Freyr - 01.06.2001, Side 2
Handbók bænda 2001
Út er komin handbók bænda fyrir árið 2001 sem er
51. árgangur ritsins.
Handbók bænda er að þessu sinni í helmingi stærri
broti en áður en tilgangurinn með þeirri breytingu er / °k
einkum sá að auðvelda birtingu á skýringarmyndum / ð
hvers konar og töflum.
Efni ritsins er að mestu leyti nýtt eða uppfært með
nýjum upplýsingum sem varða alla helstu þætti
íslensks landbúnaðar, svo sem jarðrækt,
byggingar, búfjárrækt, fóður og fóðrun og
hagfræði.
Þá eru sem fyrr í ritinu upplýsingar um félagskerfi
landbúnaðarins. Sl . /
Handbók bænda er alls 304 bls. að stærð og /
verð hennar er óbreytt frá sl. ári, kl. 2.600, en kr. 2.800
með sendingarkostnaði. Verð til áskrifenda er kr. 2.600 með
sendingarkostnaði.
Bókin fæst hjá Bændasamtökum Islands,
sími 563 0300 - bréfsími 562 3058 - netfang sth@bondi.is
Moh
fnahags- og framfara-
stofnun Evrópu, OECD,
reiknar á hverju ári út
svokallað PSE-hlutfall
(Producer Support Estimate), í að-
ildarlöndum sínum. PSE metur
stuðning við landbúnað í þessum
löndum, sem hundraðshluta af
framleiðendaverði hvers lands.
Stuðningurinn samanstendur af
markaðsstuðningi, annars vegar,
og beinum stuðningi, hins vegar.
Markaðsstuðningurinn er skil-
greindur sem mismunurinn á inn-
anlandsverði og heimsmarkaðs-
verði. Til að reikna út heildar-
PSE er reiknað vegið meðaltal
allra framleiðslugreina að við-
Um PSE
bættum hvers konar beinum
stuðningi við landbúnaðinn af
fjárlögum viðkomandi landa.
Eitt vandamál við þessa útreikn-
inga er að ekki eru til nothæfar
upplýsingar um heimsmarkaðs-
verð margra búvara. Alþjóðleg
verðlagning er til um vörur eins og
korn, sykur, ýmsar tegundir jurta-
olíu o.fl. Viðskipi með aðrar vörur
fara aftur fram með vöruskiptum
þar sem opinber verðskráning á
sér ekki stað.
Mikill hluti af markaðsstuðningi
í ESB varðar mjólk. Þar hefur sem
heimsmarkaðsverð verið notað
framleiðendaverð á nýmjólk í
Nýja-Sjálandi að viðbættum flutn-
ingskostnaði. Þar sem ógerlegt er
að flytja nýmjólk frá Nýja-Sjá-
landi til Evrópu í stórum stíl er
notaður flutningskostnaður á ost-
um og smjöri. Af því leiðir hins
vegar að þennan útreikning skortir
stoð í raunveruleikanum.
Útreikningar OECD á markaðs-
stuðningi byggist á afar einföldu
líkani af verðmyndun búvara. Þar
sem verðmyndunin er í raun veru-
lega flóknari gefa þessir útreikn-
ingar að hluta til ranga mynd, sem
hefur þau áhrif að stuðningshlut-
fallið er ofmetið.
(Intemationella Perspektiv
nr. 17/2001).
2 - f R€YR 8/2001