Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2000, Page 13

Freyr - 01.11.2000, Page 13
umræðustigi að vekja athygli á nokkrum veigamiklum atriðum sem bændur koma til með að leggja áherslu á og varða hagsmuni þeirra á ýmsan hátt: 1) Búseta og umferð verði sem mest óbreytt þannig að bændur og búalið geti nýtt mannvirki á jörðum sínum og stundað við- eigandi bústörf með eðlilegum hætti. 2) Byggingum, girðingum og öðr- um mannvirkjum verði haldið við eftir þörfum og nýfram- kvæmdir verði leyfðar að því til- skildu að þær falli vel að lands- lagi og þeim viðhorfum til um- hverfis- og náttúruvemdar sem gilda á svæðinu. 3) Ræktun og uppgræðsla miðist við þarfir búrekstrar svo og þau sjónarmið sem ríkja á svæðinu um þörf fyrir jarðvegs- og gróð- urvernd. Hér gæti komið til álita val á tegundum gróðurs, t.d. við- horf til innfluttra tegunda. 4) Beitamýting verði sem minnst skert og mið tekið af hinni já- kvæðu þróun sem nú er í gangi á svæðinu þegar á heildina er litið. Komi til breytinga eða takmark- ana verði veittur allt að 10 ára aðlögunartími í samræmi við hugmyndafærði sjálfbærrar þró- unar. 5) Þinglýst mörk eignarlanda og af- rétta verði virt og unnt verði að víkja frá þeirri meginreglu nátt- úruvemdarlaga (sbr. 51. gr.) að þjóðgarðar skuli vera í ríkiseign (3). 6) Nýsköpun í sveitabúskap, svo sem ferðaþjónusta, fiskeldi og ýmis hlunnindanýting fái að þró- ast, auk annarrar vistvænnar at- vinnusköpunar, þannig að sam- félagið haldi áfram að dafna og afla nauðsynlegra tekna. 7) Ágangur ferðamanna getur vald- ið miklu álagi á ákveðnum stöð- um og sjást m.a. merki um hann í Ingólfshöfða. Á bújörðum get- ur verið einkum um tvennt að ræða, annars vegar skaða á gróðri og jarðvegi og hins vegar ónæði og truflun, einkum á búfé í sumarhögum. Því er nauðsyn- legt að huga vel að skipulagi ferðaþjónustunnar. Lokaorð Við tökum undir það álit sem fram kemur í skýrslu umhverfisráð- herra (2) að sérfróðum aðilum verði falið að meta efnahagslegan ávinn- ing af stofnun Vatnajökulsþjóð- garðs, m.a. með tilliti til landbúnað- ar og byggðaþróunar á svæðinu. Þá leggjum við ríka áherslu á að haft verði gott samráð við hlutaðeigandi bændur um hugsanlega stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þrátt fyrir samdrátt í hefðbundnum landbún- aði er mikil gróska í búskap á svæð- inu. Þó má gera ráð fyrir fækkun fremur en fjölgun búfjár og trúlega mun beitarálag á úthaga halda áfram að minnka. Við teljum að í umræðum um þjóðgarð eigi að miða við að hann tengist lífvæn- legri sveitabyggð með því menn- ingarlandslagi sem þar hefur mótast um aldir. Því skiptir miklu máli að hugsanleg þjóðgarðsstofnun fái mikla og málefnalega umfjöllun þannig að sem best sátt og sam- staða verði. Að lokum þökkum við fyrir að fá að koma sjónarmiðum bænda á framfæri og taka þátt í skoðanaskiptum hér á ráðstefnunni. Bændasamtök íslands munu fylgj- ast áfram með framgangi þessa máls. Tilvísanir: 1) Sveinn Runólfsson (1998). Landgræðsla í Austur-Skaftafells- sýslu 1900-1998, bls. 100-145 í Kvískerjabók, útg. Sýslusafn Aust- ur-Skaftafellssýslu, Höfn í Homa- firði. 2) Skýrsla umhverfisráðherra um möguleika á stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs (2000), útg. Umhverfis- ráðuneytið, Reykjavík. 3) Lög um náttúruvernd nr. 44/1999, Stjómartíðindi, A-deild, Reykjavík. Erfðabreyttur maís veldur ótta Erfðabreytta maísafbrigðið Star Link er, samkvæmt blaðinu New York Times, eina erfðabreytta jurtin sem er viðurkennd sem dýrafóður í Bandaríkjunum en ekki til nota í matvælaframleiðslu. Ástæðan er ótti við ofnæmi meðal neytenda. Nýlega fundu Japanir þetta af- brigði í matvælum þar sem hrá- efnið var bandarískt, en áður hafði það fundist þar í kjúklinga- fóðri. Japanir rækta sáralítið af maís en flytja inn 12 milljón tonn af maís á ári sem dýrafóður og 4 milljón tonn til matvælafram- leiðslu. New York Times upplýsir einn- ig að að framleiðendur morgun- korns í Bandaríkjunum hafa bmgðist hart við þar sem afbrigð- ið Star Link hefur fundist í hráefni sem þeir nota í framleiðslu sína eða að seljendur komsins hafa ekki getað gefið nægar tryggingar um innihald þess. (Bondebladet nr. 44/2000) Róbótídönsku sláturhúsi Danska fyrirtækið Danish Crown hefur síðustu mánuði verið með róbót í prófun í sláturhúsi sínu í Sæby á Jótlandi til að taka innan úr nautgripum sem þar er slátrað. Með þessum útbúnaði er unnt að losna við erfiðasta verkið í sláturstörfunum, þ.e. þar sem átök eru þyngst, auk þess sem skaðar verða þegar hnífum er ekki beitt rétt. Þá kemur í ljós að smit af völdum Colibaktería minnkar með þessu móti. (Bondebladet nr. 41/2000). FREYR 10/2000- 13

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.