Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1990, Page 46

Freyr - 01.01.1990, Page 46
Magnús Sigsteinsson Svipmyndirfrá Smithficld- landbúnaðarsýningunni Smithfield-landbúnaðarsýningin í Earls-Court sýningarhöllinni í London er árlegur viðburður í byrjun jólaföstu. Að /ressu sinni stóð sýningin yfir dagana 3.-7. desember. Fyrsti sýningardagurinn er ein- ungis ætlaður sýnendum, boðs- gestum þeirra og útlendingum, en nú þurftu útlendingar í fyrsta skipti að kaupa miða á sýninguna. Dagsmiði fyrir erlenda gesti kost- aði f 6.- en almenningur greiddi f 12,- í inngangseyri. Þennan fyrsta dag er færra fólk á sýning- unni og þess vegna upplagt fyrir okkur útlendingana að nota hann vel til skoðunar. Á þessari sýningu er mikið um stórar og afkastamiklar vélar, sem henta breskum landbúnaði og landbúnaðarverktökum. Allar tegundir dráttarvéla sem eru á breska markaðnum eru sýndar af ýmsum stærðum. Greinilegt er að rúllubinding er vinsæl í Bretlandi því að mörg fyrirtæki eru nú komin með alls konar vélbúnað á mark- aðinn fyrir bæði votheys-, þurr- heys- og hálmrúllur. Að venju var gripasýningin stór þáttur og hefur sérstaklega holda- nautunum, sem sýnd eru, farið fjölgandi á seinni árum. Einnig eru sýnd svín og sauðfé af mörgum kynjum. Mikill tími fer í búfjár- dóma en það er gaman að fylgjast með þeim og gaman að sjá hvernig eigendur gripanna nostra við að snyrta þá áður en þeir eru sýndir í dómhringnum. Mynd 1. Pessi rúllupökkunarvél frá William Cook Engineers Ltd. er ný af nálinni. Á pökkunarborðinu eru þrjár rúllur eða valsar og drif á þeim öllum. Vélin er á breiðum öxli til að auka stöðugleikann og hefur vökvaknúinn arm til að lyfta rúllunum upp á pökkun- arborðið. Bagganum er sturtað af borðinu til hliðar. Sama vél var sýnd án hjóla og lyftiarms. Mynd2. Massey-Ferguson fyrirtœkið sýndi rúllubindi- vélar aftveim stœrðum, gerð 822 og 828. Þetta eru vélar með stillanlegu baggahólfi (binda rúllur með föstum kjarna). Sú minni bindur bagga allt að 130 cm í þvermál, sú stœrri allt að 180 cm. Umgerðin um baggahólfið ergerð Úr2x616 cm breiðum gúmmíreim- um sem snúast á völsum og móta rúllurnar. Notkun reima umliverfis baggahólfið er nýjung sem ýmsir framleiðendur rúllubindivéla (fastkjarnavéla) hafa tekið upp.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.