Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1990, Síða 43

Freyr - 01.01.1990, Síða 43
einn. Þessi ákvörðun byggist á því að fjármögnun á starfi Mjólkur- dagsnefndar hefur hin síðari ár verið fólgin í því að til hennar hafa runnið 0,67% af andvirði seldrar mjólkur og mjólkurafurða, sem nefndin hefur varið til starfs síns. Hlutverk Mjólkurdagsnefndar er að annast víðtækt kynningar-, upplýsingar og fræðslustarf fyrir mjólk og grunnvörur mjólkuriðn- aðarins. Nefndin annast samræm- ingu umbúða eftir því sem þurfa þykir. Mjólkurdagsnefnd skipa nú: ÓskarH. Gunnarsson, form; Odd- ur Helgason, Baldur Jónsson og Páll Svavarsson. Frey er ókunnugt um fulltrúa L.K. Skráning á kartöfluverði. Kynnt var eftirfarandi ályktun frá Landssambandi kartöflubænda: „Hausfundur fulltrúaráðs L.S.K 1989 beinir því til Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs land- búnaðarins að sjá til þess að opin- bert heildsöluverð verði skráð á pökkuðum og ópökkuðum kartöfl- um og ströngu verðlagseftirliti verði fylgt varðandi söluálagn- ingu.“ Reglur um unnar kjötvörur. Kynnt var bréf frá Hollustuvernd ríkisins varðandi gerð reglna um unnar kjötvörur. Framleiðsluráð tók undir nauðsyn þess að um- ræddar reglur yrðu settar, m.a. að skilgreint verði lágmarksinnihald af kjöti í þessum vörum. Hollustuvernd fór fram á styrk til verksins og samþykkti Fram- leiðsluráð að veita allt að kr. 500 þúsund í því skyni enda verði nið- urstöður kynntar ráðinu. Verðmiðlunargjöld til mjólkurbúa. Kynnt var reglugerð um greiðslur verðmiðlunargjaldatil mjólkurbúa árið 1989 nr. 581/1989. Hún er nær óbreytt frá eldri reglugerð um sama efni. Árstíðabundið verðmiðlunargjald á mjólk. Kynnt var reglugerð um árstíða- bundið verðmiðlunargjald af verði mjólkur til framleiðenda, nr. 604/ 1989. í henni er gefin heimild til að greiða álag á vetrarmjólk, sem nemur 8,5%, jafnóðum og grund- vallarverð er greitt, fyrir mánuðina nóvember til febrúar. Áksorun um endurgreiðslu fóðurgjalda vegna mjólkurframleiðslu. Kynnt var eftirfarandi ályktun. „Aðalfundur Félagsráðs Osta- og smjörsölunnar sf., 6. desember 1989, skorar á landbúnaðarráð- herra að koma því til leiðar að endurgreiðsla fóðurgjalda vegna mjólkurframleiðslu séu inntar af hendi miðað við innlagða mjólk á mánuðunum október til og með aprfl. Fundurinn beinir því til Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, Sam- taka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Landssambands kúabænda að leggja þessu máli lið.“ Birgðir búsafurða. Meðfylgjandi er tafla um fram- leiðslu og sölu kjöts, mjólkur og eggia. Forystumenn frá bændasamtökum Bandaríkjanna og Evrópu komu saman til fundar þ. 12. desember sl. í Arizona í Bandaríkjunum. Þar skiptust þeir í upphafi á upplýsing- um og skoðunum um efni sem ekki snertu beinlínis GATT-samning- inn. En fréttamenn sem fylgdust með fundinum segja að andrúms- Ioft þar hafi verið kuldalegt. Birgðir kindakjöts af fram- leiðslu 1988 í lok nóvember voru 811 tonn sem er 37 tonnum eða 4,4% minna en af ársgömlu kjöti á sama tíma árið áður. Birgðir kindakjöts af fram- leiðslu 1989 voru 8.403 tonn sem er 887 tonnum eða 9,5% minna á nýju kjöti á sama tíma árið áður. Birgðir af nautgripakjöti í lok nóvember sl. voru 247 tonn sem er 113 tonnum eða31,3% minna en á sama tíma árið áður. Birgðir svínakjöts í lok nóvem- ber sl. voru 31 tonn sem er 26 tonnum eða 45,7% minna en á sama tíma árið áður. Birgðir hrossakjöts í lok nóvem- ber sl. voru 407 tonn sem er 49 tonnum eða 13,6% meira en á sama tíma árið áður. Birgðir alifuglakjöts í lok nóv- ember sl. voru 90 tonn sem er 4,5 tonnum eða 4,8% minna en á sama tíma árið áður. Birgðir eggja í lok nóvember sl. voru 99 tonn sem er 70 tonnum eða 240% meira en á sama tíma árið áður. Báðir aðilar hafa markað sér stefnu og hvorugur virðist hafa í hyggju að breyta henni þó menn a.m.k. reyni að tala saman. Þessi fundur er af kunnugum talinn hinn mikilvægasti sem hefur verið haldinn milli bændasamtaka Bandaríkjanna og Evrópubanda- lagsins. Fjárhúsristar og svínastíuristar GUNNLAUGUR J. BRIEM Hverfisgötu 4, Pósthólf 1142, 121 Reykjavík. Sími 91-11504. Fundurfulltrúa bandarískra og evrópskra bændasamtaka í Arizona l.JANÚAR 1990 Freyr 35

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.