Freyr - 01.01.1990, Page 41
Á fundi stjórnar Stéttarsambands bœnda 19. desember sl. gerðist m.a. þetta:
Stjórn Stofnlánadeildar
landbúnaðarins.
Þórólfur Sveinsson var tilnefndur
til að sitja í stjórn Stofnlánadeildar
landbúnaðarins. Varamaður hans
er Þórarinn Þorvaldsson.
Samráðshópur um GATT-
viðræður.
Borist hafði bréf frá landbúnaðar-
ráðuneytinu þar sem það fer fram á
að Stéttarsamband bænda tilnefni
mann til að hafa samráð við ráðu-
neytið varðandi undirbúnings-
vinnu að viðræðum við GATT-
samtökin. Tilnefndur var Gunn-
laugur A. Júlíusson.
Hákon Sigurgrímsson skýrði frá
fundi bændasamtaka EFTA-land-
anna sem hann sótti í Stokkhólmi í
byrjun desember sl. Þar var fjallað
um það sem er að gerast innan
GATT-viðræðnanna og varðar
málefni landbúnaðarins. Tilefni
fundarins var m.a. sú mikla tor-
tryggni sem ríkir innan bændasam-
takanna í Svíþjóð og Finnlandi í
garð stjórnvalda og ótti um að
landbúnaðurinn verði notaður sem
skiptimynt á þessum viðræðum.
Atvinnumál kvenna í dreifbýli.
Lögð var fram skýrsla Mörtu Ó.
Jensdóttur um atvinnumál kvenna
í dreifbýli. Skýrslan var unnin á
vegum ráðuneyta félagsmála,
landbúnaðar og iðnaðar á sl.
sumri.
Framkvæmdastjóra var falið að
knýja á um framgang þeirra til-
lagna sem er að finna í skýrslunni.
Nýr búvörusamningur.
Formaður skýrði frá fundi sem
Stéttarsambandið átti með land-
búnaðarráðherra og starfsmönn-
um ráðuneytisins um framhald
vinnu við nýjan búvörusamning.
Á fundinum var ákveðið að
koma á fót tveimur vinnuhópum.
Annar á að móta tillögur varðandi
svæðaskipulag í landbúnaði og hin
um verðmyndun landbúnaðaraf-
urða. Framkvæmdastjóri Stéttar-
sambands verði í vinnuhóp um
svæðaskipulag en formaður í
vinnuhóp um verðmyndun.
Ákveðið var að samninganefnd
Stéttarsambandsins um búvöru-
samning verði í baknefnd fyrir
þessa nefndamenn.
sér nægja keðjur á tveimur hjólum
áað hafaþæráafturhjólunum. Það
er bæði hættulegt og óhyggilegt að
hafa keðjur eingöngu á framhjól-
um. Sé ekið með þungan tengivagn
er hætta á að dráttarvélin renni út á
hlið að aftan og það býður slysum
heim.
Með því að hafa keðjur ein-
göngu á framhjólum verður álag á
framdrif og drifskaft óeðlilega
mikið.
(Heimild: Norsk landbruk 21/89)
J.J.D.
Myndbönd um búfræði
Ræktunarfélag Norðurlands er að
vinna að gerð fræðslumyndbanda
fyrir bændur og aðra þá sem áhuga
hafa á landbúnaði. Um er að ræða
40-50 mínútna myndbönd, tekin
við íslenskar aðstæður, þar sem
fjallað er um ýmsar greinar land-
búnaðar. Lokið er töku fyrsta
myndbandsins og fjallar það um
grasrækt og er hugmyndin að það
verði boðið til sölu í vor. Einnig er
að mestu lokið myndatöku annars
myndbands er fjallar um kartöflu-
rækt, en önnur myndbönd eru á
undirbúningsstigi. Myndbanda- og
kvikmyndagerðin Samver hf. á
Akureyri sér um myndatöku og
aðra tæknivinnu.
Fjárveiting til að koma þessu
verkefni af stað fékkst frá Fram-
leiðnisjóði landbúnaðarins, en
Ræktunarfélag Norðurlands leit-
aði til bændaskólanna, Búnaðarfé-
lags íslands og Rannsóknastofnun-
ar landbúnaðarins um faglega ráð-
gjöf. Voru skipaðar tvær ritnefndir
fulltrúa þessara stofnana til að
marka stefnuna og gefa faglegar
leiðbeiningar. Ritstjóri grasrækt-
armyndbandsins er Bjarni E. Guð-
leifsson en með honum í ritnefnd
eru Óttar Geirsson, Reykjavík,
Ríkharð Brynjólfsson, Hvanneyri,
og Valgeir Bjarnason, Hólum.
Myndbandinu um kartöflurækt
stýrir Ólafur G. Vagnsson, Akur-
eyri, en með honum eru Magnús
Óskarsson, Hvanneyri, Magnús
Sigsteinsson og Sigurgeir Ólafs-
son, Reykjavík og Valgeir Bjarna-
son, Hólum.
Segja má að hugmyndin að
þessu verkefni hafi vaknað vegna
þess að hefðbundnar leiðbeiningar
ráðunauta heima á bændabýlum
og á bændafundum hafa dregist
saman og sums staðar lagst af. Auk
þess er ný tækni, myndbandstæk-
in, komin til sögunnar sem ætti að
auðvelda leiðbeinendum að koma
fróðleik til skila á myndrænan hátt.
1. JANÚAR 1990 Freyr 33