Freyr - 01.11.2000, Page 10
Gestir að skoða hvannarakurinn í Engi, frá vinstri: Steinþór Sigurðsson HI,
Ásdís Helga Bjarnadóttir Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Arni Snœ-
björnsson BÍ, Sigmundur Guðbjarnason HI og bœndurnir Ingólfur Guðnason
og Sigrún Elfa Reynisdóttir. (Ljósm. Þráinn Þorvaldsson).
hlutar hennar nýttir. Hvönnin var
borðuð með harðfiski og smjöri,
einnig með mjólk eða þeyttri und-
anrennu (flautum). Hvannarrótum
var safnað á vorin og fram eftir
sumri og á haustin. Þóttu þær rætur
bestar sem grafnar voru upp
snemma vors. A haustin var nokk-
uð af rótunum grafið í mold og
geymt til vetrarforða. Betra þótti
þó að sykursalta ræturnar og
geyma þær þannig til vetrar.
Hvannarrótin var höfð í brauð;
þótti best ef hún var fyrst soðin í
mjólk, njólinn og fræið voru einnig
höfð í brauð saman við mjólk til
drýginda. Hvannarrótin var látin í
brennivín til bragðbætis, sömu-
leiðis fræið. Hvannarnjólarnir voru
borðaðir hráir. Ysta lagið var þá
flysjað af, stönglarnir þverskornir í
smáa bita og borðaðir með smjöri.
Blöðin voru soðin og notuð í sósu
með fiski. Blómsveipirnir og fræin
hálfþroskuð og fullþroskuð voru
höfð til matar.
Nú þekkist ætihvönnin varla sem
nytjaplanta og fremur talin til ill-
gresis.
Á undanförnum árum hefur
lyfjaiðnaðurinn sýnt villtum
plöntum vaxandi áhuga. Ástæðan
fyrir því er sú að jurtir hafa í
aldanna rás náð að þróa efnavopn í
baráttu sinni við sýkla og skordýr.
Þessi efni eru því áhugaverð að því
leyti að hugsanlega er hægt að
þróa svipuð vopn fyrir baráttu
manna við sjúkdóma af völdum
sýkla. Lyfjaiðnaðurinn hefur unnið
mikinn hluta krabbameinslyfja og
sýklalyfja beint eða óbeint úr
náttúrunni.
Villtar og þó sérstaklega lífrænt
ræktaðar jurtir njóta sífellt meiri at-
hygli samhliða vaxandi áhuga á
heilsuvörum. Með góðri þekkingu á
hinum ýmsu plöntutegundum og
ræktun þeirra, samhliða rannsókn-
um á líffræðilegri virkni efna úr
þeim og markaðssetningu, er kom-
inn öflugur grunnur að markaði fyr-
ir heilsuvöruiðnaði, matvæla-,
snyrtivöru- og lyfjaiðnaði.
Rannsóknir á líffræðilega virkum
efnum úr lækningajurtum hafa ver-
ið takmarkaðar hér á landi en aukist
mjög á síðustu tíu árum. Sigmundur
Guðbjarnason prófessor og Stein-
þór Sigurðsson hafa að undanfömu
rannsakað ætihvönn. Niðurstöðum-
ar hafa sýnt að unnt er að vinna efni
úr henni sem hafa áhrif á krabba-
meinsfrumur, veirur, bakteríur og
ónæmiskerfið. Einnig hafa niður-
stöðurnar sýnt að virkni efna úr ís-
lenskum lækningajurtum er meiri
en efna sem unnin eru úr sambæri-
legum jurtum ræktuðum í suðlæg-
ari löndum.
í sumar var stofnað fyrirtækið
Heilsujurtir ehf. sem vinnur að
framleiðslu og sölu jurtalyfja og
heilsubótarefna úr íslenskum jurt-
um. Stofnendur þess eru Sigmund-
ur Guðbjarnason prófessor, ásamt
nánustu samstarfsmönnum sínum
sem unnið hafa að verkefninu und-
anfarin ár og stofnunum sem hafa
stutt verkefnið, þar á meðal Bænda-
samtök íslands.
í framhaldi stofnunar félagsins
hófst samstarf við Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri um söfnun og
frumvinnslu hráefnis, auk rann-
sókna og fræðslu á hvannar-ræktun.
Allt er þetta á byrjunarstigi. Áhugi
á þessu rneðal bænda er mikill.
Undanfarin ár hefur Ingólfur
Guðnason í Engi í Laugarási rækt-
að hvönn og því öðlast nokkra
reynslu á því sviði. Auk hráefnis frá
honum tók skólinn á móti hráefni
frá tveimur öðrum sem nýtast mun
Heilsujurtum ehf. í framleiðslu
sinni og markaðsöflun á vetri kom-
andi. Reikna má með að ef vel tekst
til varðandi útvegun fjárfesta og
markaðsöflun geti hér verið um að
ræða aukabúgrein fyrir marga í hin-
um dreifðu byggðum landsins.
Hér á eftir verður fjallað um rækt-
un hvannar. Hafa ber í huga við lest-
ur þessa að hér er um að ræða upp-
lýsingar sem koma víða að. Þetta
eru því ekki rannsóknamiðurstöður,
heldur leiðbeinandi aðferðir sem
gætu nýst vel í upphafi ræktunar.
Ræktun
Vaxtarstaður. Æskilegur vaxtar-
10 - Freyr 10/2000