Freyr - 01.01.1990, Side 44
Ársskýrsla Búreikningastofu landbúnaðarins 1988.
ÁRSSKÝRSLA
RÚREIKNINGASTOFU
LANDRÚNAÐARINS
1988
Út er komin Ársskýrsla Búreikn-
ingastofu landbúnaðarins fyrir árið
1988. Ábyrgðarmaður hennar er
Jóhann Ólafsson, forstöðumaður
Búreikningastofunnar. í yfirliti
skýrslunnar segir:
Á árinu 1987 færði 161 bóndi
búreikning í samvinnu við Bú-
reikningastofu landbúnaðarins.
Til úrvinnslu voru teknir 97 reikn-
ingar þeirra bænda, sem stunda því
nær eingöngu sauðfjárrækt og/eða
mjólkurframleiðslu. Þessir reikn-
ingar voru flokkaðir í þrjá flokka
eftir bútegundum. Þessir þrír
flokkar eru kúabú, sauðfjárbú og
blönduð bú. Þeirri reglu var fylgt
að telja þau bú kúabú, þar sem
framleiðslutekjur nautgripa eru
70% eða meira af heildarfram-
leiðslutekjum búsins, en sauðfjár-
bú þau, sem eru með meira en 70%
af framleiðslutekjum frá sauðfjár-
rækt. Blönduð bú verða aldrei með
meira en 70% af framleiðslutekj-
um frá annað hvort sauðfjárrækt
eða naupgriparækt. Eftir þessari
aðferð reyndust kúabúin vera 55,
blönduðu búin 20 og sauðfjárbúin
22.
Kúabúin reyndust vera stærst,
eða að meðaltali 796 ærgildi, þá
blönduðu búin 566 ærgildi, o'g
sauðfjárbúin minnst eða 367 ær-
gildi. Meðalstærð allra búanna er
651 ærgildi. Flest kúabúanna eru á
Suðurlandi, Vesturlandi og Norð-
urlandi, sauðfjárbúin eru flest á
Austurlandi og Norðurlandi.
Niðurstöður rekstrarreiknings
sýna að meðalfjölskyldutekjur af
landbúnaði eru kr. 1.119.815.
Framleiðslukostnaður er kr.
2.652.708 og framleiðslutekjur kr.
3.772.523. Fjölskyldutekjur eru
hæstar á kúabúum, eða að meðal-
tali kr. 1.161.794. Fjölskyldutekjur
af öðru en landbúnaði eru að með-
altali kr. 73.340. Alls eru fjöl-
skyldutekjur því kr. 1.235.134.
Uppgjör einstakra búgreina er
gert eftir framlegðaraðferðinni.
Meðalframlegð á vetrarfóðraða
kind er kr. 5.107, þ.e. hver vetrar-
fóðruð kind getur greitt að meðal-
tali kr. 5.107 fyrir vinnu, vexti og
fyrningar, (þ.e. fastan kostnað).
Framleiðslutekjur á kind eru að
meðaltali kr. 6.969 og breytilegur
kostnaður kr. 1.862, eða um 27%
framleiðslutekna. Selt dilkakjöt er
að meðaltali 16,31 kg eða 1,14
lömb á vetrarfóðraða kind. Meðal-
fallþungi er 14,24 kg. Fædd lömb
reyndust 141 á hverjar 100 vetrar-
fóðraðar kindur, en þeim fækkaði
til hausts í 132, og þar af voru 114
seld til slátrunar. Reiknað dilka-
kjöt eftir vetrarfóðraða kind er
hins vegar 18,8 kg. Kjarnfóður-
magn er að meðaltali 9,8 kg og 2,2
kg graskögglar.
Á árinu 1988 er meðalnyt á
árskú 3.633 ltr. Framlegð á árskú
er að meðaltali kr. 81.493. Fram-
leiðslutekjur eru kr. 143.607 en
breytilegur kostnaður kr. 62.114.
Fara því um 43% af framleiðslu-
tekjum í að greiða fyrir breytilegan
kostnað.
Með þessari aðferð við uppgjör
á búgreinum þ.e. að sleppa vöxt-
um, vinnu og fyrningum, en draga
breytilegan kostnað frá fram-
leiðslutekjum og fá fram framlegð-
ina fýrir hverja búgrein, er saman-
burður á niðurstöðum við önnur
bú auðveldur. Framlegð á kú var
mjög breytileg frá einu búi til ann-
ars á árinu 1988 eða frá kr. 39.000 í
kr. 131.000 áárskú. Stærsti þátturí
afkomu kúabúanna er afurðamagn
á árskú. í töflu eru sýnd áhrif með-
alnytar á framlegð á árskú án þess
að tillit sé tekið til annarra þátta.
Taflan sýnir að framlegðin hækkar
með hækkandi meðalnyt.
Framleiðslukostnaður á heyi
reyndist vera kr. 9,16 á kg eða kr.
17,29 á F.E., þegar reiknaðir eru
5% vextir af eign og laun kr. 327 á
klst. Meðaluppskera af hektara
var 34,8 rúmmetrar eða 1,846 F.E.
en var 2.121 F.E. árið 1987.
Við skoðun á efnahagsreikningi
kemur fram að skuldaaukning er
að meðaltali kr. 519.131, og eru
skuldir í árslok þá kr. 2. 433.242,
en eignir aukast um kr. 2.401.247.
Þannig verður eignaaukning kr.
1.882.116 umfram skuldaaukn-
ingu, þegar eignir hafa verið af-
skrifaðar um kr. 482.656. Á kúa-
búunum er eignaaukning umfram
skuldaaukningu kr. 2.062.692, á
blönduðu búunum kr. 1.757.578
og á sauðfjárbúunum kr.
1.543.878.
Á undanfömum árum hafa orð-
ið nokkrar sveiflur í tekjum eftir
bútegundum. Árin 1969-1973,
1976-1986 og 1988 skipa kúabúin
efsta sæti. Sauðfjárbúin eru hins
vegar í efsta sæti árin 1974 og 1975
og blönduðu búin árið 1987. Árið
1976 voru fjölskyldutekjur svipað-
Frh. á bls. 15.
36 Freyr
1, JANÚAR 1990