Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2000, Page 12

Freyr - 01.11.2000, Page 12
Sambýli við Vatnajökulsþjóðgarð - Þjóðgarður og búskapur Erindi flutt á ráöstefnu Landverndar o.fl. um Vatnajökulsþjóðgarð, Kirkjubæjarklaustri, 29. september 2000 Inngangur Á seinni árum hefur verið fjallað töluvert um stofnun Vatnajökuis- þjóðgarðs sem samtals sjö sveitar.- félög myndu liggja að. Hvað sam- býli við landbúnað og búskap varð- ar myndi sveitarfélagið Homafjörð- ur eiga mestra hagsmuna að gæta en það tekur til Austur-Skaftafells- sýslu allrar. Þótt hér verði einkum fjallað um viðhorf bænda á því svæði getur flest af því sem vikið er að átt við öll sveitarfélögin sem hlut eiga að máli. Þróun búskapar Gjörbreyting hefur orðið á bú- skaparháttum síðustu áratugi aldar- innar sem einkennast fyrst og fremst af ræktunarbúskap. Stór- felld ræktun lands, bæði til hey- skapar og beitar, hefur orðið til þess að með markvissum kynbótum og bættri fóðrun búfjár hafa afurðir þess aukist verulega. Aftur á móti hefur jörðum í ábúð og ásettu sauð- fé fækkað verulega og á seinni ár- um hefur dregið töluvert úr mjólk- urframleiðslu. Er það í samræmi við þann samdrátt sem orðið hefur í nautgripa- og sauðfjárrækt í land- inu undanfarin 20 ár, þ.e. eftir að komið var á kvótakerfi fyrir fram- leiðslu mjólkur og kindakjöts. Þró- eftir Ólaf R. Dýrmundsson og Örn Bergsson, Bænda- samtökum íslands unin í helstu búgreinunum er sýnd í meðfylgjandi töflu: Beitarnýting- gæðastýring Breytingar á búskaparháttum og búfjárhaldi hafa í flestu tiliiti haft jákvæð áhrif á gróðurfar úthaga. Þar hefur dregið stórlega úr beitar- álagi vegna fækkunar sauðfjár og beitar á ræktað land vor og haust. Nautgripir ganga að mestu á rækt- uðu landi. Víðast hvar er hrossa- beitin innan skynsamlegra marka en hún er mjög staðbundin og nær eingöngu í grösugum láglendis- högum. Nú er verið að koma á gæðastýringu í hrossa- og sauð- fjárbúskap og þá verður m.a. gerð Búskaparþróun í sveitarfélaginu Hornafjörður Ár Jarðir með búfé Naut- gripir Mjólkur- kýr Sauð- fé Hross Kartöflur Tonn 1981 103 1127 512 24.969 685 398 1990 91 1353 513 20.182 1096 450 1999 82 1267 433 17.754 1301 487 Heimild: Forðagæsluskýrslur Bændasamtaka íslands. úttekt á ástandi jarðvegs og gróð- urs á hverri jörð fyrir sig. Þess er vænst að niðurstöðurnar leiði til gróðurverndaraðgerða þar sem þeirra er talin þörf og tryggi hóf- lega beitarnýtingu í anda sjálf- bærrar þróunar. Á stórum svæðum er gróður mun meiri og fjölbreytt- ari en hann var fyrir 20-30 árum, bæði vegna sjálfgræðslu og upp- græðslu. Reyndar hafa Austur- Skaftfellingar gefið öðrum gott fordæmi í hvers kyns gróðurvernd- araðgerðum, uppgræðslu og skóg- rækt, um áratuga skeið. Gróður er nú víðast hvar í framför og margir bændur taka virkan þátt í því um- bótastarfi í samvinnu við Land- græðslu ríkisins og fleiri aðila01. Afmörkun þjóðgarös Svo sem fram kemur í skýrslu umhverfisráðherra um möguleika á stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs'2’ skiptir afmörkunin miklu máli í af- stöðu sveitarfélaganna. Þar kemur m.a. fram að sveitarfélagið Homa- fjörður geti fallist á að Vatnajökuls- þjóðgarður markist af jöðrum Vatnajökuls og Skaftafellsþjóð- garðs. Fleiri hugmyndir hafa verið til umræðu og ljóst er að afstaða bænda mótast mjög af þessum þætti. Því lengra sem mörkin ná út fyrir jökuljaðarinn og inn á það land sem nýtt er til hefðbundins bú- skapar, því fleiri atriði koma til álita sem tengjast þeim þætti. Þar kemur einnig við sögu eignarréttur all- margra jarða eins og að er vikið í framangreindri skýrslu. Hver svo sem niðurstaðan verður • varðandi afmörkun hugsanlegs Vatnajökuls- þjóðgarðs teljum við rétt á þessu 12 - FREYR 10/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.