Freyr - 01.11.2000, Side 34
því aðeins verðmætasköpun að hún
sé meira virði en framleiðslukostn-
aðurinn. Ef framleiðandinn kemst
hjá því að greiða hluta af kostnað-
inum hagnast hann á því, jafnframt
því sem að samanlagðir kostnaðar-
liðir geta vegið þyngra en fram-
leiðsluverðmætið.
í raun og veru þarf framleiðand-
inn sjaldan að greiða allan kostnað-
inn, sagði Káre Willoch, og benti
þar sérstaklega á að flutningafyrir-
tæki komast oft hjá því að greiða
fyrir skaðann sem þeir valda, svo
sem með útblæstri véla út í and-
rúmsloftið af lofttegundum sem
geta spillt gufuhvolfmu og þar með
leitt til gífurlegs efnislegs og óefn-
islegs tjóns.
Sem dæmi um flutninga sem
greiða ekkert fyrir afnot af gufu-
hvolfinu nefndi hann að á hverjum
degi tækju sig á loft 14 jumbóflug-
vélar frá flugvellinum í Amsterdam
í Hollandi fullfermdar af eggjum
sem flogið er með til Mið-Austur-
landa. Samsvarandi flutningar eiga
sér stað til Hongkong.
Þetta er lýsandi dæmi um það að
með því að hlífa flutningunum við
að greiða fyrir skaða á umhverfinu
sem þessir flutningar valda þá
skapa þeir gervihagkvæmni fyrir
fjarlæga framleiðendur gagnvart
þeim sem nær starfa, einkum í iðn-
aði og landbúnaði. Þetta hvetur enn
frekar til þróunar í átt til stórrekstr-
ar og samþjöppunar á eignarhaldi í
þessum rekstri. Obeint gefur þetta
fjölþjóðlegum stórfyrirtækjum
þjóðhagslega skaðlegt forskot í
samkeppni við minni keppinauta
sem starfa nær neytendum. Þannig
eru að hluta til óraunhæfar undir-
stöður að baki hinnar hröðu heim-
svæðingar, bæði hvað varðar fram-
leiðsluferlana og samþjöppun í
stórrekstur, sem er önnur hlið á
sama málinu.
Frjáist flæði fjármagns
er orðið of óheft
Frjálst flæði fjármagns beinir at-
hyglinni að miklum óleystum
vandamálum. Sem dæmi um það
nefndi Káre Willoch hrun fjármála-
markaðanna í Asíu árið 1997 sem
stafaði af því að bandarískir áhang-
endur hinna frjálsu markaðsafla
þvinguðu fram opnun fjármagns-
markaðanna í Asíu áður en nauð-
synlegar öryggisaðgerðir gegn spá-
kaupmennsku höfðu verið gerðar.
Milljónir manna töpuðu á þessu og
Káre Willoch nefndi þetta mál sem
dæmi um það þegar fólk sem skorti
nægan bakgrunn í menningu og
sögu kæmist til of mikilla valda.
Áhættan á að einstök fjármálafyr-
irtæki geti valdið skaða um allan
heim eykst þegar samsteypumar
verða jafn stórar og nú hefur gerst,
sagði Káre Willoch, og benti á að
upp hafa risið fjármálastofnanir
sem velta fjármunum sem samsvara
þjóðarframleiðslu stórra landa. Það
hlýtur að verða spurt um það hver
geti stjómað slíkum risum sem auð-
veldlega geta flutt fjármagn og
starfsemi milli sinna eigin deilda
víðsvegar um heim. Hættumerkin
stækka en samt heldur sammninn
áfram, bæði í fjármálaheiminum og
á öðrum sviðum. Káre Willoch
lagði til að menn kynntu sér með
gagnrýnum huga hversu hagkvæmt
þetta væri. Raunhæft mat á aðstæð-
um hvað varðar það sem þjónar
heildarhagsmunum best vill oft
skekkjast af áhuga manna í topp-
stöðum á persónulegu valdi og eig-
inhagnaði, sem og hagnaði hlut-
hafa.
Alþjóðarvæöingin og
hinn vaxandi munur
milli fólks
Káre Willoch er upptekinn af
vaxandi mun á kjörum ríkra og fá-
tækra sem jafnvel hefur átt sér stað
í Noregi síðustu 15 árin. Ástæðan
er bæði heimagerð og alþjóðleg.
Hnattræn ástæða er hin nýja fjar-
skiptatækni, frjáls verslun og ódýrir
flutningar sem gerir það hagkvæm-
ara að flytja störf til landa þar sem
greidd eru lág laun. Vöxtur fjöl-
þjóðlegar fyrirtækja, sem hafa með
höndum starfsemi í mörgum lönd-
um, hvetur til flutnings framleiðslu
til staða þar sem hún kostar minnst.
Þetta er að sjálfsöðu jákvætt fyrir
fátækt fólk í þróunarlöndum, en
þetta getur einnig gengið það langt
að það verði óhagkvæmt þjóðfé-
lagslega í þessum löndum. Ófag-
lært fólk lendir í harðri samkeppni
innbyrðis sem leiðir fljótt til óvæg-
innar samkeppni um störf sem aftur
leiðir til lélegrar launaþróunar eða
atvinnuleysis.
Hrein firra að segja eldri
starfsmönnum upp til að
ráða yngra fólk
Samskipti við roskið starfsfólk er
vandamál sem er skylt því sem ger-
ist þegar störf eru lögð niður. Hinir
eldri verða að hætta þar sem áætl-
anir atvinnurekanda sýni að það sé
hagkvæmt að ráða yngra fólk í stað
þess eldra. En útreikningar vinnu-
veitenda sleppa félagslegum út-
gjöldum við breytingamar, þ.e. að
eftirlaun þeirra sem hætta bætast
við laun þeirra sem taka við. Þann-
ig getur það borgað sig fyrir fyrir-
tæki eða stofnun að eldra starfsfólk
verði óvirkt þó að þjóðfélagslega
séð sé það hrein firra.
Takmarkanir og um-
bætur á hnattvæðingu
Káre Willoch benti á að sannur
fylgismaður markaðshagfræðinnar
gæti hæglega komist að þeirri nið-
urstöðu að kerfið hafi marga alvar-
lega veikleika. Að hluta til geta
gallamir verið slíkir að menn geta
furðað sig á því að ekki skuli vera
gripið til pólitískra aðgerða. Að
hluta til getur þetta stafað af því að
það sé almennt viðhorf, byggt á
reynslu, að hinn kosturinn sé miklu
verri, þ.e. sósíalismi og sósíal-
demókratí.
Vemdaraðgerðir sem úrræði inn-
an frjáls kerfis freista ekki. Reynsl-
an frá millistríðsárunum staðfestir
það að afskipti af heimsviðskiptum
geta sett í gang pólitískt ferli sem
leiðir til pólitískrar mistaka og
efnahagslegs ófarnaðar. Lausnin á
núverandi vandamálum hinna
hnattrænu viðskipta felst fyrst og
34 - FREYR 10/2000