Freyr - 01.01.1990, Síða 35
mjög áhugavert af ýmsum ástæð-
um bæði í Noregi og hér á landi, er
tiltölulega skammt á veg komið
með tilliti til að velja hæfustu
stofna, væri rík ástæða til að safna
saman sem flestum stofnum til
reynslu og samanburðar á sem
breiðustum grundvelli. Slíkt
stofnasafn gæti síðar orðið efni til
alhliða úrvals og kynbóta.
Að mati prófessors Haralds
Skjervolds er líklegt að rannsóknir
á laxfiskum með tilliti til omega-3
fitusýru og síðan kynning á þessum
fiskum sem sérstakri hollustufæðu
sé sterkasta trompið fyrir fiskeldi á
norðurslóðum eins og nú standa
sakir.
Hann telur að líkur séu til að
takast megi í samvinnu við lækna
og næringarfræðinga að kynna fisk
með þessum eiginleikum svo fyrir
fólki, sem lætur sig heilsusamlegt
fæði varða, að markaðir muni
margfaldast og hefur t.d. látið sér
detta í hug framleiðslu upp á eina
milljón lesta af laxi í Noregi í til-
tölulega náinni framtíð.
Að hans mati mun laxeldi í Nor-
egi ekki verða stundað til frambúð-
ar í flotkvíum á innfjörðum, heldur
í strandstöðvum svipuðum og
byggðar hafa verið á íslandi. Þessu
valda einkum umhverfissjónarmið
(mengum innfjarða) annars vegar
og sjúkdómavandamál innfjarða-
eldis hins vegar. Þá hefur hann
bent á að með þessu móti og e.t.v.
Spegilmynd af Búrfelli færð í rétt horf.
Mynd af Búrfelli í Grímsnesi sem birtist á bls. 877 í 21. tbl. Freys
prentaðist sem spegilmynd og er hún því birt hér öðru sinni. Blaðið biður
hlutaðeigendur velvirðingar á þessum mistökum.
einkum vegna þess að omega-3
fitusýra er bundin við kaldsjávar-
fiska geti laxeldi norður með
ströndum Noregs verið eitt
sterkasta tækið til að treysta hinar
norðlægu strandbyggðir þar.
Hvort sem þessar hugmyndir
Haralds Skjervolds reynast allar
raunhæfar eða ekki þá ætti það að
vera ljóst hve mikilsvert það er
fyrir íslendinga að fylgjast vel með
á þessu sviði. Þetta getur haft
mikla þýðingu fyrir sjávarútveg,
fiskeldi og byggðaþróun á íslandi.
Óska eftir fjórhjóli
Allar gerðir koma til greina.
Má vera bilað. Staðgreiðsla.
Upplýsingar í síma 98-22201.
Jóhannes.
1, JANLIAR 1990
Freyr 27