Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2001, Side 11

Freyr - 01.06.2001, Side 11
Molar Niðurstöður tilraunarinnar bentu til þess að frekast bæri að velja svalan og skjólgóðan stað til geymslu á rúlluböggum. sögu, t.d. vindálag. Þannig hagaði til að sennilega var vindálag öllu meira á þá bagga sem í forsælu voru en hina sem hvfldu sólarmeg- in. ítrekað skal að geymslustaða- munur reyndist ekki vera mark- tækur. í könnun hjá bændum fann Guðmundur Hrafn Jóhannesson (1995) að meira bar á myglu í rúlluböggum yst úr stæðum (og botni) en innan úr þeim. Iramir Forristal o.fl. (1999) töldu 6-faldan hjúp lágmarkskröfu, ætti að geyma sterkt og verðmætt hey áfallalaust frá hásumri fram á næsta vor. Helstu ályktanir * Sexfaldur plasthjúpur virðist vera lágmarkskrafa eigi að geyma sterkt og verðmætt rúllu- hey áfallalaust frá hásumri fram á næsta vor. * Rétt virðist að velja svalan og skjólgóðan stað til geymslu rúllubagganna - án þess þó að gleyma áhrifum fannar og snjóa- laga á vetrarflutningana. Tilvísanir Forristal, P.D., P. O'Kiely og J.J. Lenehan 1999. The influence of the number of layers of film cover and film colour on silage preservation, gas com- position and mould growth on big bal- es. The Xllth Int. Silage Conf, Upp- sala, bls. 305-306. Guðmundur Hrafn Jóhannesson 1995. Afföll við geymslu rúllubagga. BS-ritgerð við Búvísindadeild, 24 bls.+ viðaukar. Randby, Á.T. 1996. Moulding and aerobic stability of round-bale grass silage treated with formic or propionic acid. Proc. of Xlth Int. Silage Confer- ence. Aberystwyth, 8th-llth September 1996., bls. 108-109. Þóroddur Sveinsson og Bjami E. Guðleifsson 1999. Niðurbrot kolvetna og gerjun í rúlluheyi. Ráðunautafundur 1999, bls. 151-163. Kjötneysla í Svíþjóð Svíar neyttu kjöts á sl. ári, 2000, fyrir að andvirði 330 mill- jarða kr. Sú upphæð er þó 100 milljörðum kr. minni en varið var til kaupa á áfengi og tóbaki þar í landi, að sögn sænska blaðsins Land, sem á sér þá ósk að hið gagnstæða væri raunin. Kjötneyslan samanstóð af 39,9 kg af svínakjöti á mann, 21,6 kg af nautgripakjöti og 11,2 kg af fulgakjöti. Neyslu kindakjöts er ekki getið í þessu sambandi, en hún hefur venjulega verið minni á mann en af munn- og neftóbaki. (Bondevennen nr. 18/2001). Lausaganga kúa Önnur hver dönsk kýr er nú í lausgöngufjósi. Þetta eru næst- um tvöfalt fleiri kýr en fyrir fjór- um árum. Flest lausgöngufjós eru með legubása (77%) en aðrar kýr liggja á hálmi. Meira en 80% danskra kúa ganga á beit á sumr- in, bæði kýr sem bundnar eru á bás og í lausgöngu. Þrennar mjaltir á dagjuku mjólkurmagnið í danskri tilraun kom í ljós að kýr, sem voru mjólkaðar þrisvar á dag fyrstu átta vikumar eftir burð, mjólkuðu 8% eða 3,1 kg af mjólk meira en kýr sem voru mjólkaðar tvisvar á dag. Þær átu hins vegar ekki að sama skapi meira eða aðeins 5% meira þurrefni en hinar eða 0,75 fóðureiningar. Kýmar, sem mjólkaðar vom þrisvar á dag, léttust um 8 kg meira en hinar á þessu tímabili. Nyt þeirra jafnaðist svo við nyt hinna þegar skipt var yfir í tvennar mjaltir á dag. (Landsbladet/Bondevennen nr. 19/2001). Altalað á kaffistofunni Viska barna Alexander, 4ra ára, er á ferð úti í sveit með föður sínum þegar þeir aka fram hjá túni þar sem hvítar heyrúllur em á víð og dreif. Alexander: Ég veit hvað þetta er. Pabbi: Er það, hvað er þetta? Alexander: Þetta em egg, og það koma út úr þeim bændur. (Land lantbruk, Svíþjóð). pREYR 8/2001 - 11

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.