Freyr - 01.11.2000, Page 2
Það borgar sig
að skipta
við traustan banka!
(Q Með Sérkjörum Heimilislínu
geta traustir viöskiptavinir bankans nýtt sér ýmsa
þjónustuþætti á sannkölluðum sérkjörum.
• Hærri innlánsvextir á Gullreikningi.
• Allt að 500.000 kr. yfirdráttarheimild á lægri vöxtum.
• Allt að 750.000 kr. skuldabréfalán án ábyrgðarmanna.
• Allt að 1.000.000 kr. sveigjanlegt Sérkjaralán, með einu símtali.
• Húsnæðislán til allt að 25 ára.
• Möguleiki á sérstökum vaxtaauka í reglubundnum sparnaði.
• Greiðsluþjónusta með útgjaldadreifingu.
• Útgjaldadreifing í Heimilisbankanum.
• Gullkreditkort Visa.
• Frír aðgangur að Heimilisbanka á Internetinu.
• Fjármálanámskeið og handbók á sérkjörum.
• Gulldebetkort og 150 fríar færslur o.fl.
I Sérkjörum Heimilislínu eru þjónustuþættir
sem bjóðast aðeins I Búnaðarbankanum;
þess vegna borgar sig að skipta...
Fáðu nánari upplýsingar og bækling í næstu afgreiðslu
Búnaðarbankans eða á heimasíðu bankans: www.bi.is
Góð korn-
uppskera í ár
Utlit er fyrir góða kornupp-
skeru í ár í löndum ESB. Það
ntun enn þrýsta niður heims-
markaðsverði á korni niður undir
það lágmarksverð sent ESB
tryggir bændum á svæði sínu. Á
Norðurlöndunum er útlit fyrir
góða uppskeru en spurning er um
gæði kornsins vegna mikilla
rigninga á sumrinu. Það gildir
einnig um Þýskaland, Bretland
og Frakkland.
Spáð er að kornverð lækki um
u.þ.b. 6-7% frá síðasta ári. Santa
verður ekki sagt um komuppskeru
í löndum Austur-Evrópu og í
ESB. í Rúmeníu, Úkraínu, Búlg-
aríu og Póllandi er séð fram á lé-
lega uppskeru. Það stafar bæði af
mikilli úrkomu og lélegu ástandi í
landbúnaði þessara landa.
(Lcmdbyggdens Folk
nr. 29-30/2000)
Skert birta á kúm
fyrir burð eykur
mjólkurmagn
Þekkt er að kýr mjólka meira
eftir burð á veturna með því að
lengja birtutímann með lýsingu.
Nú hafa hins vegar bandarískar
rannsóknir sýnt að unnt er að auka
nyt kúnna á komandi mjaltaskeiði
með því að stytta birtutímann á
meðgöngutímanum.
í tilrauninni nutu kýmar annars
vegar átta tíma birtu á sólarhring
og hins vegar 16 tíma birtu fram
að burði. Kýrnar sem nutu átta
tíma birtu á sólarhring mjólkuðu
3,2 kg meira á dag fyrstu 16 vikur
mjaltaskeiðsins en hinar.
(Norsk Landbruk nr. 18/2000).
Vilja drekka eigin
mjólk
Mjólkurrisinn ArlaFoods, sem
varð til þegar sænska fyrirtækið
Arla og danska fyrirtækið MD
Foods voru sameinuð á síðasta ári,
hafa orðið að korna til móts við
kröfur frá dönskum neytendum
urn að þeir fái danska rnjólk í
mjólkurfernum sínum. Á fernunu-
m stendur: „Er sænsk mjólk í
dönskum mjólkurfemum? NEJ“.
Hinum megin við Eyrarsund
krefjast neytendur á sama hátt að
fá sænska mjólk.
(Bondebladet ne 41/2000).
2 - FREYR 10/2000