Freyr - 01.11.2000, Síða 29
2. mynd. Hlutfall aspa á lífi haustið 1998 eftir sjö ára vöxt á bersvœði í tilraun á Torfalœk í Austur-Húnavatnssýslu.
(Ingvar Björnsson, 1999).
af Alaskaösp. í Aprílhretinu 1963
stórskemmdust eða dóu nær allar
aspir á Suður- og Suðvesturlandi og
í kjölfar þess var Haukur Ragnars-
son sendur til Alaska til söfnunar á
asparkvæmum og kom hann heim
með alls 14 kvæmi og fleiri en einn
klón af hverju kvæmi (Líneik A.
Sævarsdóttir og Úlfur Óskarsson,
1990). Þessi kvæmi hafa verið
uppistaðan í yngri ræktun aspa.
Við góðar aðstæður er Alaskaösp
mjög hraðvaxta en hún þolir illa ber-
angur og því þarf að mynda gott fóst-
urskjól ef hún á að ná sér á strik.
Þrátt fyrir þetta ætti að vera óhætt að
stinga niður niður asparstiklingum
um leið og stiklingum fósturtijáa.
Fjölmörgum asparklónum var
plantað út víðsvegar um landið
1992-1993 til þess að kortleggja
klónaval. M.a. var plantað 40 klón-
um á Torfalæk í Austur-Húnavatns-
sýslu og nú liggja fyrir mælingar á
þessum klónum (2. mynd og 3.
mynd) (Ingvar Bjömsson, 1999).
Nefna má nokkra klóna sem
komu vel út í tilrauninni og vel má
hugsa sér að þeir geti gagnast vel í
húnvetnsk skjólbelti.
Klónninn Grund 44-01-003 er
uppruninn frá Divide í Seward í Al-
aska. Hann er úr fyrstu söfnunar-
ferðinni frá árinu 1944 og í tilraun-
ina var safnað afklippum úr Hauka-
dal. Grund sýnir minnst afföll klón-
anna í Torfalækjartilrauninni.
Laugarás 47-01-001 er upprun-
inn frá Cooper Landing og safnað
af trjám í Laugarási. Laugarás kom
ágætlega út út tilrauninni og kemur
til greina í fjölgun.
Halla 50-01-010 er frá Lawing í
Alaska og safnað af trjám á Hall-
ormsstað. Halla kom út svipað og
Laugarás og gefur ágæt fyrirheit.
Pinni 63-09-003 kemur best út
af klónum úr söfnunarferðinni
1963. Hann er frá Cordova Flats
og safnað af trjám á Mógilsá.
Samkvæmt Líneik A. Sævars-
dóttur og Úlfi Óskarssyni (1990)
er Pinni beinvaxinn en grannvax-
inn klónn, vindþolinn en ekki
öruggur að vori.
Að lokum eru nefndir klónamir
79-11-004 og 79-04-001 sem eru
hvort tveggja klónar sem teknir
vom af trjám sem vaxin em upp á
Mógilsá af fræi sem safnað var á
Akureyri árið 1979.
Ofangreindir klónar koma vel til
greina í húnvetnsk skjólbelti en
einnig er skynsamlegt að hafa aug-
un opin fyrir fallegum trjám á
svæðinu og freista þess að fjölga
þeim. Ekki má gleyma því að
árangurinn í skjólbeltaræktuninni
stendur og fellur með því hráefni
(tegundir/kvæmi/klónar) sem notað
er í beltin.
Fjölgun á ösp er afar auðveld líkt
og með flestar víðitegundir þar sem
hægt er að fjölga henni með græðl-
ingum. Þetta gerir öspina að mjög
æskilegu tré í skjólbeltarækt þar
sem því er við komið. Það sem
helst gæti komið í veg fyrir notkun
Alaskaaspar í skjólbelti í Húna-
vatnssýslum er að jarðvegur sé of
þurr á köflum.
Sitkagreni (Picea sitchensis)
Heimkynni sitkagrei
em meðfram vesti
strönd N-Ameríku, frá
Kalifomíu norður til
Alaska í hefðbundnu
strandloftslagi
Sitkagreni er stór
vaxnast allra grenitegunda og sunn-
arlega í heimkynnum sínum getur
það náð allt að 100 m hæð (Baldur
Þorsteinsson, 1990(2)).
Kjörlendi sitkagrenis er rakur
jarðvegur og úrkomumikil svæði og
séu því búnar áskjósanlegar aðstæð-
ur vex það hratt, er vindþolið og
saltþolið (Ólafur Njálsson, 1994).
Hætta er á því að of þurrt sé víða
í Húnavatnssýslum fyrir sitkagreni
og ekki þýði að rækta það nema í
FREYR 10/2000 - 29