Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 23
Björn S. Stefánsson.
Þegar hugmyndir ráða IV
Um alllangt skeið hafa verið að mótast hugmyndir um það hvernig bezt megi nýta
auðlindir jarðar til langframa. Óvenjuleg hlýindi á árunum fyrir 1940 í kornrœktarbelti
Norður-Ameríku leiddu til þess að gróðurlendi þornaði og blés upp.
Vistræn sjónarmið.
Má segja að þar hafi verið fyrstu
váboðar þess sem allir mega nú sjá,
að mennirnir stefna framtíðarheill
mannkynsins í voða með háttalagi
sínu. Hér á landi kynnti Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri þessar
viðvaranir með því að þýða bókina
„Heimur á heljarþröm“ sem kom
út á frummálinu árið 1948. A sjö-
unda áratugnum beindist athyglin
að þeirri útrýmingarhættu sem ein-
stakar tegundir virtust komnar í
vegna háttalags mannanna. Smám
saman mótuðust sjónarmið sem
kölluðu á nýtt orð, vistfræði, um
það hvernig gæta yrði og gæta
mætti hófs og jafnvægis í nýtingu
náttúrunnar.
Hin vistrænu sjónarmið leiða til
þeirrar niðurstöðu í stuttu máli, að
einhæfni sé óheppileg, en að fjöl-
breytni sé farsælust þegar til lengd-
ar lætur. Þessi sjónarmið urðu fyr-
irferðarmikil á áttunda áratugn-
um. Þar með er ekki sagt að þau
hafi orðið áhrifamikil. Hér á landi
er frekar talað um umhverfisvernd
en vistrænanýtingu. Afþvítagieru
áhyggjur manna af landeyðingu.
Land hefur spillzt við búsetu, en
svo mikið land er enn ræktanlegt
að vel má segja að varla sé farið að
nýta landið til fóðuröflunar. Um-
hugsunarefni er að þeir sem mest
láta að sér kveða í umhverfisvernd-
armálum skuli ekki benda á slíka
nýtingu sem framlag landsins til
vistrænnar nýtingar jarðarinnar
allrar. Vistræn nýting Islands fæst
með blönduðum búskap, með
nautgripi, sauðfé og hross. Því
Björn S. Stefánsson.
stefnir það ekki til vistrænnar nýt-
ingar jarðanna að gera búskap ein-
hæfan.
Önnur hlið vistrænnar hugsunar
er að styrkja almennt fjölbreytni
mannfélagsins. Ef það er hugsað
einstrengingslega kann það að
leiða menn til að snúast gegn hvers
konar sérhæfingu. Það er vitaskuld
misjafnt hvers virði fjölbreytnin er
eftir því hvernig starfsemin mótar
mannlífið. Ef litið er á búskapar-
hætti hér á landi er fátt sem auðgar
eins líf barna (og þar með fullorð-
inna) og tækifæri til að umgangast
sauðfé. Útrýming sauðfjár í og við
þéttbýli og fækkun sveitaheimila
með sauðfé er því dæmi um um-
sköpun landbúnaðar sem ekki er í
samræmi við vistrænt viðhorf til
mannlífsins.
Niðurlag.
Það flækir stjórn landbúnaðarmála
að landbúnaðinum má ætla margs
konar hlutverk. Hann á að treysta
öryggi þjóðarinnar, hann á að
kosta lítið, gera þjóðlífið fjöl-
breyttara og auðga líf barna og
hann gæti verið framlag til vistræns
búskapar heimsins alls. Þaðerekki
einfalt mál að skipa svo til að þessu
verði sinnt samtímis. Oft hneigjast
menn til að einfalda fyrir sér við-
fangsefnið, ætla landbúnaðinum
aðeins eitt hlutverk og virða önnur
að vettugi. Til dæmis verður þess
lítið vart að kynbræður mínir af
þeirri kynslóð, sem mótaðist þegar
vistræn viðhorf urðu áberandi, taki
mikið tillit til vistrænnar hugsunar
með afstöðu sinni í landbúnaðar-
málum. Einnig er ljóst að framlag
landbúnaðarins til öryggis þjóðar-
innar næst ekki með frjálsum við-
skiptum milli landa. í því sam-
bandi er það umhugsunarefni að
ýmsir sem borið hafa öryggi þjóð-
arinnar mjög fyrir brjósti hirða
ekki um það hvert grundvallarör-
yggi innlend fæðuöflun kunni að
vera þjóðinni.
Ársskýrsla Búreikningastofu
landbúnaðarins 1988.
Frh. afbls. 36
ar á öllum þrem bútegundunum,
en 1977-1979, 1981 og 1984-1988
eru sauðfjárbúin í neðsta sæti.
Aðalástæður fyrir þessum breyt-
ingum eru sveiflur í afurðamagni
eftir árskú og kind milli ára. Röng
hlutföll milli nautgripa- og sauð-
fjárafurða í verðlagsgrundvelli
hafa einnig haft nokkur áhrif.
I.JANÚAR 1990
Freyr 15