændur til að nýta heimaaflað fóður betur en áður við mjólkurframleiðslu. í sumar sem leið voru trúlega verkuð um 300 milljón tonn af grasi í vothey í Vestur-Evrópu. Finnar reynast eistnesk- um bændum haukur í homi Áhugi er mikill meðal sænskra og þó einkum finnskra bænda á því að hjálpa bágstöddum starfs- bræðrum sínum í baltnesku ríkjunum, helst þó í Eistlandi. Milli þessara landa við Eystrasalt eru söguleg og menningarleg tengsl. Blaðið Landsbyg- dens Folk greinir frá því að safnað sé nú notuðum en nothæfum búvélum af öllum tegundum í Finn- landi handa eistneskum bændum. í sumum sveit- um hafi bændur á hverjum og öðrum hverjum bæ gefið vélar eða tæki í söfnunina. Og frá Eistlandi berast fréttir um að þörfin sé mikil. 1, JANÚAR 1990 Freyr 9

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.