Freyr - 01.01.1990, Blaðsíða 27
Framtíðarsýn I
Bóndinn getur framleitt mikið en vantar svigrúm
i fyrsta dæminu er gengið út frá skipulagsþjóðfé-
laginu Svíþjóð þar sem velmegun er smám saman
að aukast. Bændum fækkar en hver og einn getur
framleitt meira með aukinni tækni. Það eru höft á
landbúnaðinum og mjög óverulegur útflutningur á
landbúnaðarvörum. Þjóðfélagið krefst mikillar orku
og allur sparnaður á því sviði mistekst og innflutn-
ingur er á orku frá rússneskrum kjarnorkuverum.
Skattar hækka enn og um 15% neysluskattur er á
matvörum. Vinnutíminn styttist einnig sem gerir t.d.
bændum sem hætta að búa kleift að sækja lengra
til vinnu.
Þjóðfélagsstraumar eru fjölbreyttir og neyslu-
mynstrið er nokkurs konar „heilsuæði".
Menntun er í hávegum höfð og fólk í flestum
atvinnustéttum er stöðugt að endurmennta sig,
einnig fólk sem er utan atvinnulífsins, svo sem
lífeyrisþegar. Af nær 9 milljónum íbúa Svíþjóðar
eru um tvær milljónir á ellilífeyri og hefur meðalævi
þjóðarinnar lengst, einnig er mikill þrýstingur frá
öðrum þjóðum að flytja inn í landið, og er reynt að
fakmarka innflutning fólks. Fæðingum hefureinnig
fjölgað.
Tölvutæknin hefur tekið mikið stökk fram á við
og er bóndinn nú í sambandi við íölvunet þar sem
hann tengist bæði bændasamtökunum, ráðgjafa-
þjónustunni, öðrum bændum o.fl. Samskipti
manna fengjast einnig mikið svokölluðum höfuð-
sföðvum tölva þar sem hægt er að afla hinna
ólíkustu upplýsingar heim á borð.
Veldi tölvunnar hefur þó ekki dregið úr pappírs-
flóðinu og hefur það aukist mikið. Þrátt fyrir mikla
pappírsnotkun verður offramleiðsla á honum og
einnig timbri því að samkeppni hefur orðið við
Sovétríkin á markaðnum, og af þeirri ástæðu
stækka skógarog bændum, sem stunda skógrækt,
fækkar einnig.
Tilraunir eru í gangi með fleiri búfjártegundir svo
sem með antílópur og hirti. Ekki telst það vera í
stórum stíl þar sem það er innan við 5% af dýrahaldi
í landinu. Mjólkurkúm hefur fækkað um 25% frá
1985. Kjúklingabændum aftur á móti hefur tekist
að auka neyslu á kjöti sínu, undir kjörorðinu „Ham-
ingusama hænan“, árið 1995.
Yfirbyggingin í þjóðfélaginu er mikil, öll þjónusta
verður dýr og háir vextir eru í landinu. Japanska
jenið hefur orðið mun dýrara sem veldur óróa á
peningamarkaðnum. Þar sem Svíþjóð er ekki með í
opnum Evrópumarkaði telst landið töluvert ein-
angrað.
Umræðan um Efnahagsbanda-
lagið er mikil og spurning hvort
sænskur landbúnaður stenst þær
kröfur sem gerðar verða til hans
um hagkvæmni.
Nýlega héldu Sænsku bænda-
samtökin LRF (Lantbrukarnas
Riksförbund) upp á 60 ára afmæli
sitt á Sánga-Sáby skólasetrinu sem
samtökin eiga, en einmitt þar
komu saman tuttugu manns árið
1929 til undirbúningsfundar að
stofnun heildarsamtaka sænskra
bænda.
í tilefni af afmælinu var efnt til
umræðufundar um framtíðar-
möguleika bænda, samvinnu
þeirra í nýju ljósi og stöðu LRF í
framtíðinni.
Umræður urðu miklar og opin-
skáar og sagði Bo Dockered, for-
maður LRF, sem er harðsnúinn
leiðtogi, að nú væri kominn tími til
að bændur litu framávið og hættu
að horfa í bakspegilinn.
Framtíð landsbyggðar
Til grundvallar umræðunni lagði
LRF fram lesefni í þremur köflum.
Próunin er sú að bóndinn er mikid einn á vinnustað sínum. Konan vinnur í
næsta þorpi eða kaupstað og börnin eru t skóla.
1, JANÚAR 1990
Freyr 19