Freyr - 01.06.2001, Síða 9
Geymsla rúllubagga
- sagt frá tilraun með plasthjúp og geymslustaði
Verulegan hluta árlegs
heyfengs þarf að verka
og geyma í allt að tíu
mánuði - og fyrningar
lengur. Miklu skiptir að á þessu
skeiði verði breytingar á næringar-
efnum heysins sem minnstar, þann-
ig að þau skili sér áfallalaust frá
slætti til gjafa. Nú er algengast að
bændur geymi hey sín í rúllu- og
ferböggum sem hjúpaðir eru plasti.
Hjúpurinn er viðkvæmur fyrir
hnjaski og veðrun. Lofthiti hefur
töluverð áhrif á það hve mikið af
súrefni sleppur í gegnum hjúpinn.
Til að kanna þessa þætti var gerð
tilraun með geymslu rúlluheys
sumarið 1996. Hún er hluti stærra
rannsóknaverkefnis á Hvanneyri
sem nú er á lokastigi.
Tilraunin og mælingarnar
Með tilrauninni skyldi rannsaka
áhrif hjúpþykktar og geymsluskil-
yrða rúllubagga á verkun heysins.
Þessir liðir voru bomir saman:
A: Sexfaldur plasthjúpur
B.Áttfaldur plastlijúpur
1. Rúllubaggar undir norður-
vegg - íforsœlu
2. Rúllubaggar undir suðurvegg
- sólarmegin.
Heyið í tilraunina var slegið 3.
júlí 1996. Þess var aflað á tveimur
samhliða spildum þar sem mest fór
fyrir knjáliðagrasi, snarrótarpunti
og vallarsveifgrasi. Veður var hag-
stætt til heyverka og heyinu haldið
vel til þurrks. Að rétt rúmum sólar-
Bjarni
Guðmundsson,
Landbúnaðar-
háskólanum
á Hvanneyri
hring liðnum hafði þurrefni heysins
náð ríflega 50%. Bundið var með
Krone 125 lauskjama rúllubindi-
vél. Þurrkstig heysins í böggunum
reyndist vera 51,8 og 56,5% eftir
spildum. Við hjúpun bagganna var
notuð Volac-rúllupökkunarvél sem
gekk fast á eftir rúllubindivélinni.
Notuð var alhvít Kvemeland-Teno-
Spin-plastfilma, 75 cm breið. Til
skiptis var plastið haft sex- og átt-
falt til þess að tryggja sem réttlát-
asta dreifingu bagganna á tilrauna-
liðina.
Fimm dögum eftir bindingu var
rúllum ekið heim og þeim raðað í
tvær útistæður á sams konar undir-
lagi; troðið hlað með fínum sandi.
Var önnur stæðan höfð í forsælu en
hin sólarmegin. Tuttugu rúllubagg-
ar komu í hvora stæðu; í neðsta lag
komu 12 rúllur, 6 í næsta lag og 2
komu í efsta lagið. Séð var til þess
að stæðumar urðu báðar nákvæm-
lega eins að gerð; báðar með jafn-
mörgum rúlluböggum af hvorri
spildu. Sex- og áttfalt hjúpaðir
baggar komu alltaf til skiptis í
stæðu. Þannig var reynt að jafna út
jaðaráhrif í stæðunum.
Eftir sjö mánaða útigeymslu var
heyið úr böggunum gefið mjólkur-
kúm. Til gjafa voru baggar teknir
til skiptis úr hvorri stæðu. Við opn-
un var hver baggi metinn og jafn-
framt því tekið eitt meðalsýni úr
honum til efnagreininga. Til efna-
greininga komu sýni úr fjórum
böggum hvers liðar; tveimur af
hvorri spildu.
Niðurstöðurnar
Hitafar í heyinu
Hitastig í heyböggunum var
mælt fyrstu 7 vikur verkunar- og
geymslutíma. Sakir mælafæðar var
aðeins hægt að koma við hitamæl-
ingum í böggum með sexfaldri
hjúpun. Meðalgildi fyrir samtíma-
mælingar á fyrstu sex vikum
geymslutímans eru tekin saman í 1.
töflu (± staðalfrávik).
Athygli vekur hversu hitamynd-
un varð lítil í böggunum. Við
kjama þeirra hefur hitinn aðeins
stigið 2-3°C yfir þann hita sem ætla
má að heyið hafi haft við bindingu
(lofthita). Munur á hitafari í bögg-
unum var lítill. Nálægt kjarna
bagganna (í 50 cm dýpt) var meðal-
hitinn svo til hinn sami hvort held-
ur baggar lágu sólarmegin eða í
forsælu. Nær yfírborði var mun-
urinn meiri svo sem vænta mátti.
Myglumyndun
Eftir sýnilegri myglu voru bagg-
ar flokkaðir í tvennt; án myglu og
með. Minnstu myglublettir voru
látnir duga til þess að fella bagga úr
fyrri flokki, 2. tafla.
1. tafla. Áhrif hjúpþykktar oq geymslustaðar á hitafar í rúlluböggum
í 15 cm dýpt sólarmegin í forsælu í 50 cm dýpt sólarmegin í forsælu
Meðalhiti,°C 13,1 ± 1,3 12,2 ± 1,7 13,5 ± 1,1 13,3 ± 2,0
Hæsti hiti, °C 15,3 14,5 17,0 17,7
Lægsti hiti, °C 10,5 9,9 10,5 9,9
pR€YR 8/2001 - 9