Freyr - 01.06.2001, Blaðsíða 16
4. tafla. Gróður í túnum (Guðni Þorvaldsson 1994) og melt-
anleiki (úr tilraunum á Korpu, vegið meðaltal fyrsta og
annars sláttar).
Hlutdeild í túni Meltanleiki í
1.-5. ár 6. ár og síðar snemmslegnu túni
Vallarfoxgras 39% 8% 75%
Vallarsveifgras 22% 31% 71%
Óæskilegur gróður 39% 63% 68%
5. tafla. Mismunandi áætlanir um sáðskipti. Fjöldi ára.
I Kerfi II III IV Við- miðun
Grænfóður 1 - 2 2 2
Grænfóður og vallarfoxnýrækt - - - 1 -
Korn 2 2 1 - 1
Korn og vallarfoxnýrækt - 1 1 - 1
Korn og rýgresisnýrækt 1 - - - -
Rýgresistún 2 - - - 0,5
Vallarfoxtún - 6 6 6 5,5
Hringurinn, ár 6 9 10 9 10
af því hér. Athuga ber að hægt er að
nota fleiri en eitt rækt-unarkerfi
samhliða á sama bæ. Hringurinn er
6-10 ár. Skipta þarf túninu í jafn
marga hluta og árin eru í þeim
hring sem miðað er við. Rétt er að
geta þess að við reyndum ekki að
meta hvað kerfin kunna að kosta í
framkvæmd. Augljóst er samt að
áburðamotkun verður ekki meiri
við sáðskiptaræktun en verið hefur
til þessa. Vélavinna eykst aftur á
móti eitthvað en aðkeypt kjamfóð-
ur minnkar. Yfirlit yfir kerfin er í 5.
töflu.
1. Rýgresiskerfi, 6 ára hringur:
Þetta kerfi hentar ekki annars stað-
ar en þar sem kalhætta er minnst
því að fóðuröflun byggir á fjölæru
rýgresi. Ólíklegt er líka að nokkur
leggi upp með það eingöngu, held-
ur verði það notað samhliða öðru
kerfi. Kerfið miðar við að tún
verði plægt og grænfóðri sáð,
næstu tvö ár sáð komi, fjórða árið
sáð korni og með því fjölæru
rýgresi og ef til vill rauðsmára,
fimmta og sjötta árið verður svo
heyjað rýgresistún.
2. Komkerfi, 9 ára hringur: Þetta
kerfi hentar þar sem menn vilja
leggja áherslu á komrækt og hafa
komið sér upp aðstöðu til þeirra
hluta. Þá er tún plægt og sáð komi
tvö ár í röð, þriðja árið er sáð komi
með vallarfoxgrasi og ef til vill
rauðsmára, næstu sex ár verður
heyjað vallarfoxgrastún. Þetta er
kerfið sem Ólafur á Þorvaldseyri
notar og hugmyndin er frá honum
komin.
3. Kom og grœnfóður, 10 ára
hringur: Þetta kerfi líkist því næsta
hér á undan, en leggur minna upp úr
komræktinni. Þá er tún plægt og sáð
grænfóðri tvö ár í röð og ef nota á
repju eða næpu er rétt að gera það
fyrra árið, en höfmm eða rýgresi sáð
hið síðara. Það er nefnilega óráð að
sá komi beint á eftir grænfóðri sem
hefur verið beitt. Kýr hafa þá lagt af
sér mikinn áburð í landið og á það
illa við komið. Þriðja ár er svo sáð
komi og fjórða árið korni með
vallarfoxgrasi og ef til vill rauð-
smára. Sex ára vallarfoxgrastún
lokar svo hringnum.
4. Grœnfóðurkerfi, 9 ára hríng-
ur: Þetta kerfi er ætlað til nota á
þeim svæðum þar sem komrækt er
ekki möguleg. Að sjálfsögðu má sá
byggi í þessu kerfi, en það reiknast
þá sem grænfóður. Tún er plægt og
sáð grænfóðri tvö ár í röð, síðan er
sáð grænfóðri með vallarfoxgrasi
og ef til vill rauðsmára. Það græn-
fóður verður að vera annað hvort
hafrar eða bygg, annað kæfir gras-
ið. Hringnum lokar svo sex ára
vallarfoxgrastún.
Til að einfalda útreikninga sett-
um við upp eins konar viðmiðunar-
kerfi. Það er í aftasta dálki í 5. töflu.
Þar er gert ráð fyrir 10 ára hring.
Grænfóður verður tvö ár í röð, kom
eitt ár og kom með vallarfoxgras-
nýrækt annað. Vallarfoxgrastún í 6
ár samfellt lokar síðan hringnum.
Gert er ráð fyrir að fjölært rýgresi
verði í tíunda hluta túns og skýrir
það brotatölumar í dálkinum.
Nýir tímar
Þá er komið að því að meta hvem-
ig fóður sáðskiptaræktun getur gefið
og hversu gott það er í samanburði
við kúafóður nýliðins árs. Forsendur
6. tafla. Forsendur fyrir útreikningum á heildarfóðurfram-
leiðslu.
Meltanleiki Uppskera
% fe/kg t/ha fe/ha
Gamalt tún 68 0,69 4,5 3.100
Vallarfoxgrastún 73 0,76 5,0 3.800
Rýgresistún 78 0,84 9,0 7.500
Nýrækt 75 0,80 2,5 2.000
Grænfóður 80 0,87 6,0 5.200
Korn 90 1,00 3,5 3.500
16 - pR€VR 8/2001