Freyr - 01.06.2001, Qupperneq 14
RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001
Ræktun fóðurs
í framtíðinni
Inngangur
Islensk nautgriparækt hefur lítið
þurft að glíma við erlenda sam-
keppni til þessa. Hætt er við að það
breytist áður en langt um líður.
Taka verður tillit til þess og gæta að
því hvort ekki er hægt að gera kúa-
búskapinn hagkvæmari en nú er. Sú
leið, sem við bendum á, er að bæta
heimaaflað fóður. Við höfum kann-
að ástand ræktunarlands eins og
það er núna og hvernig mætti lag-
færa það. Niðurstaðan varð sú að
þar er mikill akur óplægður.
Við munum leggja fram tillögur
að ræktunarskipulagi og reyna að
gera okkur grein fyrir áhrifum þess.
Við höfum leitað eftir reynslu
bænda, bæði meðal þess sem birst
hefur á prenti (Olafur Eggertsson
1987, Pétur Diðriksson 1998,
Gunnar Sigurðsson 2000) og eins í
samtölum. Að mestum hluta byggj-
um við þó á jarðræktartilraunum
þeim sem gerðar hafa verið á veg-
um Rannsóknastofnunar landbún-
aðarins síðastliðin 20 ár (Jarðrækt-
artilraunir/Jarðræktarrannsóknir
Rala 1978-1999).
Við munum hvetja bændur til
þess að leggja meira kapp á endur-
vinnslu túna og sáðskipti en áður
hefur verið tíðkað. Undanfarin ár
hefur safnast saman mikil þekking
á viðfangsefninu og nú síðustu árin
hafa komið fram nýjungar sem gera
sáðskipti fýsilegri kost en áður. Nú
er til fljótþroska bygg og margt
hafa menn lært um ræktun þess
(Jónatan Hermannsson 1999).
Fram hefur komið vetrarþolið rý-
gresi sem getur gefið mikla og
góða uppskeru í skamman tíma
(Hólmgeir Björnsson 2000). Fáan-
leg eru vetrarþolin yrki rauðsmára.
Ræktun þeirra í blöndu með grasi
geta sparað nituráburð og bætt
gæði heyfengs (Áslaug Helgadóttir
og Þórdís A. Kristjánsdóttir 1998).
Gamli tíminn
Fóður búfjár hérlendis er að
mestu heimafengið á hverjum bæ.
Aðkeypt fóður er fyrst og fremst
kjarnfóður, en heykaup heyra til
undantekninga. Kjamfóðumotkun í
landbúnaði er samkvæmt bestu
heimildum (Lilja Grétarsdóttir
2001) um 60 þúsund tonn á ári,
bæði innflutt korn og innlent fiski-
mjöl. Grasbítar munu nýta 27 þús-
und tonn þar af, eða um 27 milljón
fóðureiningar, annað fer í svín og
hænsn. Eftir stærð ræktunarlands
og nytjagróðri þar höfum við áætl-
að að fóðuröflun af ræktuðu landi
sé nú rúmlega 420 milljón fóður-
einingar á ári (sbr. 7. töflu). Heild-
arfóðumotkun grasbíta er því um
450 milljón fóðureiningar og skipt-
ist í aðkeypt fóður og heimaaflað í
hlutföllunum 6 á móti 94.1 1. töflu
er gerð grein fyrir því hvemig
heimaaflað fóður er fengið.
Nú er því þannig farið að ekki
þurfa allar skepnur á sams konar
fóðri að halda. Hross og sauðfé
nýta með ágætum miðlungs hey-
fóður og jafnvel fóður sem er lak-
ara en það. Að einhverju leyti er
hægt að nýta miðlungsfóður fyrir
geldneyti, en í stómm dráttum er
hagur að því að gefa öllum naut-
gripum gott fóður. Ekki liggur fyrir
hvernig heyfóður skiptist á bú-
greinar, en áætlun okkar sést í 2.
töflu.
Með nokkrum rétti er heyfeng
landsins þannig skipt í fjóra jafna
hluta og þar með ræktunarlandi.
Ekki þarf að gera ráð fyrir að þetta
hlutfall breytist í náinni framtíð.
Sauðfé og hross geta nýtt hey af
gömlum túnum og því þykir okkur
ekki ástæða til þess að skipta okkur
af þeirri heyöflun. Annað á við um
nautgripi eins og áður segir. Við
munum því hér eftir fjalla eingöngu
um þann helming ræktunarlandsins
sem skilar nautgripafóðri. Ræktun-
arland notað til fóðuröflunar er
samkvæmt 1. töflu 130 þúsund
hektarar alls. Til að afla fóðurs fyrir
nautgripi verða þá notaðir 65 þús-
und hektarar. Til hagræðis teljum
við allt grænfóður og kom þar með
og einnig tún 5 ára og yngri og álít-
um að það valdi ekki mikilli
skekkju. Ástand ræktunarmála fyrir
nautpening er sýnt í 3. töflu.
Úr túnaskoðun Guðna Þorvalds-
sonar (1994) höfum við ömggar
heimildir um gróðurfar í íslenskum
túnum. Vallarfox-gras er ríkjandi í
túni á fyrsta ári, en minnkar ört.
Tormeltar og óæskilegar grasteg-
undir, svo sem snarrótarpuntur,
túnvingull og língresi, auka hlut
sinn að sama skapi (4. tafla). Auk
þessa minnkar uppskera með aldri
túns. Á fjórða ári er hún einungis
77% af því sem hún var á fyrsta ári
samkvæmt niðurstöðum úr 8 til-
raunum á Korpu (Jónatan Her-
mannsson 1998).
Af 3. og 4. töflu er augljóst að
Áslaug
Helgadóttir
og
Jónatan
Hermannsson,
Rannsókna-
stofnun
land-
búnaðarins
14- FR€VR 8/2001