Freyr - 01.11.2000, Blaðsíða 37
Landgrœðsla bœnda
með Landgræðslu ríksins
Inngangur
Hví eru bændur að græða upp
jarðir sínar? Sandurinn getur verið
fallegur, en í stormi ógnar hann og
leggur í eyði byggðir og bú og það
er skráð í sögu íslenskra bænda,
sögu okkar allra. Jarðvegur í loft-
inu nærir ekki líf, heldur kæfir,
ógnar og drepur. Hver hefur ekki
séð moldarmökkinn hylja sólu í
hvassviðri? Var það ekki skelfing
bóndans þegar það gerðist? Atti
hann að flýja með bú sitt? Það var
ekki lengur byggilegt á jörðinni,
sandurinn tók sífellt meira af engj-
um og öðru arðbæru landi. Afokið
kæfði allan gróður, beitin og engj-
amar minnkuðu, horfellir, sultur.
Var eitthvað hægt að gera annað en
fara? Stoðaði eitthvað að berjast
við þessa ógn, sandinn og auðnina,
og reyna að veija sitt land. Fram
eftir öldum horfðu menn á þetta
agndofa og höfðust ekki að og það
var hlegið að þeim sem fyrstir hófu
að hlaða vamargarða gegn sandin-
um með höndunum. Það er þó farið
að gleymast hve skelfileg ógn þetta
var og hve margar jarðir urðu
óbyggilegar vegna sandfoks. Má
þar nefna jarðir í Landsveit og á
Rangárvöllum, t.d. stóð Gunnars-
holt í miðri auðninni árið 1925 og
var jörðin talin óbyggileg. Ofan-
verð Skeið í Arnessýslu voru að
eyðast vegna sandfoks í upphafi 20.
aldarinnar, en einmitt þar var fyrsta
landgræðslugirðingin sett upp, á
Reykjum árin 1907-1908, að til-
stuðlan Gunnlaugs Kristmundsson-
ar sandgræðslustjóra.
Landgræðsla, til hvers?
Hinn takmarkandi þáttur við upp-
græðslustörf bænda er oft vinnuafl-
ið og tíminn. Það vantar fleiri hend-
ur á búin til að sinna þessum mikil-
vægu málefnum og þau vilja því
eftir
Sigþrúði
Jónsdóttur
og
Guðríði
Baldvins-
dóttur,
Land-
græðslu
ríkisins
mæta afgangi. Eigi að síður er í öll-
um tilvikum verið að búa í haginn
fyrir framtíðina og auka gæði jarð-
arinnar þegar til lengri tíma er litið.
Uppgræðsla heimalanda eru
landvinningar bóndans (oft þeir
einu mögulegu), eykur arðsemi og
svigrúm til góðrar beitarstýringar
og annarra athafna. Gróið land er
verðmætara en götótt og rofið. A
hverju búi fellur til lífrænn
úrgangur, s.s. moð, búfjáráburður
og heyruddi sem er úrvals efni til
uppgræðslu og kemst með því móti
aftur inn í hringrás næringarefna.
Fjölmargir bændur nýta sér þetta og
breyta þannig ógrónu, óarðbæru
landi í gróið og gjöfult. Þessi aðferð
við uppgræðslu er afar góð en sein-
virkari og þyngri en notkun tilbúins
áburðar og sáning fræs.
Samvinna bænda og
Landgræðslu ríkisins
Þegar nota á tilbúinn áburð er
fjármagn oft takmarkandi þáttur við
uppgræðsluna. Samvinnuverkefni
Landgræðslunnar og bænda um
uppgræðslu heimalanda, hefur bætt
þar verulega úr. Tilgangurinn með
því var og er að virkja og styrkja
bændur til landgræðslu á jörðum
sínum, stöðva rof, þekja land gróðri
og auka möguleika á sjálfbærri
landnýtingu í framtíðinni. Hver sá
sem ferðast um og er læs á landið
ætti að sjá árangur þessa mikla
starfs. Þúsundir hektara lands hafa
gróið upp, rofabörð lokast og í kjöl-
farið hefur beitarþol jarða aukist.
Ekki er krafist friðunar á upp-
græðslusvæðunum en nauðsynlegt
Landgrœðslufélag Biskupstungna reyndi nýja tœkni við uppgrœðslu rofabarða
vorið 2000 og notaði við það nýtt tœki (afrúllara) sem Vélaver hf. lánaði
sérstaklega til verksins. Arangurinn lofar góðu. (Ljósm. S.J.).
FREYR 10/2000 - 37