Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1990, Blaðsíða 18

Freyr - 01.01.1990, Blaðsíða 18
Börn og hestar saman er áhugamál mitt Best af öllu er þó að það fer í vöxt að hestamennska sé fjölskylduáhugamál, segir Kolbrún Kristjánsdóttir í Rauðuvíkvið Eyjafjörð, æskulýðsfulltrúi L.H., íviðtali við Frey. Kolbrún Kristjánsdóttir. (Freysmynd J.J.D.). Ég er fædd í Reykjavík, en ég kynntist fyrst hestamennsku þar sem ég var í sveit. Ég var mikið sveitabarn og náttúrubarn og sótti í sveitina strax sem krakki. Ég var lengst af í sveit á Laxfossi í Borgar- firði hjá ágætishjónum þar. Það byrjaði þannig að móðir mín var ráðskona í laxveiðihúsununt við Norðurá sem rennur um land Laxfoss og bóndinn var að keyra möl í afleggjarana með hestakerru. Ég fór að elta hann og klifra á bak og kom mér svona innundir hjá honum. Og það varð endirinn á að ég fór að vera í sveit hjá honum á sumrin. Þá var ég sjö ára. Fékk hest í fermingargjöf Hjónin á Laxfossi gáfu mér hest í fermingargjöf. Ég gat komið þeim hesti til Reykjavíkur og upp frá því byrja ég að stunda hestamennsku á fullu fyrir sunnan. Um tvítugt flyt ég út á Seltjarn- arnes og er svo heppin að beint á móti mér voru rnenn með hesta. Þar fór ég að komast á hestbak. Varst þú ekki með reiðskóla fyrir sunnan? Ég vann í mörg ár við reiðskólann hjá Fáki, bæði í Reykjavík og á sumrin í Saltvík á Kjalarnesi. Hefurðu átt góða hesta? Já. Ég átti t.d. skjóttan hest, mjög góðan, sem Freyr hét. Hann var geysilega öflugur og mikill reið- hestur. Eftir að ég kom hingað átti ég mjög góðan hest, bleikan. Ég seldi hann reyndar í fyrra og sé mikið eftir honum. Sem betur fer hef ég kynnst mjög góðum hestum um ævina, bæði sem ég hef sjálf átt og verið með fyrir aðra. Það er skemmtilegt að umgang- ast góða hesta. Og kannski skemmtilegast af þessu öllu er að það hefur aukist nú síðari árin að hestamennska sé sameiginlegt áhugamál fjölskyldu. Þá eru for- eldrar og börn þeirra saman um þetta tómstundastarf. Hvenærfluttuð þið hingað norður? Við fluttum árið 1980 í september. Þetta var alltaf gamall draumur að komast í sveit. Maður ætlaði sér það alltaf miklu fyrr, en eins og gengur dróst þetta og dróst þangað til núna fyrir 9 árum. 10 Freyr 1, JANÚAR 1990

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.