Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 26

Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 26
Atli Vigfússon frá Laxmýri Mcð framtíðina að leiðarljósi Sænsku bændasamtökin skyggnast inn í framtíðina Dagana 21 og 22 september sl. héldu Sœnsku bœndasamtökin LRF upp á 60 ára afmœli sitt. Afmœlisins var minnst með ráðstefnu um landbúnað framtíðarinnar. Pangað voru boðnir um 70 forystumenn í sœnskum landbúnaði ásamt mökum, og formenn og framkvœmdarstjórar bœndasamtaka í Noregi, Finnlandi og á íslandi. Fulltrúar Dana höfðu ekki tök á að sœkja fundinn. Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda og Hákon Sigurgrímsson framkvœmdarstjóriþessfóru tilþessafundar. Að beiðni þeirra hefur Atli Vigfússonfrá Laxamýri, sem nú er við nám á Sánga Sáby skólanum, þar sem fundurinn var haldinn, tekið saman grein um það sem þar kom fram. Enda þótt margt sé ólíkt í sœnskum og íslenskum landbúnaði er ástœða fyrir okkur að gefa gaum þeim straumum sem þarna komu fram. Atli Vigfússon Árið 1989 hefur verið sænskum bændum gott og gjöfult. Jafn sólríkur og hlýr veöurkafli hefur ekki komið frá því mælingar hófust í Svíþjóð og þrátt fyrir þurra tíð hefur verið metuppskera á ávöxt- um og aldrei hefur fengist jafn mikil hveitiuppskera af hektara og nú. Þetta gefur vissulega ástæðu til bjartsýni en sjaldan hefur sænskur landbúnaður staðið frammi fyrir jafn mörgum ósvöruðum spurning- um og á þessu hausti. Fyrir liggja ýmsar óumflýjanlegar breytingar, með aukinni samkeppni og tækni og ýmsum þjóðfélagsbreytingum. Offramleiðsla á korni er vanda- mál og nú verður að taka 500 þús- und ha úr ræktun. frysta kornverð næstu þrjú árin og reyna að fá bændur til þess að minnka fram- leiðsluna með því að borga þeim fyrir að nýta ekki akrana. Þjóðfélagið þrýstir á að dregið verði úr styrkjum til landbúnaðar og þeir helst felldir niður og að atvinnugreinin verði sjálfbjarga. Bœndur eiga að vera forystuafl í umhverfisvernd á landsbyggðinni. 18 Freyr l.JANÚAR 1990

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.