Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2001, Side 12

Freyr - 01.06.2001, Side 12
RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001 Fóðuröflun af sjónarhóli ráðunauta Heimaöflun fóðurs er undirstaða mjólkurfram- leiðslu á íslandi. Til að framleiða hágæða gróf- fóður þarf að rækta grös sem er uppskerumikil, auðmelt, lystug og með heppilegt efnainnihald. Bent hefur verið á að með skipulegum sáðskiptum og ræktunaráætlunum má ná meiru og betra gróffóðri (Aslaug Helgadóttir og Jónatan Hermannsson 2001). Við harðn- andi rekstrarskilyrði kúabúa þarf framleiðsla gróffóðurs einnig að vera eins hagkvæm og hægt er. Inn- lend fóðurframleiðsla stendur í samkeppni við innflutt komfóður, sem notað er í kjamfóðurblöndur, en verð á því er mjög lágt um þess- ar mundir. Umræður Fóðuröflun á kúabúum hefur tek- ið miklum breytingum síðari ár. Verkun í rúllum er orðin ráðandi aðferð við heyskap og einnig að tún séu tvíslegin. Niðurstöður heysýna gefa þá mynd að meltanleiki gróf- fóðurs hafi aukist talsvert síðustu ár. Bætt fóðmn mjólkurkúa hefur ásamt fleiru skilað stöðugt aukinni meðalnyt ár frá ári. Kúabændur gera sér grein fyrir því að gott gróf- fóður er undirstaða góðrar afkomu. Hlutverk rannsóknarfólks og ráðu- nauta er að sjá til þess að þeir hafi í höndunum aðferðir og efnivið sem henta hverjum og einum til fram- leiðslu hágæða fóðurs. Ræktun ein- stakra nytjaplantna ber misjafnan árangur frá einum stað til annars, vegna ólíkra ræktunarskilyrða. Hagstæðasta lausnin er því ekki sú sama alls staðar en hennar leitar að sjálfsögðu hver bóndi. Tegundir sem ræktaðar eru til fóðuröflunar þurfa að gefa mikla Eiríkur Loftsson, Búnaðar- sambandi Skagfirðinga og Kristján Jónsson, Búnaðar- sambandi Suðurlands uppskeru, hafa heppilega samsetn- ingu næringarefna og vera lystugar. Einnig skiptir máli hvaða kröfur þær gera til jarðvegs og næringar- efna og hvaða kostnaður fylgir því að uppfylla þær kröfur. Þá er æski- legt að fóðurgildi falli hægt með auknum þroska. Ræktun og nýtingu á grasi til beitar þarf að gefa meiri gaum sem og skipulagi á sumarbeit mjólkur- kúa. Of lítil áhersla hefur verið lögð á þann þátt og má nefna fyrir því að tvær ástæður. Framleiðslu- takmarkanir hafa dregið úr fram- leiðslu mjólkur yfír sumarið því margir bændur fylla kvótann tím- anlega áður en kvótaárinu lýkur í ágústlok. Greiðsla álags á mjólk, sem framleidd er fjóra vetrarmán- uði, hefur leitt til þess að margir bændur gera kýrnar haustbærar. Ingvar Bjömsson (2000) telur að jafn burðartími skili að jafnaði hærra fóðurframlagi en haustburð- ur. Það bendi til þess að fram- leiðslukostnaður á vetrarmjólk sé svo miklu hærri en framleiðslu- kostnaður á sumarmjólk að viðbót- argreiðslan dugi ekki til að greiða þann mun. Þetta er athyglisvert í ljósi þess hve haustbærum kúm hefur fjölgað mikið. Skipuleggja þarf beitarræktunina með það í huga að kúnum standi til boða lyst- ugt og orkuríkt fóður allan beitar- tímann. Háliðagras hefur verið ræktað til beitar snemma sumars, oft með góðum árangri. Komi ræktun á fjölæru rýgresi til með að reynast vel verður það kærkomið til beitar, m.a. snemma sumars. Of lítil reynsla er þó enn komin á endingu þess hér á landi. Kanna þarf hvort fyrir hendi séu hentugar aðferðir við endurnýjun og viðhald sáðgresis í túnum aðrar en þær sem beitt hefur verið hér- lendis. Má þar nefna ísáningu í svörð til að viðhalda hlutdeild sáð- gresis. Arangur ísáningar í mis- gömul tún hjá bændum hérlendis hefur verið lítill eða enginn, nema helst í ungum túnum (Bjami Guð- leifsson 1999). Erlendis er tækni komin fram þar sem hægt er að setja áburðinn niður fyrir fræið við ísáningu og lofar það góðu. Með tíðari endurræktun túna og skipu- lögðum sáðskiptum má vænta lægri kostnaðar við jarðvinnslu hverju sinni, vegna þess að jarðvegurinn verður auðveldari í vinnslu. Hver eining verður líka ódýrari við aukna ræktun. Hin síðari ár hefur verið bent á nýjar og áhugaverðar tegundir grasa og belgjurta til túnræktar á Is- landi. Má þar nefna fjölært rýgresi og rauðsmára. Uppskera af rýgres- inu er mjög mikil (Hólmgeir Björnsson 2000), en stofnarnir virðast þó tæpast nógu þolnir enn- þá. Þar sem vel hefur til tekist við ræktun rauðsmára hefur hann bæði aukið og bætt uppskeru og sparað áburð verulega. Enn er kannski of lítil reynsla komin á ræktun þessara tegunda og ekki er hægt að búast 12 - FR6VR 8/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.