Freyr - 01.11.2000, Qupperneq 11
staður fyrir hvönn er opið svæði
með góðri, heitri, næringarríkri og
rakri mold án steina. Moldarjörð
hentar vel við ræktunina en þá get-
ur verið erfitt að hreinsa rætumar
vel. N. Mohr (sbr. Hvannir) hélt því
fram að hvannir yrðu misjafnlega
bragðgóðar eftir ræktunarstað.
Þannig yrðu þær beiskar ef þær
vaxa í raklendi en sætar á þurrlendi.
Hvönnin þolir vel kulda og hefur
gott vetrarþol. Hún hefur vöxt strax
og snjór er farinn og hlýna fer í
lofti.
Sáning: Hvönnin fjölgar sér með
fræjum og því æskilegt að taka fræ
og sá strax á heppilegan ræktunar-
stað. Reynslan hefur sýnt að spír-
unareiginleikar fræs ætihvannar
tapast fljótt. Fræ sem er keypt að
vetrarlagi verður að meðhöndla
sérstaklega. Fræinu er þá blandað í
rakan sand og þannig geymt í 0-
3°C í 4-5 vikur. Þegar fyrsta fræið
fer að spíra má sá því í potta eða
kassa.
Ef hvönninni er sáð í uppeldis-
reiti í ágúst-september spírar hún í
maí-júní. Miða skal við að hafa bil
milli raða 35-40 cm og um 80-100
fræ/meter. Nauðsynlegt er að reyta
allt illgresi frá plöntunum. Plantað
er út á haustin, í ágúst og/eða sept-
ember. Bil milli plantna þarf að
vera um 60-70 cm.
Fræi, sem er meðhöndlað, má sá
inni í maí og planta seinna út með
10-25 cm bili á milli plantna. Ef
plöntumar eru stórar, þroskast blóm
fljótt og þar af leiðandi verður rót-
arhlutinn rýr.
Þriðji möguleikinn er að sá beint
í ræktunarsvæðið í ágúst-septem-
ber. Sáð er þá í raðir og miða má
sáðmagnið við 100-200g fræ/1000
m2. Einnig er hægt að sá í fjölpotta-
bakka að hausti, geyma á köldum
stað yftr veturinn og taka inn í hita
í mars-apríl og planta síðan út þeg-
ar jörð er farin að hitna. Þessi að-
ferð getur flýtt fyrir vexti plöntunn-
ar. Með því að planta í gegnum
plast má síðan takmarka mjög sam-
keppni hennar við illgresi.
Áburður: Æskilegt er að bera á
fyrir plöntun um 4-5 kg af lífrænni
áburðablöndu á hvern fermetra.
Hreinsa þarf illgresi vel fyrir
plöntun og meðan á ræktun
stendur. Hægt er að þekja moldar-
yfirborðið með nýklipptu grasi,
torfi eða svörtu plasti. Nauðsyn-
legt getur verið að vökva í maí-
júní, sérstaklega þar sem svart
plast er notað.
Uppskera: Fersk blöð má fara að
tína 3-4 vikum eftir að vöxtur hefst
að vori og fram á haust. Fjarlægja
þarf blómstöngla við rót til að auka
blaðvöxtinn. Athuga þarf að klæð-
ast skal hlífðarfatnaði þegar blöð
og stönglar eru klipptir því að
plantan getur gefið frá sér efni sem
ert getur húðina mjög illa.
Rœturnar eru grafnar upp í sept-
ember eða á vorin, áður en plantan
fer að nýta forðanæringuna úr
þeim. Þá getur verið gott að slá of-
anvöxt áður en rótin er tekin. Nota
má gaffal við að ná stólparótinni
upp. Hreinsa þarf öll blöð af rótinni
og þvo hana vel og vandlega. Rót-
inni er svo skipt upp og þannig
þurrkuð í 3-4 daga við 35 °C. Á
Norðurlöndunum getur rótarupp-
skeran orðið allt frá 60 til 200
kg/1000 m2.
Þegar sóst er eftir frœi má að
sjálfsögðu ekki fjarlægja blómstur-
stöngulinn. Fræi er safnað í júlí -
september, þegar það er orðið gult-
brúnt að lit. Mesta uppskeran fæst
af fyrstu blómunum en einnig er
hægt að fá þónokkuð af hliðarsprot-
unum. Blómklasinn er þurrkaður í
um eina viku og þá fellur fræið auð-
veldlega af kransinum. Fræið á að
geyma við 1-5°C. Fræ tapar fljótt
spírunarhæfni og því ber einungis
að nýta nýuppskorið fræ til sán-
ingar.
Heilsujurtir ehf. hafa fyrst og
fremst leitað eftir hvannarblöðum
og hins vegar þroskuðu hvannar-
fræi til vinnslu. Samkvæmt því sem
að ofan greinir má fara að safna
blöðum í júní fram til jafnvel ágúst-
loka og hvannarfræi frá júlí til sept-
emberloka, allt eftir tíðarfari. Mik-
ilvægt er að þurrka það við hita
undir 38°C og geyma á þurrum en
köldum stað. Hafa skal í huga að
hráefnið tekur mjög auðveldlega í
sig raka úr umhverfinu og því mikil
hætta á að hráefnið geti myglað
(mun viðkvæmara en hey). Á liðnu
sumri tók Landbúnaðarháskólinn
að sér að þurrka hráefni frá bænd-
um sem hafa ekki til þess aðstöðu.
Það fyrirkomulag verður að öllum
líkindum einnig til boða næsta
sumar.
Að lokum má til gamans minnast
orða Einars Helgasonar í bókinni
Hvannir frá árinu 1926: „Það er
ekki meining mín að farið verði svo
mjög að stunda hvannarœkt eða
hvannaát að nýju, heldur að henni
sé lofað að vera með í einhverju
horni garðsins; að þessari jurt, sem
um aldaraðir hefir átt sinn góða
þátt í því að viðhalda lífi og heilsu
forfeðra vorra, verði sýndur til-
hlýðilegur sómi\
Hver veit nema þessi ræktun eigi
einnig eftir að bæta líf og heilsu af-
komenda okkar ?
Heimildir:
Betalan Galambosi, 1995. Ökolog-
isk urtedyrking I Norden. Infosenter-
et, Forskningsparken i Ás. 120 bls.
Einar Helgason, 1926. Hvannir,
matjurtabók. Gutenberg, Rvík. 288
bls.
Haraldur Teitsson, 1993. Kryddbók-
in, upplýsingar um krydd, kryddjurtir
og bragðefni. Eldhúsfræðarinn, Rvík.
91 bls.
Hörður Kristinsson, 1986. Plöntu-
handbókin, Blómplöntur og byrkning-
ar. Islensk náttúra 2. Öm og Örlygur,
Rvík. 304 bls.
Magna Leth, 1994. Hagens krydd-
ervekster for mat og drykke. Det
Norske Hageselskap. Gröndahl Dreyer,
Oslo. 128 bls.
Snævar Sigurðsson, 1999. Rann-
sóknir á náttúruefnum í íslenskum
iækningajurtum. Námsverkefni, Ný-
sköpunarsjóður námsmanna. 38 bls.
Steinar Dragland, 2000. Kvann - bo-
tanikk, innholdsstoff, dyrkning, hösting
og foredling. Grönn forskning nr 08.
Planteforsk Norge. 33 bls.
Freyr 10/2000 - 11