Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2001, Side 5

Freyr - 01.06.2001, Side 5
INTERNORDEN- fundur í Norður-Noregi um sauðfjárrækt á Norðurlöndum Dagana 22.-25. júní 2000 var haldinn 26. fundur INTERNORDEN, sam- starfsvettvangs norræna sauðfjárráðunauta, á Tj0tta tilrauna- og leiðbeiningamiðstöðinni í Norður- Noregi. Tj0tta er í Norland fylki, um 300 km norðan Þrándheims skammt sunnan heimskautsbaugs, og er nánar tiltekið á einni hinna tjölmörgu eyja við strönd Hálogalands. Stærstu bæimir þar við ströndina em Br0nn0ysund sunnan Tj0tta og Sand- nessj0en norðan við staðinn. Flug- vellir em í báðum bæjunum og em ágætar flugsamgöngur við Ósló með viðkontu í Þrándheimi. Þægilegast er að fljúga til Sandnessjöen og það gerðu flestir sem komu langt að tii fundarins. Á Tjotta A Tj0tta hefur lengi staðið til- raunastöð, einkum í þágu sauðfjár- ræktar, en þar um slóðir hefur löng- um farið saman sjósókn og fjárbú- skapur. Einnig er þar töluverð naut- griparækt og annar búskapur. Á staðnum hafa verið gerðar upp gamlar byggingar og fyrir fimm ár- um voru ný sambyggð útihús tekin í notkun, þ.e. 450 kinda fjárhús, fjós fyrir 150 holdanautgripi og flatgryfjur. Búið hefur til umráða 90 ha af ræktuðu landi og mikinn úthaga ásamt fjörubeit með strönd- inni og er jörðin meðal þeirra stærstu í Norður-Noregi. Á stöð- inni er unnið að margvíslegum verkefnum í þágu landbúnaðar og byggðar á norðurslóðum. Mikil áhersla er lögð á nýtingu lands til fóðuröflunar og beitar í sátt við umhverfið, þar með talin gróffóð- urnotkun og eflingu lífræns bú- skapar. Sérstaklega er gaumur gef- Ólfur R. Dýrmundssort, ráðunautur hjá Bænda- samtökum íslands inn gæðaframleiðslu og fæðuör- yggi og leitað er leiða til að auka fjölbreytni í atvinnulífi og renna styrkari stoðum undir sveitabyggð- ina sem á í vök að verjast líkt og hér á landi. Á Tjptta er viðhald og þróun búsetulandslags meira en orðin tóm og þar koma mjög greinilega fram tengsl við ferða- þjónustuna. Ferjusamgöngur þama í eyjunum eru með ágætum. Þess má geta að á Tjptta er, auk tilrauna- og leiðbeiningamiðstöðv- ar, í landbúnaði, aðsetur héraðs- dýralæknisins í Norland fylki og á staðnum er rekið lítið gistihús þar sem áhersla er lögð á að framreiða mat úr hráefni sem tiltækt er á svæðinu, þ.e. kjöti, fiski og græn- meti. Við kirkjuna í Tjptta vakti sérstaka athygli minnisvarði úr steini um Eyvind Finnsson skálda- spilli (912-995) sem orti m.a. Há- konarmál, en Eyvindur var dóttur- dóttursonur Haraldar hárfagra og þeir Egill Skallagrímsson voru þre- menningar. Þar á Tj0tta og víðar sem við komum sveif yfir vötnun- um andi klerksins, skáldsins og at- hafnamannsins Petter Dass sem uppi var á 17. öld. Á prestsetrinu Alstahaug, skammt frá Sandnessjp- en, sáum við safn og minnismerki sem reist var honum til heiðurs. Fundahöld Til þessa 26. fundar INTER- NORDEN komu 33 fulltrúar, þrír ífá Danmörku, einn frá Finnlandi, þrír frá Færeyjum, tveir frá Grænlandi, 22 ffá Noregi, einn ffá Svíþjóð og ég einn frá Islandi. Undirbúning fundarins önnuðust þær Vibeke Lind og Inger Hansen, sérfræðingur á Tjptta, í 1. mynd. Tjetta tilrauna- og leiðbeiningamiðstöðin. Gömlum sambyggðum gripa- húsum og hlöðum hefur verið breytt í vistleg húsakynni fyrir þær stofnanir sem hafa þar aðsetur. (Ljósm. Ól. Dýrm.). Fl3€VR 8/2001 - 5

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.