Freyr - 01.01.1990, Blaðsíða 32
aðar, hvað þá, þegar báðar koma
saman, eru um margt líkar í bú-
skaparlegu tilliti, þótt verkaskipt-
ing á framleiðslu hafi verið mikii
mestan hluta þessarar aldar.
Báðar byggjast á nýtingu lands.
Þar er þó sá munur á, að nautgripir
eru hafðir á láglendi eingöngu.
Mjólkurkýr ganga á túnum og
geldneyti sömuleiðis, þótt þau séu
einnig höfð á góðum úthaga. Sauð-
fé er hins vegar víða beitt á tún á
vorin og að haustlagi, en yfir sum-
arið að nokkru á óræktað láglendi,
en mestmegnis á afrétti.
Fjárfesting í byggingum og véla-
kosti er mikil í báðum greinum, en
hefur sennilega aukizt hlutfallslega
meir í mjólkurframleiðslu síðustu
áratugina vegna vel útbúinna
mjólkurhúsa, kælitanka fyrir
mjólk og fullkomnari mjaltavéla,
sem nauðsynlegt var að koma upp.
Sparnaður í byggingum er sá á
sauðfjárbúum, að engar sérbygg-
ingar þarf yfir lömbin eða dilkana,
og í nautakjötsframleiðslu er
sparnaður í því að nota sömu
kýrnar, mjólkurkýrnar, til að
ganga með holdakálfa til kjötfram-
leiðslu og til endurnýjunar mjólk-
urkúastofnsins, eins og nú er gert.
Við það sparast að hafa sérstaka
hjörð holdakúa, sem þyrftu
húsaskjól og fóður.
Eftir að þéttbýli tók að vaxa ört
á þessari öld og fráfærur lögðust af,
varð greinilegri framleiðsluskipt-
ing milli þessara búgreina. Mjólk-
urafurðir urðu aðalframleiðsla á
kúabúum, enda lengi vel skortur á
mjólkurvörum sums staðar í kaup-
stöðum. Kjötframleiðsla varð enn
mikilvægari á sauðfjárbúum, bæði
til innanlandssölu og útflutnings.
Kjöt af nautgripum (mjólkurkúm,
ungkálfum, nautum og geldneyt-
um) var að verðmæti lítill hluti
borið saman við verðmæti mjólk-
urvara. Þetta fór ekki að breytast
að marki fyrr en löngu síðar, þegar
farið var að fella gallaðar kýr í
ríkari mæli en áður. Byggingarlag
kúnna hafði batnað, og farið var að
slátra þeim yngri og í betri holdum.
Þessara breytinga hefur gætt í vax-
Starfsmenn Einangrunarstöðvarinnar í Hrísey við úrbeiningu á góðum
skrokk. Allt kjöt er úrbeinað og bein grafin. (Ljósm. Ó.E.S.)
Það er því ekki vafamál í huga
þess, sem hér talar, að nautgripir
og sauðfé verða áfram þær búfjár-
tegundir, sem mestu máli skipta í
búvöruframleiðslu landsmanna til
neyzlu innanlands og við eðlilega
nýtingu lands í flestum byggðar-
lögum. Hér verður þó ekki lagt
mat á þróun fiskeldis, en þar ráða
önnur lögmál en þau, hvort jarðir
séu vel fallnar til kjöt- og mjólkur-
framleiðslu.
Við stjórnun kjötframleiðslu af
hálfu ríkis og annarra aðilja, sem
með þau mál fara, þarf að hyggja
að þeim forsendum, sem hér hefur
verið bent á. í raun hefði fyrir
löngu þurft að hefjast handa um að
taka mið af eðlilegri þróun kjöt-
framleiðslu landsmanna við
ákvarðanatöku um ráðstafanir í
þeim efnum og með áætlunargerð
fram í tímann.
Framleiðsla af nautgripum
og sauðfé byggist á nýtingu
lands
Þessar búfjártegundir, nautgripir
og sauðfé, sem hvor um sig skapar
margfalt verðmæti á við fram-
leiðslu í öðrum greinum landbún-
24 Freyr
1. JANÚAR 1990