Freyr - 01.11.2000, Síða 35
fremst í því að bæta úr ágöllum
hinnar alþjóðlegu markaðsvæðing-
ar. Það þarf að verða meira sam-
ræmi milli hinna fræðilegu for-
sendna um hagkvæmustu niður-
stöðu og hinna raunverulegu starf-
semi.
Af verkefnum þar sem koma
þarf á betra skipulagi má nefna að
einstök ríki verða að hætta að laða
til sín starfsemi með skattahagræð-
ingum. Framleiðendur og flutn-
ingafyrirtæki verða að greiða fyrir
þá skaða á umhverfi og heilsu sem
þeir valda sem og þann félagslega
kostnað sem þau valda.
Uppgangur risafjármálasam-
steypna, með því valdi sem þeim
fylgja, og með starfsemi úti um
allan heim, í rekstrargreinum sem
oft hafa leitt til fjármálakreppu,
kallar á alþjóðlegt eftirlit til að
koma í veg fyrir að spákaup-
mennska leiði til nýrrar og enn
meiri kreppu. Samþjöppun valds í
annarri atvinnustarfsemi kallar
einnig á tryggingar gegn því að
markaðsstaða sé misnotuð.
Þjóðleg eignaraðild
að fjölmiðlun er
nauðsynleg
Káre Willoch ræddi einnig stöðu
fjölmiðla og benti á að einkum í
litlum löndum væri innlend eign á
fjölmiðlum forsenda þess að vemda
og varðveita þjóðlegan menningar-
arf. Hefðbundin rök gegn ríkis-
styrkjum ættu ekki við á svo við-
kvæmu sviði.
Hann taldi ástæðu til að óttast að
alþjóðlegir fjölmiðlarisar, sem yfir-
tækju fjölmiðlun eins lands, geti
þrengt að pólitískum sjálfsákvörð-
unarrétti þjóðarinnar. Erlendir aðil-
ar, sem hefðu vald til að ráða í þjón-
ustu sína stjómendur fjölmiðla sem
hefðu mikil pólitísk áhrif, fengju
þar með möguleika til mikilla
áhrifa á þjóðfélagsmálefni í því
landi þar sem þeir störfuðu.
Það er heldur ekki hægt að loka
augunum fyrir því að fjölmiðlar,
sem reknir em út frá viðskiptasjón-
armiðum í alþjóðlegri samkeppni,
muni telja sig hafa viðskiptalegan
hag af því að ganga einu skerfi
lengra en keppinauturinn í því að
fjalla um lögbrot, ofbeldi og annað
sem miður fer í þjóðfélaginu. Það
getur leitt til þróunar í átt til þess að
setja ákveðinn „geislabaug“ á hvers
konar hrottaskap en það er nokkuð
sem hefur ekkert með tjáningar-
frelsi að gera.
Þjóðfélagsleg sýn
Að lokum vitnaði Káre Willoh
um þjóðfélagslega sýn sína. Al-
þjóðavæðingin er nauðsynleg af-
leiðing af markaðsvæðingunni,
jafnframt því að vera uppspretta
mikilla verðmæta, og þannig besti
kostur sem völ er á í stöðu okkar og
hann bætti við að ekki mætti stöðva
þróunina við núverandi stöðu.
Galla og veikleika í kerfinu er unnt
að bæta og verður að bæta með
þjóðfélagslegum og alþjóðlegum
aðgerðum. Skapa verður betri sam-
svömn milli fræðilegra forsendna
fyrir heilbrigðri samkeppni og
hinna daglegu ákvarðana. Við eig-
um langa og stranga leið framund-
an.
Með þeim orðum lauk Káre
Willoch máli sínu og hlaut góðar
undirtektir áheyrenda.
(Þýtt og stytt: ME)
ESB opnar fyrir
frjálsan innflutning
frá fátækustu
löndum heims
Embættismannaráð ESB hefur
samþykkt áætlun um að tryggja
48 fátækustu löndum heims fullan
aðgang að mörkuðum landa sam-
bandsins án tolla og kvóta. Nú
þegar njóta 39 landanna þessara
réttinda. Einungis vopn eru und-
anþegin þessum reglum.
Lönd ESB eru nú þegar mikil-
vægasta markaðssvæði þessara
landa.
(Boiidebladet nr. 45/2000).
Sænskum kúm
fækkaði um tíu
þúsund á einu ári
Kúm í Svíþjóð fækkaði um
10.000 á skýrsluárinu 1998/'99 til
1999/'00 og em nú um 370 þús-
und. I Svíþjóð em tvö kúakyn al-
gengust, SRB, rauðskjöldótt, skylt
norska kyninu NRF, og SLB,
sænskt láglendiskyn, skylt Holstein
kyninu. Samkvæmt skýrsluhaldinu
jukust afurðir skýrslufærðra kúa
um 265 kg á árinu og eru
meðalafurðir SRB-kynsins 8.209
kg á ári en SLB 8.963 kg.
Afurðir sænskra kúa eru mis-
miklar eftir landshlutum. Mestar
em þar í Halland eða 9.135 kg,
sem er 800 kg meira en í Norður-
Svíþjóð, þar sem þær em minnstar.
Það er einkum í Mið- og Norður-
Svíþjóð sem mjólkurframleiðslan
dregst saman, jafnframt því sem
búin em þar minnst eða með innan
við 30 kýr að meðaltali. Stærst eru
búin á Skáni eða með 48,7 kýr að
meðaltali. Kúabú stækkuðu um 1,5
kýr að meðaltali í Svíþjóð á síðasta
ári. (Bondebladet n r. 44/2000).
Bandaríkin styðja
bændur sína
Á árabilinu 1990-'97 stóðu opin-
berir styrkir til bænda í Bandaríkj-
unum nokkum veginn í stað. Frá
árinu 1997 til 2000 hafa þeir hins
vegar þrefaldast. Á árinu 1995-'97
námu þeir um 740 milljörðum
króna en á þessu ári, 2000, eða þeir
áætlaðir um 2.220 milljarðar króna.
Nú em um 1,9 milljón býli í
Bandaríkjunum, þ.e. rekstarein-
ingar sem selja búvörur fyrir
meira en 92 þúsund krónur.
(Bondebladet nr. 41/2000).
FREYR 10/2000 - 35