Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2000, Síða 30

Freyr - 01.11.2000, Síða 30
3. mynd. Hlutfall aspa á lífi haustið 1998 eftir sex ára vöxt á bersvœði í tilraun á Torfalœk í Austur-Húnavatnssýslu (Ingvar Bjömsson, 1999). rökum jarðvegi þar sem mest von er á úrkomu. Ef hægt er að koma því á legg er það góður kostur því að sígræn skjólbelti skýla allt árið. Mest af sitkagreni á íslandi er að einhverju leyti blandað hvítgreni en þetta skýrir m.a. þann mikla breyti- leika sem finna má innan íslensks sitkagrenis (Olafur Njálsson, 1994). Sitkagrenibastarður er blend- ingur hvítgrenis og sitkagrenis. Hann hefur nokkuð verið ræktaður hér á landi og þykir hafa marga af bestu eiginleikum foreldranna (Baldur Þorsteinsson, 1990(2)). Vel kemur til greina að nota sitkabastarð þar sem hann gerir minni kröfur en sitkagrenið til jarð- vegs og raka. Skynsamlegt er að planta greninu eftir að nokkurt skjól er farið að myndast frá fósturtrjám. Hvítgreni (Picea glauca) Ef til vill á hvítgreni jafnvel betur heima í húnvetnskum skjólbeltum en sitkagreni. Hvítgreni er sú teg- und sem hefur verið mest áberandi í danskri skjólbeltaræktun þar sem það hefur þótt nægjusamt og þurrk- þolið (Olesen, 1979). Heimkynni hvítgrenis eru í Norð- ur-Ameríku, mest í Kanada og Al- aska (Ólafur Njálsson, 1994). Við bestu aðstæður má ætla að hvít- greni geti orðið allt að 35-50 m hátt og 200-500 ára gamalt. Hvítgreni er harðgert og þolir vel stuttan vaxtartíma en er fyrst og fremst að- lagað meginlandsloftslagi og myndi því fremur henta í skjólbelt- um inn til landsins. Stufafura (Pinus contorta) Stafafura vex á til- tölulega stóru svæði um vestanverða N-Amer- íku frá Alaska suður t Colorado og Kaliforní Henni er gjaman skip tvö afbrigði, megin- landsafbrigði og strand- afbrigði (Baldur Þor- steinsson, 1990 (2)). Algengasta kvæmið í ræktun hér á landi er Skagway-kvæmið en Skagway er eini staðurinn þar sem afbrigðin tvö mætast og því er Skagway-kvæmið blanda af afbrigðununt tveimur (Ólafur Njálsson, 1994). Stafafura gerir litlar kröfur til jarðvegs og lifir gjarnan í þurrum jarðvegi og rýrum. Hún er land- nemaplanda en lætur undan þegar frjósemi eykst og hraðvaxta og skuggþolnar tegundir ná yfirhönd- inni. Ein ástæða þess hversu dug- leg stafafura er á rýru landi er sér- lega virk svepprót sem auðveldar henni næringarefnanám (Baldur Þorsteinsson, 1990 (2)). Helstu skaðar sem verða á stafa- fum em kal í haustfrostum en einnig er henni hætt síðla vetrar í miklum frostum og sólskini þar sem næðir um hana (Ólafur Njálsson, 1994). Nefna má að erfiðlega hefur gengið að rækta stafafum í bökkum en henni hefur verið hætt við rótarsnúningi og annarri rótarvansköpun. Þetta hefur staðið stafafum að nokkm leyti fyrir þrifum í skógrækt hér á landi. Ljóst er að gera verður rniklar kröfur um stöðugleika skjólbeltaplantna og tæplega er hægt að treysta á stafafumr ræktaðar í bökkum ef ekki verður ráðin bót á vandamálinu. I skógaskoðun á Norðurlandi sumarið 1998 sýndi stafafura víða góðan vöxt þar sem of þurrt var fyr- ir greni (Munnleg heimild: Arnlín Ólafsdóttir). Það kemur því vel til greina að nota stafafuru í húnvetnsk skjólbelti, einkum þar sem raka og frjósemi jarðvegs er ábótavant en það er víða, einkum í útsveitum. Lerki (Larix -) Lerkiættkvíslin ásamt pseudolar- ix eru einu ættkvíslirnar af fururætt sem fella barrið að vetri. Heim- kynni lerkis eru á norðurhveli jarð- 30 - FREYR 10/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.