Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1990, Side 20

Freyr - 01.01.1990, Side 20
Spóla Snotrudóttir lá á sex hvolpum. frá Vorsabæ sem er mjög vinsæll núna. Hjá honum voru um 30 hryssur. Vegna landgæða er hægt að vera með töluvert af skepnum hér í Rauðuvík. Húsa- kostur mætti vera betri eins og áður var getið og það kostar sitt að byggja upp um þessar mundir. Við völdum líka í upphafi bú- grein sem brást, þ.e. loðdýrarækt. Hún gaf góð fyrirheit þegar við byrjuðum. en allir vita hvernig framhaldið hefur orðið. Við reistum 1000 m2 loðdýra- skála og öfluðum okkur bústofns. Þarna ætlaðist ég til þess að a.rn.k. annað okkar fengi vinnu til að vera heima við. Eg sá þarna fyrir mér góða atvinnumöguleika fyrir mig og hugðist svo hafa hrossin með. Ræktar íslenska fjárhundinn. Uppi á vegg í stofunni í Rauðu- vík hanga verðlaunaslaufur og verðlaunapeningar og fimm eign- arbikarar standa á sjónvarpinu. - Þetta hef ég allt fengið á tíkina mína gömlu, hana Snotru. Það voru á tímabili 4 stórir farandbik- arar hérna á Sjónvarpinu. Þess er þá að geta að þegar fréttamaður kom inn í íbúðarhúsið í Rauðuvík lágu þar á tandurhrein- um beði í forstofunni tvær íslensk- ar tíkur á hvolpum. Þær eru mæðg- ur, Spóla og Snotra, fallegar skepnur, og hvolpana átti sú yngri. Amman er bara að hjálpa til við ala upp og þrífa hvolpana sagði Kolbrún. - Við fórum með Spólu á sýningu í vor og hún fékk ofurlítinn bikar og slaufu og var valin besti hvolp- urinn. Ég vil rækta íslenska hund- inn, því mér þykir gaman að hon- um. Gamla tíkin hefur staðið sig það vel að mér finnst ástæða til að rækta út af henni. Hún er 9 ára núna, en ég byrjaði ekki að fara með hana á sýningu fyrr en hún var 7 ára. Til gamans má ég til með að segja þér að ég fór með Snotru á sýningu í Reykjavík 22. október. Hún var valin besta íslenska tíkin, besti íslenski hundurinn á sýning- unni, besti öldungurinn og næst Verðlaunagripir og viðurkenninga- borðar fyrir hestaíþróttir og hunda- rœktun prýða stofuna í Rauðuvík. Snotra erfalleg tík af íslenska fjárhundakyninu og endist velþó hún séfarin að reskjast. Hún er margverðlaunuð og var sæmd fjölda heiðurstitla á sýningu síðast í haust. 12 Freyr l.JANÚAR 1990

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.