Freyr - 01.11.2000, Síða 4
Stiklur úr sögu
íslensku kýrinnar í 1100 ár
Erindi flutt á þingi NÖK, norræns félagsskapar
nautgriparæktarmanna, á Akureyri 23. júlí 2000
Oft hefi ég verið spurður af
erlendu fólki af hvaða
stofni kýrnar mínar væru.
Þá svara ég jafnan: „Þær eru norsk-
ar.“ Þetta þykir lítil skilgreining því
að landið er langt og mjótt og hefur
verið einangrað fjarða og fjalla á
milli. En þá svara ég aftur: „Þær eru
gamalnorskar." Ekki er þá meira
spurt.
Fræðimönnum ber flestum sama
um að íslenska kýrin hafi verið
vestnorsk, úr Fjörðunum vestan-
fjalls, þaðan sem flestir íslenskir
landnámsnenn komu á tímabilinu
870-930. Erfiður hefur sá flutn-
ingur verið á þröngum farkostum
yfir mikið úthaf. Því hefur verið
valið vel í þann gripahóp sem fór
þessa 7 til 20 daga sjávarleið. Síð-
an má ætla að stofninn hafi eitt-
hvað úrkynjast vegna einangrunar
þeirra staða er menn byggðu á
íslandi. Talið er að á söguöld hafi
nautgripir náð tölunni 135.000 en
þar af hafi mjólkurkýr verið
80.000.11
Ég ætla hér ekki að fjalla um fjöl-
margar frásagnir um nautgripi í ís-
lendingasögum. Aðeins að benda á
notin. Kýmar gáfu okkur auðvitað
mjólkina, mörg geldneyti vom höfð
til kjötframleiðslu og svo vom naut
notuð til dráttar. Þau drógu plóga
við jarðyrkju og voru spennt fyrir
heysleða til að flytja heim hey að
vetrarlagi, á snjó og ísum.2) Síðustu
sleðaeykin voru einmitt hér norð-
anlands við byggingu á steinkirkju
að Þingeymm veturinn 1864-1865.
Drógu þá nautin tilhöggvinn stein á
sleðum heim á kirkjustaðinn, og
þurfti að jáma þau fyrir sleðadrátt-
inn.31
Smám saman kemur nautgripa-
eftir
Pál
Lýðsson,
bónda og
sagnfræðing,
Litlu-Sandvík
eignin betur í ljós þegar rýnt er í
fornbréf og samtíðarsögur frá 13.
öld og síðar fjölmarga máldaga og
vísitasíugerðir biskupa er þeir
heimsóttu kirkjujarðir. Stórhöfð-
ingjar þurftu nautakjöts með til að
halda vígamenn sína vel. Einn
höfðinginn lét vígamenn sína,
rúmlega 100 manns, éta upp til
agna fimm vetra naut á einu
kveldi.41 Og stórhöfðingi sem lét
skrifa upp bækur, eða jafnvel
Magnús Stephensen, háyfirdómari.
F. 1836, d. 1917.
skrifaði þær sjálfur, þurfti að eiga
kálfa, en kálfskinn dugði best í þær
bækur sem skrifaðar voru hér fyrir
pappírsöld.
Veröeiningin kúgildi
Af flestum heimildum um síð-
miðaldir er auðsætt að nautakjöt
er hið eðla kjöt íslendinga. Landið
var grösugra fyrstu aldirnar eftir
landnám og menn fengu meira út
úr nautaeldinu en sauðfjárræk-
tinni. Og veðursældin á þeim tíma
hæfðu einnig geldneytinu, sem oft
tókst að beita úti allt árið. Svo var
enn í lok 16. aldar og smám saman
varð aðal verðauramælir Islend-
inga mældur í kýrverði. Eitt kú-
gildi var það sem leyfði einum
manni að komast af á bæ. Það
jafngilti einu jarðarhundraði. Jörð
sem var 10 jarðarhundruð og bar
10 kúgildi gat fætt 10 manns, fjöl-
skylduna og vinnufólk hennar, og
þetta þótti bærileg jörð.5) Ef við
leggjum þessi hugtök í nútíma
verðmæti þá er kýrin nú metin í
skattmati á um 70 þúsund ísl.
krónur, en selst manna á milli á
80- 90 þúsund krónur.
Islenska kýrin heldur hefðarsæti
sín ekki lengur en til loka 16. aldar.
Þegar komið er kringum 1620-1630
er gengishrap hennar komið í ljós.
Menn hafa lengi velt fyrir sér kúa-
fækkun þessari. Bersýnilegt er að
veðurfar versnaði og þótti þá ekki
eins vogandi að setja naut á vetrar-
beit eingöngu. Stærstu nautabúin,
sem biskupsstólamir ráku hér og
þar, þóttu ekki lengur arðbær af því
vetrarbeit versnaði. Svo varð verð-
fall á mörgum nautgripaafurðum er
danska einokunarverslunin hófst
1602.6)
4 - FREYR 10/2000