Freyr - 01.11.2000, Qupperneq 9
Hvönn og rœktun hennar
Hvannastóð eru víða um land
og hvannagarðar þekktust
áður fyrr. Hvönn var talin
allra meina bót og mikil drýgindi
fyrir heimilin. Þekking á hvannar-
rækt hefur að mestu horfið úr al-
mennaeigu á síðari árum. Ahuginn
er þó aftur farinn að aukast með til-
komu heilsubyltingar og betri vit-
undar fólks gagnvart þeim efnum
sem það setur ofan í sig og á.
Heimkynni
Heimkynni ætihvannar (Angelica
archangelica) eru á norðlægum
slóðum svo sem Islandi, Síberíu og
Lapplandi en hún vex lfka villt í
Ölpunum og Pýreneafjöllum.
Hvönnin er eina nytjaplantan sem á
uppruna sinn norðan heimskauts-
baugs.
Útlit
Ætihvönn er falleg jurt sem verð-
ur rúmlega 2 m á hæð. Hún tilheyrir
sveipjurtum og getur verið tví- eða
fjölær. Plöntumar deyja eftir að þær
hafa sett fræ. Undantekningarlaust
geta plönturnar myndað hliðarstilka
frá neðsta hluta stöngulsins. Nýi
stöngullinn getur síðan myndað
rætur og öðlast sjálfstætt líf á með-
an móturplantan visnar niður.
Blómin standa mörg saman í sam-
settum sveipum sem eru 10-20 cm í
þvermál, gerðir úr mörgum smá-
sveipum sem hver um sig er 1,5-2,5
cm í þvermál. Blómin eru smávaxin
og hvít að lit. Blöðin eru margsam-
sett, tví- til þrífjöðrótt. Smáblöðin
gróftennt og hárlaus. Stöngullinn er
mjög sterkur, gáraður með víðu
miðholi. Plantan hefur þykka meg-
inrót en auk þess nokkrar hliðarræt-
ur. Þær eru dökkbrúnar að utan en
gulhvítar að innan.
Geithvönn er ekki ósvipuð æti-
hvönn en hún þekkist á sveipnum
sem er flatari að ofan. Blaðstilkar
geithvannarinnar eru djúpt grópaðir,
blöðin bládöggvaðri og fíntenntari.
eftir
Ásdísi Helgu
Bjarnadóttur,
kennara,
Land-
búnaðar-
háskólanum
á Hvanneyri
Hvönnin getur vaxið í mörg ár
áður en rætumar verða það öflugar
að þær geti myndað blómstöngul
sem myndar fræ og þar með nýjar
plöntur. Hvönnin getur orðið
tveggja til sjö ára allt eftir vaxtar-
stað og næringarástandi hans.
Kjörlendi ætihvannar eru grósku-
miklir gilhvammar og lautir, vatns-
bakkar og hólmar þar sem hún fær
frið fyrir ágangi búfjár. Geithvönn
sækir í svipuð svæði en gerir meiri
kröfur til veðursældar.
Nýting fyrr og nú
Áður fyrr þótti plantan mikilvæg
og því talið nauðsynlegt að hafa
hvönn í garðinum. Hvannagarðar
voru algengir og nefndir því nafni
víða um Norðurlönd. Þá nýttu
menn ekki einungis stilkana heldur
einnig hvannarrótina og bragðgóðu
fræin í daglegt fæði og í drykki.
Einnig var hún notuð sem lækn-
ingajurt fyrir fólk og fé. Ræktun
ætihvannar er ennþá talsverð í
Frakklandi, Ungverjalandi, Hol-
landi, Belgíu og Þýskalandi. I
þeirri ræktun er rótin mikilvægust
þar sem úr henni er pressuð olía
sem notuð er sem bragðefni í ýmsa
áfenga drykki. Hún er til dæmis í
pernod, anisette, vermouth, Char-
treuse-líkjör og ásamt einiberjum í
gini. Heimsframleiðsla af olíunni
er um 1000 kg á ári. Ferskir
sykraðir stilkar eru nýttir til
baksturs og sælgætisgerðar, blöðin
látin út í ávaxtadrykki, lögð í
marmelaði og þau söxuð í græn-
metissalat.
Hér á landi var ætihvönn algeng
matjurt fyrr á tímum og voru allir
Hvannarakur á garðyrkjubýlinu Engi í Laugarási í Biskupstungum.
(Ljósm. Þráinn Þon’aldsson).
FREYR 10/2000 - 9