Freyr - 01.01.1990, Blaðsíða 31
Ólafur E. Stefánsson
nautgriparæktarráðunautur
Búnaðarfélagi Islands
Eðlileg hlutdeild nautakjöts í
kjötframleiðslunni
Fyrri hluti
fluttur í búnaðarþætti í ríkisútvarpinu 23/10 1989
í þessum þœtti verður rœtt um sérkenni íslenzks landbúnaðar með tilliti til landshátta, þá
verkaskiptingu, sem orðið hefur íframleiðslu kjöts og mjólkur afsauðfé og nautgripum á
þessari öld og loks, hve ólíkt viðhorf ráðamanna hefur verið í áratugi til framleiðslu á
dilkakjöti annars vegar og nautakjöti hins vegar.
Forsendur landbúnaðarfram-
leiðslu í hverju landi eru í aðalat-
riðum hinar sömu og ráðandi eru
um aðrar framleiðslugreinar, þ.e.
annars vegar að landið búi yfir
auðlindum og sé því vel fallið til
framleiðslunnar, og hins vegar að
markaður sé fyrir hana. I velferð-
arríkjum eru þó oftast gerðar sér-
stakar ráðstafanir til að vernda
landbúnað með ýmsu móti.
Ástæðan fyrir því er tvíþætt. Þegar
þjóðir hafa orðið nóg til að bíta og
brenna, fara þeir, sem rúm fjárráð
hafa, að veita sér önnur þægindi,
og fjármagnið leitar frá landbún-
aðinum til annarrar framleiðslu.
En matur er mannsins megin, og
framleiðslu hans verður að halda
uppi. Því styrkja iðnríki búvöru-
framleiðslu með ýmsu móti, hvert í
sínu landi og sameiginlega á stærri
markaðssvæðum. Að baki þeirrar
stefnu eru jafnframt öryggismál á
þrengingartímum. Aðallega hafa
menn hingað til haft styrjaldir í
huga í því sambandi. nú bætist við
mengunarhætta.
íslenzkur landbúnaður
byggist á búfjárrækt
Landshættir valda því, að íslenzk-
ur landbúnaður byggist á
t, J ANÚAR 1990 ________________ _____________________________________Freyr 23
búfjárrækt, þar sem grasrækt til
sumarbeitar og vetrarfóðrunar er
undirstaða búvöruframleiðslu.
Framleiðsla fiskmjöls í landinu er
mikilvægur þáttur í fóðurblöndum
handa búfé. Því er það í raun að-
eins kolvetnafóður, sem flytja þarf
inn. Reynsla undanfarinna ára hef-
ur leitt í ljós, að í stærstu búgrein-
inni, mjólkurframleiðslunni, hefur
verið hægt að minnka kjarnfóður-
gjöf verulega þrátt fyrir stóraukna
meðalnyt. Nýjar og bættar hey-
verkunaraðferðir gera það nú
kleift að framleiða nautakjöt með
tiltölulega lítilli kjarnfóðurgjöf.
Jórturdýr eru betur fallin en
annað búfé til að nýta gras sem beit
og hey til mikillar framleiðslu,
enda hafa nautgripir og sauðfé ver-
ið uppistaðan í búfjárframleiðslu
hér á landi frá upphafi. Þessar tvær
búgreinar verða áfram veigamest-
ar í framleiðslu landbúnaðarmat-
væla fyrir þjóðina. í þessum hug-
leiðingum um framleiðslu naut-
gripa- og sauðfjárafurða hér á
landi er miðað við innanlands-
neyzlu, þótt einhver útflutningur
kunni að eiga sér stað, einkum ef
íslenzk matvæli fengju á sig gott
orð fyrir hollustu. Meira er upp úr
því leggjandi að stuðla að því, að
fleiri ferðamenn komi til landsins
og neyti framleiðslunnar hér, en til
þess þarf verðlag á henni að lækka
og fjölbreytni að aukast. Fram-
leiðsluverðmæti hrossa vega lítið í
kjötframleiðslu. Þau eru talin
alltof mörg í landinu, og mikla
aðgæzlu þarf til að þau spilli ekki
viðkvæmu landi, bæði á láglendi og
annars staðar. Svína- og fuglakjöt
er framleitt á erlendu fóðri að lang-
mestu leyti. Þótt sjálfsagt sé að
hafa þá framleiðslu til að skapa
meiri fjölbreytni í matvælaiðnaði
og auka vöruval, þá virðist enn
skorta á, að gæði séu sambærileg
við hliðstæðar vörur í Evrópulönd-
um og vestanhafs.