Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 39
Ár 1989 Nr. 598
SCHNEIDFIX-heyhxiífur
Gerð: Schneidfix SFW 160. Framleiðandi: Teebken,
V-Þýskalandi. Innflytjandi: Þór hf., Reykjavík.
YFIRLIT.
Schneidfix heyskerinn var reyndur af Bútæknideild
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins veturinn
1988-1989.
líeyskerinn hentar vel til heyskurðar bæði á votheyi
og þurrheyri. Hann er knúinn með einfasa rafstraum
með 1600 W mótor. Skurðhraðinn er um 2,6 m/mín
við votheysskurð sé skurðdýptin 30 cm, en allt að 4 m /
mín í lausu þurrheyi þar sem skurðdýptin getur orðið
49 cm. Rafmagnsnotkun er að jafnaði 5-7 A og benda
mælingar til þess að afl mótors sé á mörkum þess að
vera nægjanlegt í föstum stæðum. Vinnuaðstaða við
notkun á tækinu er fremur góð og tiltölulega auðvelt
að stjórna því. í föstum stæðum ber þó nokkuð á
óþægilegum titringi í handfangi. í þéttu votheyi þarf
að ýta tækinu niður með nokkrum þunga og sömuleið-
is þarf þá töluvert átak til að lyfta því upp úr skurðfari.
Heyskurðurinn verður yfirleitt hreinn og hægt er að
skera alveg út að veggjum og öðrum hindrunum. Ekki
virðist sérstök slysahætta bundin við notkun heysker-
ans ef notkunarreglum er fylgt.
Vinna við viðhald á tækinu er lítil. Sérstakar
smergilskífur þarf til að hvetja skurðbúnaðinn.
Óverulegar bilanir urðu á reynslutímanum og í heild
virðist tækið traustbyggt.
1, JANÚAR 1990
Ár 1989 Nr. 599
NORDSTEN-áburðardreifari
Gerð: Nordsten Turbo-Matic TC 800. Framleiðandi:
Thrige Agro A/S, Danmörku. Innflytjandi: Vélar og
þjónusta hf., Reykjavík.
YFIRLIT.
Áburðardreifarinn Nordsten Turbo-Matic var reynd-
ur af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins sumarið 1989 og gerðar mælingar á dreifieigin-
leikum hans. Vegna lítillar notkunar á reynslutíman-
um var leitað eftir reynslu nokkurra bænda sem notað
hafa dreifara af sömu gerð.
Áburðardreifarinn er þyrildreifari með eina
dreifiskífu sem knúin er frá aflúttaki. Dreifarinn er
tendur á þrítengi dráttarvélar. Hann rúmar um 500 kg
af áburði og vegur sjálfur 175 kg. Þetta rýrir fram-
þunga lítilla og meðalstórra dráttarvéla talsvert og
getur verið nauðsynlegt að þyngja þær að framan.
Dreifarinn er lágbyggður og með nokkuð víðum
áburðargeymi. Hleðsla hans er því tiltölulega auð-
veld. Dreifarinn reyndist dreifa mjög jafnt ef haft var
12 til 13 m bil milli ferða og vel viðunandi ef það var á
bilinu 11 til 13,5 m. Grind í áburðargeymi hindrar að
kekkir í áburðinum loki útrennslisopi. Dagleg hirðing
dreifarans er auðveld, m.a. vegna þess hve létt er að
velta áburðargeymi frá þegar dreifarinn er tengdur og
þegar komast þarf að dreifibúnaði til þirfa. Dreifibún-
aður er úr ryðfríu efni. Engar athugasemdir komu
fram um bilanir og virðist dreifarinn vandaður að allri
gerð.
Freyr 31