Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2001, Page 15

Freyr - 01.06.2001, Page 15
ástand ræktunarlands er alls ekki sem skyldi. 13. töflu kemur fram að rúmlega 40 þúsund hektarar eða 62% þess lands er of gamalt tún. Þekkt er að nautgripir greiða vel fyrir gott fóður. Þama má því sjá ónýtta möguleika til að auka arð af nautgriparæktinni. Breyttir tímar Við munum hér á eftir gera til- lögur að mismunandi ræktunar- skipulagi. Sameiginlegt einkenni á tillögunum öllum er að meginþorri fóðurs mun koma af túni og að því leyti eru þær ekki byltingarkennd- ar. Tún skal hins vegar aldrei verða gamalt. Nota skal vallarfoxgras sem sáðgresi öðru fremur og sá má rauðsmára með því til þess að nýta áburðaráhrifin meðan smárinn lifir. Mælt er með fjölæru rýgresi þar sem kalhætta er minnst. Ef rýgresið lifir veturinn gefur það mestu upp- skeru sem völ er á og mjög auð- melta. Annars er mælt með mikilli aukningu á grænfóðurrækt og þó einkum komrækt. Reiknað er með að grasfræi verði eingöngu sáð með skjólsáði, það er komi eða græn- fóðri, þannig að ekkert uppskeruár falli úr. Undir grænfóður flokkast næpa, repja, einært rýgresi, hafrar og bygg. Ekki eru gerðar sérstakar til- lögur um það hvemig grænfóður- ræktin skiptist milli tegunda. Nefna má þó að hafrar eða rýgresi eru betri forvöxtur fyrir kom en repja og næpa. Sé grænfóður ætlað sem skjólsáð með grasfræi verður það að vera hafrar eða bygg. Með komrækt er átt við bygg eingöngu. Byggið má auk þess nota sem grænfóður og gerir það mörkin milli grænfóður- og kornræktar nokkuð fljótandi. Þótt byggi sé sáð með komþroska fyrir augum má slá það sem grænfóður ef sumarið reynist kalt. Þegar fjallað er um korn og grænfóður verður að hafa í huga hvar við emm stödd á hnett-inum. Sumarið hérlendis er mjög svalt miðað við grannlöndin og jarðklaki og langvarandi snjóalög tefja jarð- vinnslu stundum svo að sumarið verður líka of stutt. í Handbók bænda 2001 er gerð tilraun til að skipta landinu niður í ræktunarbelti (Jónatan Hermannsson 2001). Þar er meðal annars reynt að draga upp mörk komræktar á landinu. Með hæfilegri einföldun ræðst sumarhiti af því hvemig land horfir við kalda sjónum norðanlands og austan og hæð yfir sjó. Með sömu einföldun má fullyrða að kom megi rækta á láglendi um allt land, að frá- dregnum útsveitum austanlands og norðan og ystu annesjum vestan- lands. Austanlands og norðan er líka kalt í vestanverðum héruðum innan við flóa og firði því að með vesturfjöllum leggur útrænuna inn á sumrin. Annars staðar á landinu má rækta korn til þroska með nokkiu öryggi upp að 100 metra hæðarlínu. Ræktunarkerfi Hér leggjum við fram fjórar mis- munandi tillögur að rækt-unarkerfi. Aður hefur verið fjallað um þetta efni á ráðunautafundi (Eiríkur Loftsson 1998) og er höfð hliðsjón 1. tafla. Fóðurræktun á landinu árið 2000. Þúsund hektarar Fóðurrækt alls 130,0 Varanlegt tún 120,4 þar af 1 -5 ára 15,0 Korn (bygg) 1,5 Grænfóður alls 5,5 bygg 0,5 hafrar 0,4 rýgresi 2,5 repja og næpa 2,1 Grassáning alls 3,6 með byggi 1,0 hreint 2,6 með smára 0,1 rýgresi 0,1 Heimildir og forsendur: Túnstærð (Óttar Geirsson); fræinnflutningur (Lilja Grétarsdóttir); sáðmagn á hekt- ara: næpa 1,5, repja 9, rýgresi 37, hafrar og bygg 200 og grasfræ 22 kg/ha (Eiríkur Loftsson og Kristján Bjarndal); skipting grasfræs í túnrækt, grasflatir og uppgræðslu: vallarfox- gras og háliðagras allt í tún og 60% vallarsveifgrass (Ásgeir Harðarson); hlutfall grassáningar með skjólsáði (Kristján Bjamdal). 2. tafla. Skipting heyfóðurs milli búgreina. Búfé Fjöldi Ársfóður Á grip í hestburðum Alls Hross 90 þús. 15 1350 þús. Sauðfé 450 þús. 3 1350 þús. Mjólkurkýr 30 þús. 45 1350 þús. Geldneyti 45 þús. 30 1350 þús. 3. tafla. Ræktunarland notað til að afla fóðurs fyrir nautgripi árið 2000. Brotið land er nýrækt, grænfóður og korn. Landstærð, Hlutfall af öllu þús. ha ræktunarlandi Ræktunarland alls 65,0 100% þar af brotið land 9,6 15% Varanlegt tún 55,4 85% þar af 1 -5 ára 15,0 23% komið á aldur 40,4 62% pR€VR 8/2001 - 15

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.