Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 19
Ungir nemendur íreiðskóla Kolbrúnar íRauðuvík 22. júní 1987. Börnin eru ísumarbúðum U. M.S. E. íÁrskógsskóla.
Kolbrún er baka til á miðri mynd. (Freysmynd).
Við byrjuðum bara með 50 kind-
ur og svo þessi fáu hross sem við
áttum í Reykjavík, 6 reiðhesta.
Hér var gamalt fj ós sem við breytt-
um í hesthús.
Þið hafið haft fleiri járn í eldinum?
Já, við höfum unnið úti bæði, sér-
staklega fyrstu árin. Ég stundaði
dálítið tamningar hérna fyrst. En
það er ekki mjög góð aðstaða til að
stunda tamningar hér að því leyti
til að það er svo lítið um reiðvegi.
Maður er undir eins kominn upp á
þjóðveg og það er ekki gott fyrir
tryppin.
Hesthúspláss er hér lítið. Við
þyrftum að byggja hér upp, því
húsin hér eru gömul og léleg. Fyrst
og fremst þurfum við að byggja
hesthús.
Hafðir þú ekki reiðskola hérna?
Jú, á sumrin. Þá þurfti ég ekkert að
hafa hestana inni og er með girð-
ingar hérna. Ég var með reiðskóla í
ein 4-5 sumur. Það gekk ljómandi
vel.
Æskulýðsfulltrúi L.H.
En nú er ég komin með embætti
segir Kolbrún og hlær. Síðast liðin
þrjú ár hef ég verið æskulýðsfull-
trúi Landssambands hestamanna.
Það starf var sett á laggirnar til þess
að aðstoða hestamannafélögin í
landinu að efla unglingastarfið.
Við eigum mikið af unglingum sem
stunda hestamennsku og við þurf-
um að hlúa að þeim og halda um
þau svo að þau haldi áfram með
þetta áhugamál sitt. Það varð því
úr að Landssamband hestamanna
réði æskulýðsfulltrúa fyrir allt
landið. Það hefur verið það mikið
að gera í þessu starfi að ég get ekki
haft reiðskóla með því. Ég hef hins
vegar tekið námskeið með hjá
hestamannafélögum sem hafa
hóað í mig.
Hvernig kannt þú við starfið?
Mér líkar þetta mjög vel. því börn
og hestar saman er áhugamál mitt
og hefur verið lengi. Eg sé alltaf
sjálfa mig sem barn þegar ég var að
brasa í hestamennsku og enginn í
minni fjölskyldu, enginn nákom-
inn og raunar enginn sem ég þekkti
hafði áhuga á hestum. Þess vegna
er mér svo mikið í mun að krakkar
sem hafa áhuga á hestum fái ein-
hversstaðar aðstoð, ef enginn í
fjölskyldunni hefur áhuga.
Núna geta þau leitað til næsta
hestamannafélags. Þarerstarfandi
unglingadeild og þar geta þau
fengið aðstoð og upplýsingar um
t.d. verð, ef þau eru að hugsa um
að kaupa sér hest, eða reiðtygi eða
sitthvað annað. Að þessu erum við
að vinna og einnig að kynnum
barna og unglinga á milli félaga, að
þau séu ekki ein á báti í sfnu félagi
þar sem e.t.v. eru fáirá þeirra reki.
Þannig eflist þetta og ég held að
unglingar endist Iengur í hesta-
mennskunni ef þau eiga marga fé-
laga í þessu áhugamáli sínu.
Hvað hafið þið marga hesta?
Við eigum ekki mörg hross. Helst
vildi ég eiga hundrað hesta stóð.
Það er áhugamálið mitt, en maður
kemur því ekki upp svona einn,
tveir og þrír. Það tekur nokkurn
tíma.
Nú eru kröfurnar orðnar svo
miklar að maður þarf að eiga góðar
hryssur, vel ættuð hross, til þess að
þetta gangi.
Hvernig jörðer Rauðuvík?
Hérermjög grösugt oggott. Túnið
er um 26 hektarar. Hérna ofan við
veginn var gamalt býli sem hét
Hillur. Það heldur sínu nafni enn,
því það er sér veðbókarvottorð
fyrir Hillur þó engin hús séu þar
lengur. Þarna uppi á Hillunum er
mjög grösugt og mikið land því
jörðin nær til fjalls. í sumar vorum
við með stóðhest þar og leigðum út
girðingar. Stóðhesturinn var Gassi
l.JANÚAR 1990
Freyr 11