Freyr - 01.01.1990, Side 34
JónasJónsson,
búnaðarmálastjóri
Lax og laxfiskarsem heilsugjafi
Prófessor Harald Skjervold hefur ásamt nokkrum brautryðjendum í lœknastétt, hjarta-
skurðlœknum, nœringarfrœðingum, lífefnafræðingum og líffrœðingum, vakið athygli á
laxi og laxfiskum sem sérstöku heilsufœði með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma.
Það þykir nú fullvíst að hátt hlut-
fall af svokölluðum omega-3 fitu-
sýrum í fæði fólks sé sérstök vörn
gegn lijarta- og æðasjúkdómum.
Þessar fitusýrur myndast aðeins
í plöntum, einkum í plöntusvifi og
koma þaðan um næringarkeðjuna
til fiska.
Vegna lágs bræðslumarks þess-
ara lífsnauðsynlegu fitusýra er þær
fyrst og fremst að finna í feitum
fiski sem lifir á köldum hafsvæðum
eða í köldu vatni.
Landdýr, (dýr með heitu blóði),
og fiskar sem lifa í heitum höfum
brenna þessum sýrum að mestu
þar sem þær eru aðgengilegar sem
orkugjafi.
Vitað er að lax, lúða, feit síld,
makríll og brislingur hafa hátt hlut-
fall af omega-3 fitusýrum. Lítið
liggur fyrir um silung en ekkert
bendir til annars en að t.d. sjávar-
og vatnableikjur séu í sama flokki
fiska.
Eftir að vakin var athygli á þessu
á alþjóðlegum fundi sem prófessor
Harald Skjervold beitti sér fyrir nú
í sumar og síðan á blaðamanna-
fundi sem hann hélt á Alþjóðlegu
fiskeldissýningunni í Þrándheimi
nokkru síðar hafa Norðmenn, með
samtök fiskeldismanna í broddi
fylkingar, ákveðið að hrinda af
stað rannsóknum á þessu, í sam-
ræmi við tillögur Skjervolds. Fyrst
beinast þær að því hve mikið finnst
af omega-3 fitusýrum í norskum
laxastofnum, með það fyrir augum
að hefja kynbætur á laxinum til að
fá fram betri stofna að þessu leyti.
Þessar rannsóknir eru nú þegar
hafnar.
Fóðurtilraunir í sama augnamiði
munu og verða gerðar.
í viðræðum við prófessor Harald
Skjervold er var í heimsókn hér á
landi 14.-17. september sl. kom
fram að hann taldi mjög áhugavert
að hefja sem fyrst samhæfðar rann-
sóknir á íslenskum og norskum
bleikjustofnum. í fyrsta lagi til að
kanna hve mikið væri af omega-3
fitusýrum í bleikju. í öðru lagi
hvort mismikið væri af omega-3 á
milli stofna, sem koma úr mismun-
andi umhverfi.
í þriðja lagi benti hann á að þar
sem eldi á bleikju, sem nú þykir
Dr. Harald Skjervold, áðurprófessor í erfðafræði og kynbót-
um búfjár við Landbúnaðarháskólánn á Ási í Noregi, er einn af
frumkvöðlum fiskeldis þar í landi. Hann beitti sér fyrir því að
komið var áfótfyrstu rannsókna- og kynbótastöð fyrir laxfiska í
Noregi, stöðinni að Sunndalsöra, sem tók tilstarfa árið 1971, og
síðan hefur orðið víðþekkt. Síðan hefur hann stöðugt beitt sér
fyrir áframhaldandi rannsóknum og þróun nýrra hugmynda á
þessu sviði.
Það var fyrir frumkvœði Búnaðarfélags Islands að Skjervold
var boðið að koma hingað til lands í kynnisferð í september sl.
og til að halda fyrirlestra um framtíð fiskeldis og nýja möguleika
í greininni. Auk Búnaðarfélagsins stóðu Rannsóknastofnun
landbúnaðarins og Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva
að boðinu. Prófessor Harald Skjervold hélt þrjá fyrirlestra
síðdegis 14. september fyrir þétt setnum sal áhuga- og fagfólks.
I fyrsta lagi fjallaði hann almennt um fiskeldi og erfðafrœði á
eldisfiski, í öðru lagi um hugsanlega áhrif eldisfisks á villta
fiskstofna, þ.e. hættu á svokallaðri erfðamengun og þau lögmál
sem þar liggja að baki og í þriðja lagi um þá möguleika sem
nýjustu uppgötvanir á sviði læknisfræði hvað varðar orsakir
hjarta- og æðasjúkdóma sem þykja sýna að lax og aðrir feitir
fiskar af norðlœgum stöðum (eða úr köldu vatni) sé sérstakt
heilsufæði íþessu tilliti. Þessifyrirlestur vakti hvað mesta athygli
og fylgir hér samantekt byggð á því sem fram kom í þeim
fyrirlestri og á öðrum upplýsingum frá prófessor Harald Skjer-
vold.
J.J.
26 Freyr
l.JANÚAR 1990