Freyr - 01.01.1990, Side 30
Ný tækni — Rafeindastýrð fóðrun
Alfa-Laval og Lydersens Maskin-
fabrik hafa í sameiningu hannað
rafeindastýringu á fóðurvagn sem
gengur eftir hengibraut. Stýringin
getur geymt upplýsingar um allt að
500 gripi og hún er, að því er A!fa-
Laval telur, auðvelt að stilla og
þægileg í meðförum.
Tvennt annað er nýstárlegt við
stýringuna. Það má stilla hana á að
auka smám saman eða minnka
gróffóðurgjöf handa hverjum ein-
stökum grip. Það geta verið kýr
sem gjöf er aukin við eftir burð og
kýr sem dregið er úr gjöf við til að
gelda þær.
Einnig má stilla tækið þannig,
segja framleiðendur, að geldar kýr
fái gjöf einu sinni á dag, á meðan
mjólkandi kúm sé gefið tvisvar,
þrisvar eða fjórum sinnum á sólar-
hring.
Rafeindastýrði fóðurvagninn
„Combi 111“ frá Alfa-laval og Lyder-
sens Maskinfabrik í Danmörku.
Stjórntœkið er á gafli vagnsins.
an og gera bændum í starfi kleift að
stunda símenntun og gerast þannig
þátttakendur í heimi tölvunnar og
öðrum þeim samskipta- og upplýs-
ingamöguleikum sem eru og verða
á boðstólnum. Þarna væri nám-
skeiðahald mikilvægur liður,
einnig kæmi fjarnám til greina.
Þá þarf að styrkja menntun
þeirra sem ætla út í búskap, og efla
allar rannsóknir í þágu landbúnað-
arins þannig að auðveldara verði
að markaðssetja vörur þær sem
framleiddar eru. Þannig opnar
þekkingin nýjar dyr.
Alla ráðgjöf þarf að auka, bæði
til neytenda og framleiðenda,
einkum til þess að eignast ánægð-
ari kaupendur landbúnaðarvara,
svo og til að stækka markaðinn.
Bændur þurfa að stefna að hag-
kvæmni í rekstri til þess að vera
samkeppnisfærir en um leið að
bæta framleiðslu sína þannig að
22 Freyr
um gæðavöru sé að ræða. Annað
mun ekki seljast í framtíðinni og
þannig verða vörumerki þeirra
sterk.
Nýjar greinar þarf einnig að
styrkja og stofna deildir innan
bændasamtakanna til þess að sinna
því starfi og skal fólk vera opið
fyrir öllu nýju sem hugsanlega gæti
verið landbúnaðinum til styrktar.
Þannig stæðu bændur vel að vígi að
ganga á hönd þjóðfélagsþróun eins
og lýst er í framtíðarsýn 3.
Bændur eiga að efla samtök sín á
þann hátt að auka samstarf sitt við
bændur í öðrum löndum, þó eink-
um að efla samvinnu við hin Norð-
urlöndin, og reyna að markaðs-
setja það hreina umhverfi sem
löndin í raun búa við, miðað við
margar aðrar þjóðir. Bændur þurfa
að vera í forystu í umhverfisvernd
því að það eru þeir sem sitja lands-
byggðina. Þeir eru í aðstöðu til
þess að hafa áhrif á þau svæði þar
sem þeir búa og þurfa að gæta þess
að þeirra eigin búskapur misbjóði
á engan hátt umhverfinu.
Umræður voru líka miklar um
skógrækt enda er skógurinn lífgjafi
mikils fjölda Svía og margir segja
að hann sé það sem þeir lifa af. í
samræmi við það þarf að hlúa að
skógunum og forðast eyðingu
þeirra sem víða er orðin.
Þá skulu bændur standa vörð um
félagslega stöðu sína í þjóðfélag-
inu, vera sterk stétt og stolt og efla
þá menningu sem fylgt hefur
bændafólki frá ómunatíð, þó svo
að gengið sé framtíðinni á hönd.
(Höfundur er í 8 mánaða námsdvöl á
skóla Sœnsku bœndasamtakanna, LRF, á
Sánga Sáby)
1. JANÚAR 1990